Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. desember 2018 14:05 Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. Það rann upp fyrir henni á mótmælunum að hún sjálf tilheyrði þeim samfélagshópum sem ummæli þingmannanna beindust helst gegn; konum, fötluðum og hinsegin fólki. Bára greindi frá þessu í viðtali í þjóðmálaþætti Stöðvar 2 Víglínunni.Vildi leiðrétta rangfærslur Báru fannst mikilvægt að leiðrétta rangfærslur sem hafa verið uppi í umræðunni með því að stíga fram. Uppljóstrarinn hefði hvorki verið með hlerunarbúnað né væri um samsæri að ræða gegn þingmönnunum. Henni fannst skipta máli að fólk væri meðvitað um að sú sem tók upp væri manneskja sem orðin beindust með óbeinum hætti gegn og blöskraði framferði þingmannanna. Báru þótti auk þess óþægilegt að fela sig því hún sé alls ekki vön því. Hún er með opið Snapchat þar sem hún hleypir fjölda fólks inn í líf sitt og fræðir um sinn „ósýnilega sjúkdóm“ og líf sitt sem öryrki og hinsegin manneskja. Henni finnst hún ekki hafa brotið af sér þó hún viðurkenni að hafa vissulega brotið gegn norminu. Þóttist lesa ferðamannabækling Bára var nýbúin að hitta vini sína sem eru útlendingar en voru í heimsókn á Íslandi. Á Klausturbar hafði hún meðferðis bæklinga um innanlandsferðir og vinsæla ferðamannastaði. Fyrst þegar hún tók eftir látunum í þingmönnunum sem sátu að sumbli voru þeir að tala um „einhverja kerlingu“ sem þeim fannst hafa haft sig of mikið í frammi í umræðu um fjárlögin. Bára ákvað að taka samtalið upp til þess eins að geta hlustað sjálf á ummælin því hana blöskraði svo tal þingmannanna. Þrátt fyrir að Bára hafi einungis ætlað sér að taka örstutt upp fór það þannig að upptakan varð tæpar fjórar klukkustundir að lengd því þingmennirnir létu ekki af særandi orðræðu sinni. „Svo voru einhver ummæli sem ég væri til í að borga mikil fyrir að muna hver voru sem gerðu það að verkum að ég kveikti á upptöku því ég var bara, getur verið að ég sé að heyra rétt? – en ég heyri ekki mjög vel – þannig að ég ákvað að taka upp og hlusta á aftur og svo fór þetta af stað og ég hætti bara ekkert að taka upp.“ Bára ákvað því að doka við og þóttist vera að lesa ferðamannabæklingana og hripaði eitthvað niður á meðan hún sperrti eyrun og hlustaði á tal þingmannanna. „Ég er orðin einstaklega fróð um hvaða ferðir eru í boði fyrir fólk,“ segir Bára og skellir upp úr.Báru sárnaði ummælin sem þingmennirnir létu falla í garð kvenna, fatlaðra og hinsegin fólks.Vísir/ArnarSárnaði ummælin Hún segist hafa verið rosalega stressuð og í heillöngu „hneyksliskasti“ á meðan á samtali þingmannanna stóð. Bára sagðist þá einnig hafa verið sár yfir því að hegðunin væri í raun eitthvað sem valdafólki þætti sjálfsagt að hafa í frammi á almannafæri. Það hafi valdið henni miklum vonbrigðum að heyra þingmennina tala sem þessum hætti því hún vissi að þeir sætu í nefndum og byggju til reglur sem vörðuðu hana beint. „Það vildi bara svo til að manneskjan á næsta borði var sú sem hefur skipt þetta fólk minnstu máli, miðað við talsmátann,“ segir Bára. Þingmenn Flokks fólksins hafi ekki farið snemma af fundinum Bára segir að þingmennirnir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, áður þingmenn Flokks fólksins, hefðu ekki farið snemma af fundinum, það hafi ekki verið fyrr en undir lok fundarins sem þeir hafi yfirgefið barinn. „Þeir sátu þarna allan þennan tíma og ég veit ekki hvort þeir hafi viljandi haft sig til hlés að einhverju leyti en í hvert skipti sem þú segir ekki neitt þá ertu að samþykkja eitthvað.“ Ekki hrædd við lögsóknir Bára segist aðspurð ekki vera hrædd við að þingmennirnir fari í mál við hana á grundvelli persónuverndarsjónarmiða. Hún veltir því fyrir sér hvort þeir ætli sér að taka af henni; hundinn eða orðsporið því hún sé öryrki sem hafi lítið á milli handanna. „Það var nauðsynlegt að koma þessu á framfæri og ef ég á að fara á sakaskrá fyrir eitthvað þá held ég ekki að þetta sé það versta sem ég gæti gert.“ Bára segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hún verði vitni að særandi tali í garð öryrkja og kvenna af hálfu þingmanna. Viðkvæðið sé oft þannig að konur séu of háværar og að troða sér inn á annarra manna svið og að öryrkjar séu einskis virði. Þá þykir henni það afar særandi þegar stjórnmálamenn etji hennar samfélagshópi, öryrkjum, á móti útlendingum „og öðrum sem hafa það alveg jafn slæmt og maður sjálfur.“ Mættu ekki nota málið í pólitískum tilgangi Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs voru gestir Heimis Más Péturssonar í fyrri hluta þáttarins. Þorsteinn sagði að ummæli sexmenninganna á Klaustri hefðu slest á allt þingið og virðingu þess. Miklu máli skipti fyrir virðingu Alþingis að tekið væri á máli þeirra af festu og það leitt til lykta fyrir siðanefnd. Rósa Björk sagðist vera ánægð með að siðanefndarferlið hafi verið til staðar. Þingmenn hafi getað beint athugasemdum sínum þangað. Hún varaði einnig við gríðarlegri freistingu sem væri til staðar að málið væri nýtt í pólitískum tilgangi. Þingmenn yrðu að passa sig á því þar sem það myndi gjaldfella það sem málið snerist raunverulega um; siðferði og ábyrgð.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Viðbrögðin við fréttum sem byggja á upptökum Báru hafa fært henni nýja trú á samfélagið. 7. desember 2018 16:59 Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28 Vilja losna við sexmenningana en grípa ekki til neinna aðgerða Af þeim sem tóku afstöðu vilja nánast allir alþingismenn að sexmenningarnir á Klaustri taki pokann sinn. Aðeins einn þingmaður segist telja að þau eigi að segja af sér. Andrúmsloftið á Alþingi er sagt vera þrúgandi. 7. desember 2018 06:00 Stuðningsyfirlýsingar til Báru hrannast upp á Facebook Sólveig Anna er klökk svo mikið finnst henni til uppljóstrana Báru Halldórsdóttur koma. 7. desember 2018 10:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. Það rann upp fyrir henni á mótmælunum að hún sjálf tilheyrði þeim samfélagshópum sem ummæli þingmannanna beindust helst gegn; konum, fötluðum og hinsegin fólki. Bára greindi frá þessu í viðtali í þjóðmálaþætti Stöðvar 2 Víglínunni.Vildi leiðrétta rangfærslur Báru fannst mikilvægt að leiðrétta rangfærslur sem hafa verið uppi í umræðunni með því að stíga fram. Uppljóstrarinn hefði hvorki verið með hlerunarbúnað né væri um samsæri að ræða gegn þingmönnunum. Henni fannst skipta máli að fólk væri meðvitað um að sú sem tók upp væri manneskja sem orðin beindust með óbeinum hætti gegn og blöskraði framferði þingmannanna. Báru þótti auk þess óþægilegt að fela sig því hún sé alls ekki vön því. Hún er með opið Snapchat þar sem hún hleypir fjölda fólks inn í líf sitt og fræðir um sinn „ósýnilega sjúkdóm“ og líf sitt sem öryrki og hinsegin manneskja. Henni finnst hún ekki hafa brotið af sér þó hún viðurkenni að hafa vissulega brotið gegn norminu. Þóttist lesa ferðamannabækling Bára var nýbúin að hitta vini sína sem eru útlendingar en voru í heimsókn á Íslandi. Á Klausturbar hafði hún meðferðis bæklinga um innanlandsferðir og vinsæla ferðamannastaði. Fyrst þegar hún tók eftir látunum í þingmönnunum sem sátu að sumbli voru þeir að tala um „einhverja kerlingu“ sem þeim fannst hafa haft sig of mikið í frammi í umræðu um fjárlögin. Bára ákvað að taka samtalið upp til þess eins að geta hlustað sjálf á ummælin því hana blöskraði svo tal þingmannanna. Þrátt fyrir að Bára hafi einungis ætlað sér að taka örstutt upp fór það þannig að upptakan varð tæpar fjórar klukkustundir að lengd því þingmennirnir létu ekki af særandi orðræðu sinni. „Svo voru einhver ummæli sem ég væri til í að borga mikil fyrir að muna hver voru sem gerðu það að verkum að ég kveikti á upptöku því ég var bara, getur verið að ég sé að heyra rétt? – en ég heyri ekki mjög vel – þannig að ég ákvað að taka upp og hlusta á aftur og svo fór þetta af stað og ég hætti bara ekkert að taka upp.“ Bára ákvað því að doka við og þóttist vera að lesa ferðamannabæklingana og hripaði eitthvað niður á meðan hún sperrti eyrun og hlustaði á tal þingmannanna. „Ég er orðin einstaklega fróð um hvaða ferðir eru í boði fyrir fólk,“ segir Bára og skellir upp úr.Báru sárnaði ummælin sem þingmennirnir létu falla í garð kvenna, fatlaðra og hinsegin fólks.Vísir/ArnarSárnaði ummælin Hún segist hafa verið rosalega stressuð og í heillöngu „hneyksliskasti“ á meðan á samtali þingmannanna stóð. Bára sagðist þá einnig hafa verið sár yfir því að hegðunin væri í raun eitthvað sem valdafólki þætti sjálfsagt að hafa í frammi á almannafæri. Það hafi valdið henni miklum vonbrigðum að heyra þingmennina tala sem þessum hætti því hún vissi að þeir sætu í nefndum og byggju til reglur sem vörðuðu hana beint. „Það vildi bara svo til að manneskjan á næsta borði var sú sem hefur skipt þetta fólk minnstu máli, miðað við talsmátann,“ segir Bára. Þingmenn Flokks fólksins hafi ekki farið snemma af fundinum Bára segir að þingmennirnir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, áður þingmenn Flokks fólksins, hefðu ekki farið snemma af fundinum, það hafi ekki verið fyrr en undir lok fundarins sem þeir hafi yfirgefið barinn. „Þeir sátu þarna allan þennan tíma og ég veit ekki hvort þeir hafi viljandi haft sig til hlés að einhverju leyti en í hvert skipti sem þú segir ekki neitt þá ertu að samþykkja eitthvað.“ Ekki hrædd við lögsóknir Bára segist aðspurð ekki vera hrædd við að þingmennirnir fari í mál við hana á grundvelli persónuverndarsjónarmiða. Hún veltir því fyrir sér hvort þeir ætli sér að taka af henni; hundinn eða orðsporið því hún sé öryrki sem hafi lítið á milli handanna. „Það var nauðsynlegt að koma þessu á framfæri og ef ég á að fara á sakaskrá fyrir eitthvað þá held ég ekki að þetta sé það versta sem ég gæti gert.“ Bára segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hún verði vitni að særandi tali í garð öryrkja og kvenna af hálfu þingmanna. Viðkvæðið sé oft þannig að konur séu of háværar og að troða sér inn á annarra manna svið og að öryrkjar séu einskis virði. Þá þykir henni það afar særandi þegar stjórnmálamenn etji hennar samfélagshópi, öryrkjum, á móti útlendingum „og öðrum sem hafa það alveg jafn slæmt og maður sjálfur.“ Mættu ekki nota málið í pólitískum tilgangi Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs voru gestir Heimis Más Péturssonar í fyrri hluta þáttarins. Þorsteinn sagði að ummæli sexmenninganna á Klaustri hefðu slest á allt þingið og virðingu þess. Miklu máli skipti fyrir virðingu Alþingis að tekið væri á máli þeirra af festu og það leitt til lykta fyrir siðanefnd. Rósa Björk sagðist vera ánægð með að siðanefndarferlið hafi verið til staðar. Þingmenn hafi getað beint athugasemdum sínum þangað. Hún varaði einnig við gríðarlegri freistingu sem væri til staðar að málið væri nýtt í pólitískum tilgangi. Þingmenn yrðu að passa sig á því þar sem það myndi gjaldfella það sem málið snerist raunverulega um; siðferði og ábyrgð.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Viðbrögðin við fréttum sem byggja á upptökum Báru hafa fært henni nýja trú á samfélagið. 7. desember 2018 16:59 Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28 Vilja losna við sexmenningana en grípa ekki til neinna aðgerða Af þeim sem tóku afstöðu vilja nánast allir alþingismenn að sexmenningarnir á Klaustri taki pokann sinn. Aðeins einn þingmaður segist telja að þau eigi að segja af sér. Andrúmsloftið á Alþingi er sagt vera þrúgandi. 7. desember 2018 06:00 Stuðningsyfirlýsingar til Báru hrannast upp á Facebook Sólveig Anna er klökk svo mikið finnst henni til uppljóstrana Báru Halldórsdóttur koma. 7. desember 2018 10:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Viðbrögðin við fréttum sem byggja á upptökum Báru hafa fært henni nýja trú á samfélagið. 7. desember 2018 16:59
Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28
Vilja losna við sexmenningana en grípa ekki til neinna aðgerða Af þeim sem tóku afstöðu vilja nánast allir alþingismenn að sexmenningarnir á Klaustri taki pokann sinn. Aðeins einn þingmaður segist telja að þau eigi að segja af sér. Andrúmsloftið á Alþingi er sagt vera þrúgandi. 7. desember 2018 06:00
Stuðningsyfirlýsingar til Báru hrannast upp á Facebook Sólveig Anna er klökk svo mikið finnst henni til uppljóstrana Báru Halldórsdóttur koma. 7. desember 2018 10:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent