Snjó gæti leyst hratt fyrir norðan með hlýindakafla Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2018 12:02 Snjó kyngdi niður á Akureyri um síðustu helgi. Lítið verður væntanlega eftir af honum um miðja vikuna. Vísir/Tryggvi Páll Miklar leysingar gæti gert á Akureyri og við Eyjafjörð þar sem mikill snjór er þegar verulega hlýnar í veðri frá og með morgundeginum. Hitinn sums staðar við utanverðan Eyjafjörð gæti farið upp í allt að tólf til þrettán gráður, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hlýna á í veðri strax annað kvöld og á hlýindakaflinn að vara fram á miðvikudag. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, segir að frostlaust verði við Eyjafjörð strax um klukkan fjögur eða fimm síðdegis á morgun. Um tveggja stiga frost er nú á Akureyri og mældust þar um áttatíu sentímetrar af snjó í morgun eftir mikla snjókomu um síðustu helgi. Snjódýptarmet á Akureyri í desember var slegið á mánudagsmorgun þegar hann mældist 105 sentímetrar. „Snjórinn mun sjatna talsvert. Það er spurning hvort að það fari eitthvað að flæða um götur og í kjallara. Það er kannski það sem maður hefur helst áhyggjur af,“ segir Þorsteinn um hlýindin sem framundan eru. Hitinn og vindur muni bræða snjóinn hratt en á móti komi að úrkoma sem fylgir hvassviðri sem er spáð á morgun nái lítið norður á land. Þorsteinn segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort að gefin verði út viðvörun vegna leysinga fyrir norðan. „Það verður örugglega lítill snjór eftir hlýindakaflann,“ segir hann.Snjór og hríð á heiðum á morgun Hitinn inn til landsins verður lægri en gæti þó náð sjö til tíu stigum. Þorsteinn telur að á þriðjudag verði orðið frostlaust á öllu landinu fyrir utan hæstu tinda á hálendinu. Vaxandi suðaustanátt á morgun fylgir hins vegar snjór og hríðaveður á heiðum eins og Hellisheiði og Þrengslum um tíma. Gular viðvaranir vegna þess eru í gildi. Úrkoman þróist síðan í slyddu og rigningu. Þorsteinn segir að djúpar lægðir fyrir vestan og suðvestan landið og hæðahryggur yfir Bretlandi hjálpi til að beina hlýju lofti sem á ættir sínar að rekja langt suður í lönd hingað norður á bóginn. Búast megi við því að hlýtt verði miðað við árstíma víðsvegar fram á næstu helgi. Þegar líði á desember kólni væntanlega í veðri. Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Miklar leysingar gæti gert á Akureyri og við Eyjafjörð þar sem mikill snjór er þegar verulega hlýnar í veðri frá og með morgundeginum. Hitinn sums staðar við utanverðan Eyjafjörð gæti farið upp í allt að tólf til þrettán gráður, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hlýna á í veðri strax annað kvöld og á hlýindakaflinn að vara fram á miðvikudag. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, segir að frostlaust verði við Eyjafjörð strax um klukkan fjögur eða fimm síðdegis á morgun. Um tveggja stiga frost er nú á Akureyri og mældust þar um áttatíu sentímetrar af snjó í morgun eftir mikla snjókomu um síðustu helgi. Snjódýptarmet á Akureyri í desember var slegið á mánudagsmorgun þegar hann mældist 105 sentímetrar. „Snjórinn mun sjatna talsvert. Það er spurning hvort að það fari eitthvað að flæða um götur og í kjallara. Það er kannski það sem maður hefur helst áhyggjur af,“ segir Þorsteinn um hlýindin sem framundan eru. Hitinn og vindur muni bræða snjóinn hratt en á móti komi að úrkoma sem fylgir hvassviðri sem er spáð á morgun nái lítið norður á land. Þorsteinn segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort að gefin verði út viðvörun vegna leysinga fyrir norðan. „Það verður örugglega lítill snjór eftir hlýindakaflann,“ segir hann.Snjór og hríð á heiðum á morgun Hitinn inn til landsins verður lægri en gæti þó náð sjö til tíu stigum. Þorsteinn telur að á þriðjudag verði orðið frostlaust á öllu landinu fyrir utan hæstu tinda á hálendinu. Vaxandi suðaustanátt á morgun fylgir hins vegar snjór og hríðaveður á heiðum eins og Hellisheiði og Þrengslum um tíma. Gular viðvaranir vegna þess eru í gildi. Úrkoman þróist síðan í slyddu og rigningu. Þorsteinn segir að djúpar lægðir fyrir vestan og suðvestan landið og hæðahryggur yfir Bretlandi hjálpi til að beina hlýju lofti sem á ættir sínar að rekja langt suður í lönd hingað norður á bóginn. Búast megi við því að hlýtt verði miðað við árstíma víðsvegar fram á næstu helgi. Þegar líði á desember kólni væntanlega í veðri.
Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira