Osiris-Rex kemur að smástirninu Bennu Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 12:49 Átta myndir sem Osiris-Rex var skeytt saman í þessa háupplausnarmynd af Bennu. Myndirnar voru teknar í rúmlega 300 kílómetra fjarlægð í lok október. NASA/Goddard/University of Arizona Eftir rúmlega tveggja ára ferðalag kemur bandaríska geimfarið Osiris-Rex að smástirninu Bennu síðdegis að íslenskum tíma í dag. Geimfarið á að taka bergsýni úr smástirninu og koma með þau aftur til jarðar. Vonast er til þess að þau geti varpað frekara ljósi á hvernig sólkerfið okkar myndaðist. Osiris-Rex hóf för sína á Canaveral-höfða á Flórída í september árið 2016. Áfangastaður þess er smástirnið Bennu, kolsvart smástirni sem talið er að sé leifar frá upphafi sólkerfisins og nær ósnortið frá þeim tíma. Þangað kemur geimfarið síðar í dag. Hægt verður að fylgjast með komunni á sjónvarpsrás bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA frá 16:45 til 17:15 að íslenskum tíma. Í fyrstu flýgur Osiris-Rex aðeins í kringum Bennu og fikrar sig æ nær yfirborðinu. Við komuna í dag verður geimfarið í tæplega tuttugu kílómetra fjarlægð. Hringsólið í kringum smástirnið á að veita upplýsingar um massa, snúningshraða og lögun Bennu, að því er segir í frétt New York Times. Það er ekki fyrr en í janúar sem Osiris-Rex kemst á braut um Bennu. Þaðan heldur geimfarið athugunum áfram þar til reynt verður að skoppa því af yfirborðinu og safna sýnum um mitt ár 2020. Geimfarið mun sprauta köfnunarefnisgasi til að þyrla upp ryki og litlum steinum i þær þrjár til fimm sekúndur sem það snertir yfirborðið. Vonir standa til að þannig verði hægt að safna allt að tveimur kílóum af sýnum. Osiris-Rex flytur sýnin með sér þegar það yfirgefur Bennu árið 2021 og sleppa hylki með þeim þegar það flýgur fram hjá jörðinni í september tveimur árum síðar. Sýnin eiga að svífa mjúklega til jarðar með fallhlíf í eyðimörk Utah í Bandaríkjunum.Minjar um upphaf sólkerfisins og fyrstu lífrænu efnasamböndin Bennu fannst árið 1999 og er skilgreint sem smástirni í nágrenni jarðarinnar. Smástirnið er tæplega 500 metra breitt. Fjarlægur möguleiki er talinn á að það geti rekist á jörðina á 22. öldinni. Bennu er kolefnisríkt og er talið að það hafi lítið breyst frá því að sólkerfið myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Vísindamenn eru ekki síst spenntir fyrir því að rannsaka lífræn efnasambönd eins og amínósýrur sem talið er að séu þar að finna. Þannig geta rannsóknirnar varpað ljósi á myndun sólkerfisins okkar og hugsanlega hvernig lífið kviknaði og þróaðist á jörðinni. Japanska geimfarið Hayabusa safnaði ryki á smástirni og skilaði til jarðar árið 2005. Framhaldsleiðangurinn Hayabusa2 er nú á leiðinni til annars kolefnisríks smástirnis og er væntanlegt aftur til jarðar með sýni árið 2020. Osiris-Rex á hins vegar að ná meira magni af sýnum en japönsku geimförin. Bandaríkin Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir NASA sendir geimfar á loft í sjö ára leiðangur Bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi í kvöld af stað geimfar í leiðangur sem vonast er til þess að muni varpa ljósi á það hvernig plánetur alheimsins verða til. 8. september 2016 23:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Eftir rúmlega tveggja ára ferðalag kemur bandaríska geimfarið Osiris-Rex að smástirninu Bennu síðdegis að íslenskum tíma í dag. Geimfarið á að taka bergsýni úr smástirninu og koma með þau aftur til jarðar. Vonast er til þess að þau geti varpað frekara ljósi á hvernig sólkerfið okkar myndaðist. Osiris-Rex hóf för sína á Canaveral-höfða á Flórída í september árið 2016. Áfangastaður þess er smástirnið Bennu, kolsvart smástirni sem talið er að sé leifar frá upphafi sólkerfisins og nær ósnortið frá þeim tíma. Þangað kemur geimfarið síðar í dag. Hægt verður að fylgjast með komunni á sjónvarpsrás bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA frá 16:45 til 17:15 að íslenskum tíma. Í fyrstu flýgur Osiris-Rex aðeins í kringum Bennu og fikrar sig æ nær yfirborðinu. Við komuna í dag verður geimfarið í tæplega tuttugu kílómetra fjarlægð. Hringsólið í kringum smástirnið á að veita upplýsingar um massa, snúningshraða og lögun Bennu, að því er segir í frétt New York Times. Það er ekki fyrr en í janúar sem Osiris-Rex kemst á braut um Bennu. Þaðan heldur geimfarið athugunum áfram þar til reynt verður að skoppa því af yfirborðinu og safna sýnum um mitt ár 2020. Geimfarið mun sprauta köfnunarefnisgasi til að þyrla upp ryki og litlum steinum i þær þrjár til fimm sekúndur sem það snertir yfirborðið. Vonir standa til að þannig verði hægt að safna allt að tveimur kílóum af sýnum. Osiris-Rex flytur sýnin með sér þegar það yfirgefur Bennu árið 2021 og sleppa hylki með þeim þegar það flýgur fram hjá jörðinni í september tveimur árum síðar. Sýnin eiga að svífa mjúklega til jarðar með fallhlíf í eyðimörk Utah í Bandaríkjunum.Minjar um upphaf sólkerfisins og fyrstu lífrænu efnasamböndin Bennu fannst árið 1999 og er skilgreint sem smástirni í nágrenni jarðarinnar. Smástirnið er tæplega 500 metra breitt. Fjarlægur möguleiki er talinn á að það geti rekist á jörðina á 22. öldinni. Bennu er kolefnisríkt og er talið að það hafi lítið breyst frá því að sólkerfið myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Vísindamenn eru ekki síst spenntir fyrir því að rannsaka lífræn efnasambönd eins og amínósýrur sem talið er að séu þar að finna. Þannig geta rannsóknirnar varpað ljósi á myndun sólkerfisins okkar og hugsanlega hvernig lífið kviknaði og þróaðist á jörðinni. Japanska geimfarið Hayabusa safnaði ryki á smástirni og skilaði til jarðar árið 2005. Framhaldsleiðangurinn Hayabusa2 er nú á leiðinni til annars kolefnisríks smástirnis og er væntanlegt aftur til jarðar með sýni árið 2020. Osiris-Rex á hins vegar að ná meira magni af sýnum en japönsku geimförin.
Bandaríkin Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir NASA sendir geimfar á loft í sjö ára leiðangur Bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi í kvöld af stað geimfar í leiðangur sem vonast er til þess að muni varpa ljósi á það hvernig plánetur alheimsins verða til. 8. september 2016 23:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
NASA sendir geimfar á loft í sjö ára leiðangur Bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi í kvöld af stað geimfar í leiðangur sem vonast er til þess að muni varpa ljósi á það hvernig plánetur alheimsins verða til. 8. september 2016 23:30