Þúsundir hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2018 16:51 Menn klifra yfir girðingu á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. AP/Ramon Espinosa Þúsundir þeirra sem hafa flúið frá Suður- og Mið-Ameríku hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna. Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. Niðurstaða rannsóknar AP fréttaveitunnar er að tæplega fjögur þúsund hafi dáið á undanförnum fjórum árum. Í frétt AP er tekið fram að sú tala sé hærri en áætlun Sameinuðu þjóðanna um um það bil 1.500 og þó sé hún líklegast of lág. Mörg lík kunni að vera týnd í eyðimörkinni og fjölskyldur týndra hafi mögulega ekki tilkynnt viðkomandi til lögreglu þar sem þeir voru mögulega að reyna að komast til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti.Mexíkó virðist vera hættulegasti hluti leiðarinnar til Bandaríkjanna og hafa fjölmargir horfið eða verið myrtir þar. Þá hefur það reynst fjölskyldum erfitt að komast að því hvað kom fyrir fjölskyldumeðlimi þeirra og þá bæði vegna mikillar skriffinnsku og ótta fólks við glæpasamtök. Sem dæmi er rifjað upp þegar lík 72 fundust á búgarði í Tamaulipas í suðurhluta Mexíkó árið 2010. Meðlimir Zetas-samtakanna höfðu stöðvað sendiferðabíla sem fólkið ferðaðist með og farið með þau á búgarðinn. Þar voru þau spurð hvort þau vildu ganga til liðs við glæpasamtökin. Einn sagði já. Hin voru bundin niður, bundið var fyrir augun á þeim og þau skotin til bana. Einum tókst að flýja og tilkynna fjöldamorðið til yfirvalda. AP ræddi við ömmu eins þeirra sem var myrtur. Hún og fjölskylda hennar höfðu varið árum í að reyna að komast að því hvar Wilmer Gerardo Nunez, frá Hondúras, væri niðurkominn. Án þess að fá svör. Það var ekki fyrr en í september 2013, eftir að Mexíkó gerði samkomulag við rannsakendur frá Argentínu um að bera kennsl á rúmlega tvö hundruð lík úr þremur fjöldagröfum, sem það uppgötvaðist að Nunez hefði verið í fjöldagröfinni. Blaðamenn AP sem fóru yfir gögn yfirvalda Mexíkó vegna fjöldamorðsins og komust að því hver hann væri. Amman hefði getað fengið svör nánast um leið og upp komst um morðin en upplýsingarnar týndust í skriffinnsku Mexíkó. Enn er ekki búið að bera kennsl á níu aðila og enginn hefur verið handtekinn vegna morðanna. Bandaríkin Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Suður-Ameríka Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Þúsundir þeirra sem hafa flúið frá Suður- og Mið-Ameríku hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna. Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. Niðurstaða rannsóknar AP fréttaveitunnar er að tæplega fjögur þúsund hafi dáið á undanförnum fjórum árum. Í frétt AP er tekið fram að sú tala sé hærri en áætlun Sameinuðu þjóðanna um um það bil 1.500 og þó sé hún líklegast of lág. Mörg lík kunni að vera týnd í eyðimörkinni og fjölskyldur týndra hafi mögulega ekki tilkynnt viðkomandi til lögreglu þar sem þeir voru mögulega að reyna að komast til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti.Mexíkó virðist vera hættulegasti hluti leiðarinnar til Bandaríkjanna og hafa fjölmargir horfið eða verið myrtir þar. Þá hefur það reynst fjölskyldum erfitt að komast að því hvað kom fyrir fjölskyldumeðlimi þeirra og þá bæði vegna mikillar skriffinnsku og ótta fólks við glæpasamtök. Sem dæmi er rifjað upp þegar lík 72 fundust á búgarði í Tamaulipas í suðurhluta Mexíkó árið 2010. Meðlimir Zetas-samtakanna höfðu stöðvað sendiferðabíla sem fólkið ferðaðist með og farið með þau á búgarðinn. Þar voru þau spurð hvort þau vildu ganga til liðs við glæpasamtökin. Einn sagði já. Hin voru bundin niður, bundið var fyrir augun á þeim og þau skotin til bana. Einum tókst að flýja og tilkynna fjöldamorðið til yfirvalda. AP ræddi við ömmu eins þeirra sem var myrtur. Hún og fjölskylda hennar höfðu varið árum í að reyna að komast að því hvar Wilmer Gerardo Nunez, frá Hondúras, væri niðurkominn. Án þess að fá svör. Það var ekki fyrr en í september 2013, eftir að Mexíkó gerði samkomulag við rannsakendur frá Argentínu um að bera kennsl á rúmlega tvö hundruð lík úr þremur fjöldagröfum, sem það uppgötvaðist að Nunez hefði verið í fjöldagröfinni. Blaðamenn AP sem fóru yfir gögn yfirvalda Mexíkó vegna fjöldamorðsins og komust að því hver hann væri. Amman hefði getað fengið svör nánast um leið og upp komst um morðin en upplýsingarnar týndust í skriffinnsku Mexíkó. Enn er ekki búið að bera kennsl á níu aðila og enginn hefur verið handtekinn vegna morðanna.
Bandaríkin Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Suður-Ameríka Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira