Segja „undir engum kringumstæðum“ hægt að réttlæta notkun á starfsheiti í óleyfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. desember 2018 23:52 Ætla má að tilefni tilkynningarinnar sé æviágripsskráning Önnu Kolbrúnar Árnadóttur þingmanns Miðflokksins á vef Alþingis. Vísir/vilhelm Bandalag háskólamanna, BHM, segir að bera líti það alvarlegum augum þegar einstaklingur notar starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar í óleyfi. Undir engum kringumstæðum sé hægt að réttlæta slíkt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu sem send var út í dag. Ætla má að tilefnið sé æviágripsskráning Önnu Kolbrúnar Árnadóttur þingmanns Miðflokksins á vef Alþingis en hún var um tíma skráð sem þroskaþjálfi á vefnum. Skráningunni var breytt eftir að Þroskaþjálfafélag Íslands sendi frá sér tilkynningu þess efnis að Anna Kolbrún hefði aldrei hlotið starfsleyfi sem þroskaþjálfi.Sjá einnig: Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Í tilkynningu BHM er áréttað að löggildar heilbrigðisstéttir séu 33 talsins. „Rétt til að nota starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar hefur eingöngu sá eða sú sem til þess hefur hlotið nauðsynlega menntun og þjálfun auk starfsleyfis frá Embætti landlæknis. Einstaklingur sem ekki hefur slíkt starfsleyfi má ekki veita sjúklingi meðferð sem fellur undir starfssvið löggiltrar heilbrigðisstéttar né veita faglega ráðgjöf,“ segir í tilkynningunni. Þá geti öryggi og velferð skjólstæðinga verið í húfi þegar starfsheitin eru annars vegar. „Þegar einstaklingur notar starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar án þess að hafa tilskilda menntun og starfsleyfi, þá ber að líta það alvarlegum augum. Undir engum kringumstæðum er hægt að réttlæta slíkt enda geta öryggi og velferð sjúklinga eða skjólstæðinga verið í húfi. Það er skylda hagsmunaaðila og annarra að tilkynna slík brot á lögum um heilbrigðisstarfsmenn til Embættis landlæknis.“ Þá kemur Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis eftirfarandi á framfæri við Þroskaþjálfafélag Íslands í dag eftir að hann tjáði sig um skráningu Önnu Kolbrúnar á Alþingi í gær. Hann áréttar að í orðum sínum á Alþingi hafi ekki falist nein viðurkenning á notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu.Þau ummæli sneru eingöngu að því sem skráningu á vef Alþingis viðkemur. Ástæða þótti til að leiðrétta að Anna Kolbrún hefði það best verður séð réttilega tilgreint menntun sína og er þar hvergi talað um nám í þroskaþjálfafræðum. Einnig að AKÁ er ekki ábyrg fyrir misskilningi um að hún hafi ritstýrt fagtímariti í stað hins sem rétt er að hún sat í ritstjórn slíks. Hins vegar tilgreindi þingmaðurinn að hún hefði starfað sem þroskaþjálfi, eins og ég tók fram í gær og fyrir liggur að það starfsheiti hefur hún áður notað opinberlega og fyrir löngu síðan. Það var því fært inn á vefinn í góðri túr. Í mínum orðum fólst engin viðurkennig á því, að afstaða til þess hvort, sú notkun starfsheitisins væri réttmæt enda annarra að kveða upp úr um slíkt. Þaðan af síður vil ég á nokkurn hátt gera lítið úr mikilvægi menntunar þroskaþjálfa og lögverndun starfsheitis þeirra. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. 4. desember 2018 12:26 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Bandalag háskólamanna, BHM, segir að bera líti það alvarlegum augum þegar einstaklingur notar starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar í óleyfi. Undir engum kringumstæðum sé hægt að réttlæta slíkt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu sem send var út í dag. Ætla má að tilefnið sé æviágripsskráning Önnu Kolbrúnar Árnadóttur þingmanns Miðflokksins á vef Alþingis en hún var um tíma skráð sem þroskaþjálfi á vefnum. Skráningunni var breytt eftir að Þroskaþjálfafélag Íslands sendi frá sér tilkynningu þess efnis að Anna Kolbrún hefði aldrei hlotið starfsleyfi sem þroskaþjálfi.Sjá einnig: Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Í tilkynningu BHM er áréttað að löggildar heilbrigðisstéttir séu 33 talsins. „Rétt til að nota starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar hefur eingöngu sá eða sú sem til þess hefur hlotið nauðsynlega menntun og þjálfun auk starfsleyfis frá Embætti landlæknis. Einstaklingur sem ekki hefur slíkt starfsleyfi má ekki veita sjúklingi meðferð sem fellur undir starfssvið löggiltrar heilbrigðisstéttar né veita faglega ráðgjöf,“ segir í tilkynningunni. Þá geti öryggi og velferð skjólstæðinga verið í húfi þegar starfsheitin eru annars vegar. „Þegar einstaklingur notar starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar án þess að hafa tilskilda menntun og starfsleyfi, þá ber að líta það alvarlegum augum. Undir engum kringumstæðum er hægt að réttlæta slíkt enda geta öryggi og velferð sjúklinga eða skjólstæðinga verið í húfi. Það er skylda hagsmunaaðila og annarra að tilkynna slík brot á lögum um heilbrigðisstarfsmenn til Embættis landlæknis.“ Þá kemur Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis eftirfarandi á framfæri við Þroskaþjálfafélag Íslands í dag eftir að hann tjáði sig um skráningu Önnu Kolbrúnar á Alþingi í gær. Hann áréttar að í orðum sínum á Alþingi hafi ekki falist nein viðurkenning á notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu.Þau ummæli sneru eingöngu að því sem skráningu á vef Alþingis viðkemur. Ástæða þótti til að leiðrétta að Anna Kolbrún hefði það best verður séð réttilega tilgreint menntun sína og er þar hvergi talað um nám í þroskaþjálfafræðum. Einnig að AKÁ er ekki ábyrg fyrir misskilningi um að hún hafi ritstýrt fagtímariti í stað hins sem rétt er að hún sat í ritstjórn slíks. Hins vegar tilgreindi þingmaðurinn að hún hefði starfað sem þroskaþjálfi, eins og ég tók fram í gær og fyrir liggur að það starfsheiti hefur hún áður notað opinberlega og fyrir löngu síðan. Það var því fært inn á vefinn í góðri túr. Í mínum orðum fólst engin viðurkennig á því, að afstaða til þess hvort, sú notkun starfsheitisins væri réttmæt enda annarra að kveða upp úr um slíkt. Þaðan af síður vil ég á nokkurn hátt gera lítið úr mikilvægi menntunar þroskaþjálfa og lögverndun starfsheitis þeirra.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. 4. desember 2018 12:26 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00
Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50
Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44
Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. 4. desember 2018 12:26