Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2018 22:50 Anna Kolbrún Árnadóttir, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, á leiðinni á fund þingflokksformanna í morgun. Vísir/Vilhelm Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripinu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu. Félagið segist hins vegar hafa fengið staðfestingu á því frá Landlækni að þingmaðurinn hafi hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá embættinu. Anna Kolbrún hefur verið í brennidepli fjölmiðla að undanförnu enda var hún ein þeirra sex þingmanna sem heyra má í Klaustursupptökunum svokölluðu þar sem heyra má þingmennina tala á ónærgætinn hátt um aðra alþingismenn sem og þjóðþekkta einstaklinga. Í frétt á DV var fjallað um þátt Önnu Kolbrúnar í samræðunum og er þar vísað í eldra viðtal sem DV tók við hana í sumar. Þar kom fram að hún hafði á árum áður starfað sem þroskaþjálfi á Akureyri.Í tilkynningu frá Þroskaþjálfafélaginu segir hins vegar að félagið hafi fengið staðfestingu frá Landlækni um að Anna Kolbrún hafi hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi hjá embættinu sem þroskaþjálfi.Æviágripinu breytt í dag Í tilkynningu félagsins segir einnig að æviágripi Önnu Kolbrúnar á vef Alþingis hafi verið breytt. Ef núverandi æviágrip er skoðað má sjá að orðið þroskaþjálfi kemur hvergi fyrir auk þess sem að það kemur fram að að æviágripinu hafi síðast verið breytt þann í dag, 3. desember.Vinstra megin má sjá æviágripið eins og það leit út þann 17. júni síðastliðinn. Hægra megin má sjá ævigágripið eins og það er í dag. Búið er að taka orðið þroskaþjálfi út á tveimur stöðum. Hægt er að draga stikuna fram og til baka til að bera saman útgáfurnar. Séu eldri útgáfur af æviágripinu skoðaðar sést að í þeirri útgáfu sem uppfærð var þann 15. desember á síðasta ári, skömmu eftir að Anna Kolbrún var kjörin á þing, segir að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi við hæfingarstöðina við Skógarlund á Akureyri 2002-2003, auk þess sem hún hafi verið deildarstjóri sérdeildar og ráðgjafi við Síðuskóla á Akureyri, þroskaþjálfi og fagstjóri sérkennslu yngsta stigs í grunnskóla 2003–2011.Í núverandi æviágripi segir hins vegar að hún hafi aðeins verið starfsmaður við hæfingarstöðina við Skógarlund á Akureyri 2002–2003 auk þess sem búið er að taka út starfsheitið þroskaþjálfi við færsluna um árin er hún starfaði í Síðuskóla. Í tilkynningu Þroskaþjálfafélagsins er áréttað að starfsheitið þroskaþjálfi sé lögverndað og samkvæmt íslenskum lögum megi þeir einir nota starfsheitið sem hlotið hafa til þess menntun og fengið starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. „Þroskaþjálfafélagið harmar að starfsheitið þroskaþjálfi hafi verið misnotað með þessum hætti enda þótt starfsheitið sé ekki lengur að finna í æviágripi þingmannsins,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að hið meinta brot hafi verið tilkynnt til Landlæknisembættisins auk þess sem vakin er athygli á því að brot gegn ákvæðum laga um heilbrigðisstarfsmenn, sem ná til þroskaþjálfa, varði sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Sigmund og Önnu Kolbrúnu hafa fullan stuðning til áframhaldandi þingsetu Tveir þingmenn Miðflokksins eru farnir í launalaust leyfi. 3. desember 2018 11:37 Anna Kolbrún og Inga mættu á þingflokksformannafund Formenn þingflokkanna hittust á fundi í Alþingishúsinu klukkan 10:30. 3. desember 2018 10:49 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripinu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu. Félagið segist hins vegar hafa fengið staðfestingu á því frá Landlækni að þingmaðurinn hafi hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá embættinu. Anna Kolbrún hefur verið í brennidepli fjölmiðla að undanförnu enda var hún ein þeirra sex þingmanna sem heyra má í Klaustursupptökunum svokölluðu þar sem heyra má þingmennina tala á ónærgætinn hátt um aðra alþingismenn sem og þjóðþekkta einstaklinga. Í frétt á DV var fjallað um þátt Önnu Kolbrúnar í samræðunum og er þar vísað í eldra viðtal sem DV tók við hana í sumar. Þar kom fram að hún hafði á árum áður starfað sem þroskaþjálfi á Akureyri.Í tilkynningu frá Þroskaþjálfafélaginu segir hins vegar að félagið hafi fengið staðfestingu frá Landlækni um að Anna Kolbrún hafi hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi hjá embættinu sem þroskaþjálfi.Æviágripinu breytt í dag Í tilkynningu félagsins segir einnig að æviágripi Önnu Kolbrúnar á vef Alþingis hafi verið breytt. Ef núverandi æviágrip er skoðað má sjá að orðið þroskaþjálfi kemur hvergi fyrir auk þess sem að það kemur fram að að æviágripinu hafi síðast verið breytt þann í dag, 3. desember.Vinstra megin má sjá æviágripið eins og það leit út þann 17. júni síðastliðinn. Hægra megin má sjá ævigágripið eins og það er í dag. Búið er að taka orðið þroskaþjálfi út á tveimur stöðum. Hægt er að draga stikuna fram og til baka til að bera saman útgáfurnar. Séu eldri útgáfur af æviágripinu skoðaðar sést að í þeirri útgáfu sem uppfærð var þann 15. desember á síðasta ári, skömmu eftir að Anna Kolbrún var kjörin á þing, segir að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi við hæfingarstöðina við Skógarlund á Akureyri 2002-2003, auk þess sem hún hafi verið deildarstjóri sérdeildar og ráðgjafi við Síðuskóla á Akureyri, þroskaþjálfi og fagstjóri sérkennslu yngsta stigs í grunnskóla 2003–2011.Í núverandi æviágripi segir hins vegar að hún hafi aðeins verið starfsmaður við hæfingarstöðina við Skógarlund á Akureyri 2002–2003 auk þess sem búið er að taka út starfsheitið þroskaþjálfi við færsluna um árin er hún starfaði í Síðuskóla. Í tilkynningu Þroskaþjálfafélagsins er áréttað að starfsheitið þroskaþjálfi sé lögverndað og samkvæmt íslenskum lögum megi þeir einir nota starfsheitið sem hlotið hafa til þess menntun og fengið starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. „Þroskaþjálfafélagið harmar að starfsheitið þroskaþjálfi hafi verið misnotað með þessum hætti enda þótt starfsheitið sé ekki lengur að finna í æviágripi þingmannsins,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að hið meinta brot hafi verið tilkynnt til Landlæknisembættisins auk þess sem vakin er athygli á því að brot gegn ákvæðum laga um heilbrigðisstarfsmenn, sem ná til þroskaþjálfa, varði sektum eða fangelsi allt að þremur árum.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Sigmund og Önnu Kolbrúnu hafa fullan stuðning til áframhaldandi þingsetu Tveir þingmenn Miðflokksins eru farnir í launalaust leyfi. 3. desember 2018 11:37 Anna Kolbrún og Inga mættu á þingflokksformannafund Formenn þingflokkanna hittust á fundi í Alþingishúsinu klukkan 10:30. 3. desember 2018 10:49 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Segir Sigmund og Önnu Kolbrúnu hafa fullan stuðning til áframhaldandi þingsetu Tveir þingmenn Miðflokksins eru farnir í launalaust leyfi. 3. desember 2018 11:37
Anna Kolbrún og Inga mættu á þingflokksformannafund Formenn þingflokkanna hittust á fundi í Alþingishúsinu klukkan 10:30. 3. desember 2018 10:49
Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09