Innlent

Hviður allt að 50 m/s á Suðurlandi á morgun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir Suðurland og Suðausturland á morgun.
Gular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir Suðurland og Suðausturland á morgun. vísir/hanna
Veðurstofa Íslands og Vegagerðin vara við vonskuveðri á Suðurlandi á morgun en búast má við hviðum allt að 50 m/s. Mælst er til þess að ökumenn fari varlega.

Í ábendingu frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar segir að á morgun hvessi rækilega í austanátt með Suðurströndinni. Í Öræfum má búast við hviðum allt að 40-50 m/s þvert á veg frá klukkan sex í fyrramálið til klukkan þrjú.

Undir Eyjafjöllum og við Seljalandsfoss verður meðalvindur jafnframt um 25 m/s í fyrramálið og er varasamt að vera á ferðinni.  Ekki er gert ráð fyrir að lægi fyrr en eftir miðjan dag.

Guð viðvörun Veðurstofu er jafnframt í gildi fram eftir morgundeginum á Suðurlandi og Suðausturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×