Veifa „miðfingrinum“ framan í snjómokstursmenn og ljúga til um fötluð börn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2018 07:48 Frá Akureyri. Fréttablaðið/Auðunn Snjómokstursmaður á Akureyri segir moksturinn „vanþakklátasta starf“ sem hann hefur unnið. Hann lýsir erfiðum vinnuaðstæðum starfsstéttarinnar, og köldu viðmóti þeirra sem nýta sér þjónustuna, í pistli sem vakið hefur mikla athygli á Facebook.Mokað vitlaust eða ekki nógu vel Rúnar Ingi Árdal hefur starfað við snjómokstur í rúman áratug en hann lýsir því í pistlinum hvernig gleðin í vinnunni hefur dvínað með hverju árinu sem líður. Þessi vetur hafi verið sérstaklega slæmur en snjónum hefur kyngt niður á Akureyri síðan í nóvember og var snjódýptarmet til að mynda slegið fyrir þann mánuð í ár.Sjá einnig: Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Rúnar segir „allt í hers höndum“ þegar um svo mikið fannfergi sé að ræða, tíminn sé alltaf á þrotum og fólk sýni mokstursmönnum ekki þolinmæði. „Snjómokstur er vanþakklátasta starf sem ég hef unnið, þarna kynnist maður því hvað fólk getur látið út úr sér við aðra einstaklinga, orð sem ég vona að litla stelpan mín eigi aldrei eftir að læra.Við mokum vitlaust, snjórinn er fyrir, það er ekki mokað nógu vel hjá þessu húsi, af hverju er þessi gata ekki mokuð fyrst og svo framvegis.“ Átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn Þá tekur Rúnar dæmi um vanþakklátt viðmót bæjarbúa í garð þeirra sem moka snjóinn. Hann segir fólk til að mynda aka götur sem enn er verið að moka og þá séu dæmi um að fólk ljúgi til að fá þjónustu. „Fólk notar miðfingurinn óspart á okkur snjómokstursmennina, treður sér inn í göturnar sem við erum að moka kannski bara til að keyra í gegn þó það sé önnur fær gata við hliðina sem skilar fólki á sama áfangastað, oft fer sami bíllinn margar ferðir í gegn,“ skrifar Rúnar. „Einn var svo ósvífinn að segja vinnufélaga mínum að það þyrfti að hreinsa vel hjá sínu húsi, hann ætti fatlað barn. Þetta gerðum við samviskusamlega í mörg ár, í hvert skipti sem gatan var mokuð en komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn.“ Liggur ekki alltaf lífið á Rúnar áréttar að lokum að snjómokstursmenn séu þreyttir, mannlegir og geri mistök. Hann tekur þó fram að margir sýni því skilning og hlýju, og beinir því til fólks að fleiri tileinki sér það viðhorf. „Sem betur fer eru aðrir sem eru góðir og kurteisir, við fáum veif, bros eða kannski smáköku í vélina, fólk sem skilur að við erum að gera okkar besta og vel það,“ skrifar Rúnar. „Það sem ég vil segja með þessum skrifum er að það liggur ekki alltaf lífið á, það er oft hægt að taka smá krók eða jafnvel bíða bara smá stund. Það verður enginn rekinn úr vinnu þó viðkomandi þurfi að bíða eftir snjómoksturstæki eða ég vona ekki. Verum góð hvort við annað segir einhvers staðar og notum endurskinsmerki. Með ósk um gleðileg og vonandi rauð jól.“Pistil Rúnars má lesa í heild hér að neðan. Veður Tengdar fréttir Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Akureyrarbær hefur gefið út tilkynningu til bæjarbúa um að þeim sé óheimilt að moka snjó frá heimilum sínum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. 1. desember 2018 08:00 Vetrarparadís á Akureyri vekur athygli víða Linda Ólafsdóttir tók myndir í morgun sem eru í deilingu um allan heim. 30. nóvember 2018 16:04 Snjódýptarmetið slegið á Akureyri Gamla metið er frá árinu 1965. 3. desember 2018 14:47 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Snjómokstursmaður á Akureyri segir moksturinn „vanþakklátasta starf“ sem hann hefur unnið. Hann lýsir erfiðum vinnuaðstæðum starfsstéttarinnar, og köldu viðmóti þeirra sem nýta sér þjónustuna, í pistli sem vakið hefur mikla athygli á Facebook.Mokað vitlaust eða ekki nógu vel Rúnar Ingi Árdal hefur starfað við snjómokstur í rúman áratug en hann lýsir því í pistlinum hvernig gleðin í vinnunni hefur dvínað með hverju árinu sem líður. Þessi vetur hafi verið sérstaklega slæmur en snjónum hefur kyngt niður á Akureyri síðan í nóvember og var snjódýptarmet til að mynda slegið fyrir þann mánuð í ár.Sjá einnig: Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Rúnar segir „allt í hers höndum“ þegar um svo mikið fannfergi sé að ræða, tíminn sé alltaf á þrotum og fólk sýni mokstursmönnum ekki þolinmæði. „Snjómokstur er vanþakklátasta starf sem ég hef unnið, þarna kynnist maður því hvað fólk getur látið út úr sér við aðra einstaklinga, orð sem ég vona að litla stelpan mín eigi aldrei eftir að læra.Við mokum vitlaust, snjórinn er fyrir, það er ekki mokað nógu vel hjá þessu húsi, af hverju er þessi gata ekki mokuð fyrst og svo framvegis.“ Átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn Þá tekur Rúnar dæmi um vanþakklátt viðmót bæjarbúa í garð þeirra sem moka snjóinn. Hann segir fólk til að mynda aka götur sem enn er verið að moka og þá séu dæmi um að fólk ljúgi til að fá þjónustu. „Fólk notar miðfingurinn óspart á okkur snjómokstursmennina, treður sér inn í göturnar sem við erum að moka kannski bara til að keyra í gegn þó það sé önnur fær gata við hliðina sem skilar fólki á sama áfangastað, oft fer sami bíllinn margar ferðir í gegn,“ skrifar Rúnar. „Einn var svo ósvífinn að segja vinnufélaga mínum að það þyrfti að hreinsa vel hjá sínu húsi, hann ætti fatlað barn. Þetta gerðum við samviskusamlega í mörg ár, í hvert skipti sem gatan var mokuð en komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn.“ Liggur ekki alltaf lífið á Rúnar áréttar að lokum að snjómokstursmenn séu þreyttir, mannlegir og geri mistök. Hann tekur þó fram að margir sýni því skilning og hlýju, og beinir því til fólks að fleiri tileinki sér það viðhorf. „Sem betur fer eru aðrir sem eru góðir og kurteisir, við fáum veif, bros eða kannski smáköku í vélina, fólk sem skilur að við erum að gera okkar besta og vel það,“ skrifar Rúnar. „Það sem ég vil segja með þessum skrifum er að það liggur ekki alltaf lífið á, það er oft hægt að taka smá krók eða jafnvel bíða bara smá stund. Það verður enginn rekinn úr vinnu þó viðkomandi þurfi að bíða eftir snjómoksturstæki eða ég vona ekki. Verum góð hvort við annað segir einhvers staðar og notum endurskinsmerki. Með ósk um gleðileg og vonandi rauð jól.“Pistil Rúnars má lesa í heild hér að neðan.
Veður Tengdar fréttir Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Akureyrarbær hefur gefið út tilkynningu til bæjarbúa um að þeim sé óheimilt að moka snjó frá heimilum sínum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. 1. desember 2018 08:00 Vetrarparadís á Akureyri vekur athygli víða Linda Ólafsdóttir tók myndir í morgun sem eru í deilingu um allan heim. 30. nóvember 2018 16:04 Snjódýptarmetið slegið á Akureyri Gamla metið er frá árinu 1965. 3. desember 2018 14:47 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Akureyrarbær hefur gefið út tilkynningu til bæjarbúa um að þeim sé óheimilt að moka snjó frá heimilum sínum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. 1. desember 2018 08:00
Vetrarparadís á Akureyri vekur athygli víða Linda Ólafsdóttir tók myndir í morgun sem eru í deilingu um allan heim. 30. nóvember 2018 16:04