„Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“ Jakob Bjarnar skrifar 6. desember 2018 11:40 Meðan allt lék í lyndi en það var Sigmundur sem kom Lilju í pólitíkina, eins og fram kemur í pistli þar sem hann telur sig grátt leikinn af þessum fyrrverandi skjólstæðingi sínum. visir/gva Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur svarað Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, en viðtal við Lilju í Kastljósi í gærkvöldi hefur vakið gríðarlega athygli. Ef marka má pistillinn, sem hann birtir á Facebooksíðu sinni nú fyrir skömmu, telur hann sig fremur grátt leikinn. Í pistlinum segir hann meðal annars. „Ég hef verið kallaður fleiri ljótum nöfnum en ég hef tölu á. Ég minnist þess hins vegar ekki að hafa áður verið kallaður ofbeldismaður. Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið,“ og er þá að vísa til orða Lilju. Pistilinn allan má lesa í viðhengi hér neðar en hann hefst á því að Sigmundur lýsir því þá er hann tók fyrst eftir Lilju, á menntaskólaárunum í MR. „Og þótti þá strax mikið til hennar koma en kynntist henni ekki almennilega fyrr en árið 2009 þegar hún reyndist mér vel í formannskjöri í Framsóknarflokknum.“Pistil Sigmundar má sjá í heild hér að neðan:„Lilju Alfreðsdóttur tók ég eftir á menntaskólaárunum í MR og þótti þá strax mikið til hennar koma en kynntist henni ekki almennilega fyrr en árið 2009 þegar hún reyndist mér vel í formannskjöri í Framsóknarflokknum. Lilja er klár, hrífandi og dugleg manneskja og hef ég aldrei farið leynt með þá skoðun mína á henni við nokkurn mann. Við unnum náið og vel saman. Eitt af því sem gerði samstarf okkar farsælt er að við erum að mörgu leyti ólík. Hún er skipulögð, ég er það síður, hún hefur afburðagóða samskiptahæfni á meðan ég er heldur feiminn að eðlisfari og í hreinskilni sagt, á köflum klaufalegur í samskiptum. Það að vera fyrrum forsætisráðherra og formaður flokks á Alþingi gerir engan fullkominn, því fer fjarri. Ég er fyrst og fremst mannlegur og þarf að takast á að við eigin galla á hverjum degi með það að eilífðarmarkmiði að læra af reynslunni, draga úr göllunum og auka við kostina. Lilja er vinur minn og það sem hefur reynst mér erfiðast við þau mál sem hafa verið til umræðu að undanförnu var að særa vini mína. Ég skil því vel reiði Lilju. Ég hef verið kallaður fleiri ljótum nöfnum en ég hef tölu á. Ég minnist þess hins vegar ekki að hafa áður verið kallaur ofbeldismaður. Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið. Mér þótti líka leitt að sjá Lilju halda því fram að ég hefði ekki haft samband við hana. Ég sendi henni skeyti með afsökunarbeiðni til að reyna að koma á samskiptum. Þegar ekki barst svar við því bað ég aðra manneskju að láta hana vita hvernig mér liði vegna þess sem gerst hefði og að mig langaði að hitta hana. Hún afþakkaði það boð að sinni. Ég var vitaskuld miður mín yfir þessu öllu og vildi tala við Lilju um það beint, enda var mitt að gera það. Auk þess að ítreka afsökunarbeiðni hefði ég viljað segja Lilju betur frá heildarmynd samræðnanna þetta kvöld. Því miður hafa bútar verið klipptir úr upptökunum á þann hátt að heildarmynd og samhengi riðlast. Það á meðal annars við um þann þátt sem snýr að Lilju. Áður var ég búinn að hafa mörg orð um mannkosti Lilju og kalla hana frábæra eins og alltaf þegar ég tala um hana. Þau orð hafa hins vegar ekki verið birt. Fram hafði farið löng umræða um Framsóknarflokkinn og að mennirnir sem stjórnuðu þeim flokki létu Lilju ekki njóta sannmælis, þeir létu hana draga vagninn í kosningabaráttunni en virtu hana ekki sem skyldi. Allir eru meðvitaðir um hversu mikið álit ég hef á Lilju enda hef ég leitast við að undanskilja hana í gagnrýni á ríkisstjórnina. Fyrir vikið hef ég verið sagður hlífa henni um of og að ég léti hana spila með mig um leið og hún spilaði á framsóknarmennina. Í einkasamtalinu sem tekið var upp og dreift er sótt að mér fyrir að halda hlífiskildi yfir Lilju. Þar tek ég undir að henni sé ekki treystandi pólitískt. Nýlegir atburðir höfðu áhrif það. Ég nefni einnig að ég geti sjálfum mér um kennt sem vísar til þess að ég hafi með skipan hennar rétt Framsóknarflokknum líflínu. Því miður atyrti ég ekki menn sem notuðu ljót orð í æsingi og skammast mín mikið fyrir það. Ég vona þó að einhverjir hafi skilning á því að þegar maður heyrir óþægilega eða grófa hluti eru náttúrulegu viðbrögðin oft þau að láta eins og þeir hafi ekki verið sagðir eða hlægja vandræðalega. Það að hafa í einkasamtali sagt um annan stjórnmálamann í öðrum flokki að ekki væri hægt að treysta honum pólitískt og viðurkenna að viðkomandi hefði spilað með mig réttlætir vonandi ekki slíkan stimpil. Með því er ég ekki að afsaka með neinum hætti þær umræður sem urðu þetta kvöld og ég get ekki lýst því hversu miður mín ég er yfir þeim og þeirri atburðarás sem hefur orðið. Lilju Alfreðsdóttur óska ég alls hins besta hér eftir sem hingað til. Mér þykir mjög vænt um hana og ber mikla virðingu fyrir henni sem manneskju og stjórnmálamanni.“Lilju Alfreðsdóttur tók ég eftir á menntaskólaárunum í MR og þótti þá strax mikið til hennar koma en kynntist henni ekki... Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Thursday, December 6, 2018 Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur svarað Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, en viðtal við Lilju í Kastljósi í gærkvöldi hefur vakið gríðarlega athygli. Ef marka má pistillinn, sem hann birtir á Facebooksíðu sinni nú fyrir skömmu, telur hann sig fremur grátt leikinn. Í pistlinum segir hann meðal annars. „Ég hef verið kallaður fleiri ljótum nöfnum en ég hef tölu á. Ég minnist þess hins vegar ekki að hafa áður verið kallaður ofbeldismaður. Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið,“ og er þá að vísa til orða Lilju. Pistilinn allan má lesa í viðhengi hér neðar en hann hefst á því að Sigmundur lýsir því þá er hann tók fyrst eftir Lilju, á menntaskólaárunum í MR. „Og þótti þá strax mikið til hennar koma en kynntist henni ekki almennilega fyrr en árið 2009 þegar hún reyndist mér vel í formannskjöri í Framsóknarflokknum.“Pistil Sigmundar má sjá í heild hér að neðan:„Lilju Alfreðsdóttur tók ég eftir á menntaskólaárunum í MR og þótti þá strax mikið til hennar koma en kynntist henni ekki almennilega fyrr en árið 2009 þegar hún reyndist mér vel í formannskjöri í Framsóknarflokknum. Lilja er klár, hrífandi og dugleg manneskja og hef ég aldrei farið leynt með þá skoðun mína á henni við nokkurn mann. Við unnum náið og vel saman. Eitt af því sem gerði samstarf okkar farsælt er að við erum að mörgu leyti ólík. Hún er skipulögð, ég er það síður, hún hefur afburðagóða samskiptahæfni á meðan ég er heldur feiminn að eðlisfari og í hreinskilni sagt, á köflum klaufalegur í samskiptum. Það að vera fyrrum forsætisráðherra og formaður flokks á Alþingi gerir engan fullkominn, því fer fjarri. Ég er fyrst og fremst mannlegur og þarf að takast á að við eigin galla á hverjum degi með það að eilífðarmarkmiði að læra af reynslunni, draga úr göllunum og auka við kostina. Lilja er vinur minn og það sem hefur reynst mér erfiðast við þau mál sem hafa verið til umræðu að undanförnu var að særa vini mína. Ég skil því vel reiði Lilju. Ég hef verið kallaður fleiri ljótum nöfnum en ég hef tölu á. Ég minnist þess hins vegar ekki að hafa áður verið kallaur ofbeldismaður. Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið. Mér þótti líka leitt að sjá Lilju halda því fram að ég hefði ekki haft samband við hana. Ég sendi henni skeyti með afsökunarbeiðni til að reyna að koma á samskiptum. Þegar ekki barst svar við því bað ég aðra manneskju að láta hana vita hvernig mér liði vegna þess sem gerst hefði og að mig langaði að hitta hana. Hún afþakkaði það boð að sinni. Ég var vitaskuld miður mín yfir þessu öllu og vildi tala við Lilju um það beint, enda var mitt að gera það. Auk þess að ítreka afsökunarbeiðni hefði ég viljað segja Lilju betur frá heildarmynd samræðnanna þetta kvöld. Því miður hafa bútar verið klipptir úr upptökunum á þann hátt að heildarmynd og samhengi riðlast. Það á meðal annars við um þann þátt sem snýr að Lilju. Áður var ég búinn að hafa mörg orð um mannkosti Lilju og kalla hana frábæra eins og alltaf þegar ég tala um hana. Þau orð hafa hins vegar ekki verið birt. Fram hafði farið löng umræða um Framsóknarflokkinn og að mennirnir sem stjórnuðu þeim flokki létu Lilju ekki njóta sannmælis, þeir létu hana draga vagninn í kosningabaráttunni en virtu hana ekki sem skyldi. Allir eru meðvitaðir um hversu mikið álit ég hef á Lilju enda hef ég leitast við að undanskilja hana í gagnrýni á ríkisstjórnina. Fyrir vikið hef ég verið sagður hlífa henni um of og að ég léti hana spila með mig um leið og hún spilaði á framsóknarmennina. Í einkasamtalinu sem tekið var upp og dreift er sótt að mér fyrir að halda hlífiskildi yfir Lilju. Þar tek ég undir að henni sé ekki treystandi pólitískt. Nýlegir atburðir höfðu áhrif það. Ég nefni einnig að ég geti sjálfum mér um kennt sem vísar til þess að ég hafi með skipan hennar rétt Framsóknarflokknum líflínu. Því miður atyrti ég ekki menn sem notuðu ljót orð í æsingi og skammast mín mikið fyrir það. Ég vona þó að einhverjir hafi skilning á því að þegar maður heyrir óþægilega eða grófa hluti eru náttúrulegu viðbrögðin oft þau að láta eins og þeir hafi ekki verið sagðir eða hlægja vandræðalega. Það að hafa í einkasamtali sagt um annan stjórnmálamann í öðrum flokki að ekki væri hægt að treysta honum pólitískt og viðurkenna að viðkomandi hefði spilað með mig réttlætir vonandi ekki slíkan stimpil. Með því er ég ekki að afsaka með neinum hætti þær umræður sem urðu þetta kvöld og ég get ekki lýst því hversu miður mín ég er yfir þeim og þeirri atburðarás sem hefur orðið. Lilju Alfreðsdóttur óska ég alls hins besta hér eftir sem hingað til. Mér þykir mjög vænt um hana og ber mikla virðingu fyrir henni sem manneskju og stjórnmálamanni.“Lilju Alfreðsdóttur tók ég eftir á menntaskólaárunum í MR og þótti þá strax mikið til hennar koma en kynntist henni ekki... Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Thursday, December 6, 2018
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15