Íslenski boltinn

Fyrstu Íslandsmeistarar ársins 2019 unnu titilinn fimmtán dögum fyrir áramót

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslandsmeistarar Selfoss.
Íslandsmeistarar Selfoss. Mynd/KSÍ
Selfoss er Íslandsmeistari kvenna í innanhússfótbolta eftir stórsigur í úrslitaleiknum um helgina.

Selfoss vann 5-1 sigur á Álftanesi í lokaleiknum sem fór fram í Iðu á Selfossi. Álftanes og Selfoss höfðu gert 1-1 jafntefli í fyrri leik sínum sem fór fram á Álftanesi.

Hvíti riddarinn var einnig með í keppninni í ár en tapaði öllum fjórum leikjum sínum.

Brynhildur Sif Viktorsdóttir skoraði tvívegis fyrir Selfoss í lokaleiknum en hin mörkin skoruðu þær Glódís Ólöf Viktorsdóttir og Unnur Dóra Bergsdóttir auk þess sem síðasta markið var sjálfsmark.

Brynja Valgeirsdóttir er fyrirliði Selfossliðsins og Magdalena Anna Reimus stóð í markinu. Aðrir leikmenn voru Þóra Jónsdóttir, Íris Gunnarsdóttir, Selma Friðriksdóttir, Nadía Rós Emilíud. Axelsdóttir og Emilía Torfadóttir.

Íslandmseistaratitill Selfoss telst til ársins 2019 og er þetta örugglega fyrsti Íslandsmeistaratitill ársins 2019 enda að vinnast fimmtán dögum fyrir áramót.

Selfoss vann síðast Íslandsmeistaratitilinn í futsal árið 2016 en tveir leikmenn liðsins í dag voru einnig með þá. Það vour þær Brynja Valgeirsdóttir og Magdalena Anna Reimus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×