Viðskipti innlent

Sýn tekur dýfu í Kauphöllinni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru við Suðurlandsbraut.
Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru við Suðurlandsbraut. Fréttablaðið/ANton
Hlutabréf í fjarskiptafyrirtækinu Sýn, móðurfélags Vodafone, Stöðvar 2 og Vísis, hafa lækkað sem nemur 6,18 prósentustigum í 77 milljóna króna viðskiptum frá því markaðir opnuðu í morgun.

Sýn tilkynnti í morgun um lækkaða afkomuspá fyrir árin 2018 og 2019. Afkomuspáin var síðast lækkuð í byrjun nóvember.

 

Stjórnendur segja nú að það séu mikil vonbrigði að áætlanir hafi ekki staðist en í tilkynningu til Kauphallar segir að gengisveiking, óvissa í íslensku efnahagslífi og hörð samkeppni hafi þar leikið hlutverk.

Horfur fyrir yfirstandandi ár hafa verið niðurfærðar um 150 milljónir króna. Þá hafa horfurnar fyrir næsta ár verið endurskoðaðar og lækkaðar í 3,9 ma til 4,4 ma króna frá 4,6 ma til 5 ma króna.

Vísir er í eigu Sýnar hf.


Tengdar fréttir

Afkomuspá Sýnar versnar enn frekar

Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×