Birgitta styrkir stöðu sína á bóksölulistanum Jakob Bjarnar skrifar 30. nóvember 2018 09:23 Bryndís Loftsdóttir segir ljóst að mikil umræða sem varð um bók Birgittu Haukdal í síðustu viku hafi ekki komið niður á sölu bóka hennar, nema síður sé. visir/birgitta Nýr bóksölulisti liggur fyrir, sá 2. í röðinni fyrir þessi jólin. Þau Arnaldur og Yrsa sitja áfram á toppi Bóksölulista vikunnar. En það sem vekur sérstaka athygli er að Birgitta Haukdal styrkir stöðu sína á sölulistum. „Bókin sem alls óvænt hefur stolið athyglinni á liðnum dögum, Lára fer til læknis eftir Birgittu Haukdal, hefur tekið góðan kipp, fer nú úr 19. sæti aðallistans upp í 11. sæti og situr jafnframt í 4. sæti barnabókalistans. Það er því ekki hægt að segja að umræðan hafi neikvæð áhrif á söluna,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Fíbút. Hún hjálpar Vísi að rýní í listana og benda á það sem markvert má heita. Á toppi barnabókalistans trónir Ævar Þór Benediktsson með Þitt eigið tímaferðalag en sér við hlið í 2. sæti listans er Gunnar Helgason með Sigga sítrónu en þeir Ævar og Gunnar hafa leitt barnabókalistann á undanförnum árum og skipst á að verma toppsætið. Á þeim lista er Birgitta hins vegar með þrjár bækur.Glæpasagnahöfundarnir halda sínu og má nú tala um þríeyki á bóksölulistanum. Arnaldur, Yrsa og Ragnar.Það sem hins vegar liggur fyrir er að glæpasögurnar halda sínu. Arnaldur getur jafnframt státað að því að vera kominn í fyrsta sæti uppsafnaða listans sem þýðir að bókin hans, Stúlkan hjá brúnni, er orðin söluhæsta bók ársins eftir innan við mánuði í sölu, að sögn Bryndísar. Og Brúðan, bók Yrsu, sem kom nokkru eftir bók Arnaldar, er einnig komin inn á listann yfir mest seldu bækur ársins og situr þar í fjórða sæti þessa vikuna.Glæpasagnaprinsinn styrkir stöðu sína „Ragnar Jónasson er heldur betur búinn að stimpla sig inn sem þriðja stoðin í íslenska glæpasagnagenginu. Þorpið hans er í þriðja sæti skáldverkalistans, á eftir Arnaldi og Yrsu sem þýðir að við erum með glæpasögur í þremur efstu sætum listans.“ Undanfarin ár höfum við mátt horfa á þau Arnald og Yrsu kljást á toppi lista, réttnefnd glæpasagnakonungur og drottning, en svo þeirri líkingu sé haldið til streitu er nú glæpasagnaprins kominn til skjalanna og er til alls líklegur.Óttar Sveinsson afhendir skipverjanum Guðmundi Arasyni eintök af nýjustu Útkallsbókinni, Þrekvirki í djúpinu, í Hveragerði á föstudag.Fréttablaðið/ErnirLíkt og síðast eru svo næst á lista rithöfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir með Ungfrú Ísland og Hallgrímur Helgason með Sextíu kíló af sólskini. Bryndís segir langt síðan hellst hafa yfir okkur jafn sterk skáldsagnajól og alveg öruggt að mörg þeirra verka sem nú líta dagsins ljós eiga eftir að birtast í ótal þýðingum um allan heim á næstu árum.Óttar er hástökkvarinn „Hástökkvari vikunnar er Útkall – Þrekvirki í djúpinu eftir Óttar Sveinsson. Ég held að ég fari rétt með, að þetta sé 25. útkallsbókin, sú fyrsta kom út árið 1994 og nefndist Útkall Alfa TF-Sif. Allar hafa bækur Óttars ratað á metsölulista fyrir jól og hann því sannkrýndur metsöluhöfundur,“ segir Bryndís og vitnar í fréttatilkynningu um fyrstu bókina. „Þar kemur fram að hún hafi kostað 2.980 krónur þegar hún kom út eða sem svarar ríflega 8.000 krónur miðað við uppreiknað verðlag. Nýju bókina má hins vegar fá á undir 6.000 kr. sem sýnir glöggt að bækur hafa ekki haldið í við verðlag og í raun lækkað nokkuð á liðnum áratugum.“ Þá er vert að benda á það að Þórður Snær má heldur betur vel við una. Blaðamannsbók, eða non fiction-bók hans Kaupthinking er í 8. sæti aðallistans og líkast til er það með því allra besta sem sést hefur í sölu bóka af því tagi.Ævisögurnar sterkar í ár Þá liggur fyrir að Ásdís Halla mun gera gott mót og jafnvel svo að hún nái að velgja glæpasagnahöfundum undir uggum. „Ásdís Halla hendist áfram upp listann, hún var í 11. sæti í síðustu viku en er nú í fjórða sæti aðallistans og aftur á toppi ævisagnalistans. Þar á hún einnig, aðra vikuna í röð, bókina í 10. sæti, Tvísögu, sem kom út í fyrra.“Aron Einar Gunnarsson fótboltakappi. Enginn byrjendabragur er á honum í bókaútgáfunni.vísir/vilhelmAron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði telst til nýliða í jólabókaflóðinu en það er aldeilis enginn byrjendabragur á honum, Aron – sagan mín fer beinustu leið í 2. sæti ævisagnalistans. Henny Hermanns stekkur einnig beint í þriðja sæti ævisagnalistans, Margrét Blöndal skráir sögu hennar en hún var einmitt höfundur ævisögu Ellyjar Vilhjálmsdóttur sem kom út árið 2012 og var endurútgefin í kilju árið 2017 í tengslum við uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á Elly. Kannski Henny verði næst á svið? Topplistinn - söluhæstu titlar Bóksölulistans dagana 21.-27. nóvember Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir Þorpið - Ragnar Jónasson Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson Siggi sítróna - Gunnar Helgason Kaupthinking - Þórður Snær Júlíusson Hvolparnir bjarga jólunum - Hvolpasveitin Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir Lára fer til læknis - Birgitta Haukdal Orri óstöðvandi - Bjarni Fritzson Beint í ofninn - Nanna Rögnvaldardóttir Aron - sagan mí - Aron Einar Gunnarsson og Einar LövdahlSextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason Afmæli hjá Láru - Birgitta Haukdal Jólaföndur – Unga ástin mín Fíasól gefst aldrei upp - Kristín Helga GunnarsdóttirHenny Hermanns – Vertu stillt! - Margrét Blöndal Krýsuvík - Stefán Máni Íslensk skáldverk Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir Þorpið - Ragnar Jónasson Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason Krýsuvík - Stefán Máni Lifandilífslækur - Bergsveinn Birgisson Svik - Lilja Sigurðardóttir Stormfuglar - Einar Kárason Ástin, Texas - Guðrún Eva Mínervudóttir Þýdd skáldverk Jól í Litla bakaríinu við Strandgötu - Jenny Colgan Dag einn í desember - Joise Silver Galdra-Manga - Tapio Koivukari Afhjúpun Ólivers - Liz Nugent Saga tveggja borga - Charles Dickens Etýður í snjó - Yoko Tawada Lífið heldur áfram - Winne Li Sænsk gúmmístígvél - Henning Mankell Becombergageðsjúkrahúsið - Sara Stridsberg Litla bakaríið við Strandgötu - Jenny Colgan Ljóð Vammfirring - Þórarinn Eldjárn Haustaugu - Hannes Pétursson Hryggdýr - Sigurbjörg Þrastardóttir Hjarta landsins - Ómar Ragnarsson Vetrarland - Valdimar Tómasson Skuggaveiði - Sindri Freysson Sálumessa - Gerður Kristný Smáa letrið - Linda Vilhjálmsdóttir Að ljóði muntu verða - Steinunn Sigurðardóttir Rof - Bubbi Morthens Barnabækur - skáldverk Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson Siggi sítróna - Gunnar Helgason Hvolparnir bjarga jólunum - Hvolpasveitin Lára fer til læknis - Birgitta Haukdal Orri óstöðvandi - Bjarni Fritzson Afmæli hjá Láru - Birgitta Haukdal Fíasól gefst aldrei upp - Kristín Helga GunnarsdóttirJól með Láru - Birgitta Haukdal Miðnæturgengið - David Walliams Jólalögin okkar - Ýmsir - Jón Ólafsson Barna- og ungmennafræði- og handbækur Jólaföndur - Unga ástin mín 13 þrautir jólasveinanna: Óþekktarormar - Huginn Þór Grétarsson Fótboltaspurningar 2018 - Bjarni Þór Guðjónsson Spurningabókin 2018 - Guðjón Ingi Eiríksson Settu saman allan heiminn - Leon Gray Stóra fótboltabókin með Gumma Ben - Guðmundur BenediktssonSteindi í orlofi - Steinþór Hróar Steinþórsson Mandala- töfrandi táknmyndir - Setberg Brandarar og gátur 3 - Huginn Þór Grétarsson Gátur og meiri gátur - Eggert Ísólfsson Ungmennabækur Ljónið - Hildur Knútsdóttir Hyldýpið - Camilla Sten & Viveca Sten Sölvasaga Daníelssonar - Arnar Már Arngrímsson Pax- Níðstöngin - Åsa Larsson & Ingela Korsell Rotturnar - Ragnheiður Eyjólfsdóttir Vítisvélar - Philip Reeve Bækur duftsins - Villimærin fagra - Philip Pullman Hvísl hrafnanna 2 - Malene Sølvsten Ætíðarþjófurinn - Clive Barker Hvísl hrafnanna 1 - Malene Sølvsten Fræði og almennt efni Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson Kaupthinking - Þórður Snær Júlíusson Beint í ofninn - Nanna Rögnvaldardóttir Flóra Íslands - Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg, Þóra Ellen Þórhallsdóttir Hvað er í matinn? - Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir Prjónað af ást - Lene Holme Samsöe Ekki misskilja mig vitlaust! - Guðjón Ingi Eiríksson Hjarta Íslands - Gunnsteinn Ólafsson og Páll StefánssonHvítabirnir á Íslandi - Rósa Rut Þórisdóttir Laggó! : Gamansögur af íslenskum sjómönnum - Guðjón Ingi Eiríksson Ævisögur Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir Aron - sagan mín - Aron Einar Gunnarsson og Einar LövdahlHenny Hermanns – Vertu stillt! - Margrét Blöndal Skúli fógeti - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Hasim - Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Níu líf Gísla Steingrímssonar - Sigmundur Ernir RúnarssonPQ-17 skipalestin - Kolbrún Albertsdóttir Nú brosir nóttin - æviminningar Guðmundar Einarssonar - Theódór Gunnlaugsson Ærumissir - Davíð Logi Sigurðsson Tvísaga - Ásdís Halla Bragadóttir Uppsafnað frá áramótum - söluhæstu bækurnar frá 1. janúar 2018 Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Þorsti - Jo Nesbø Sumar í Litla bakaríinu við Strandgötu - Jenny ColganBrúðan - Yrsa Sigurðardóttir Ofurhetjuvíddin - Ævar Þór Benediktsson Marrið í stiganum - Eva Björg Ægisdóttir Uppgjör - Lee Child Uppruni - Dan Brown Vegahandbókin 2018 - Steindór Steindórsson Stormfuglar - Einar Kárason Bókmenntir Tengdar fréttir Nýr bóksölulisti: Birgitta með tvær bækur á aðallista Barnabækur einkennandi fyrir nýjan bóksölulista. 22. nóvember 2018 15:18 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Nýr bóksölulisti liggur fyrir, sá 2. í röðinni fyrir þessi jólin. Þau Arnaldur og Yrsa sitja áfram á toppi Bóksölulista vikunnar. En það sem vekur sérstaka athygli er að Birgitta Haukdal styrkir stöðu sína á sölulistum. „Bókin sem alls óvænt hefur stolið athyglinni á liðnum dögum, Lára fer til læknis eftir Birgittu Haukdal, hefur tekið góðan kipp, fer nú úr 19. sæti aðallistans upp í 11. sæti og situr jafnframt í 4. sæti barnabókalistans. Það er því ekki hægt að segja að umræðan hafi neikvæð áhrif á söluna,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Fíbút. Hún hjálpar Vísi að rýní í listana og benda á það sem markvert má heita. Á toppi barnabókalistans trónir Ævar Þór Benediktsson með Þitt eigið tímaferðalag en sér við hlið í 2. sæti listans er Gunnar Helgason með Sigga sítrónu en þeir Ævar og Gunnar hafa leitt barnabókalistann á undanförnum árum og skipst á að verma toppsætið. Á þeim lista er Birgitta hins vegar með þrjár bækur.Glæpasagnahöfundarnir halda sínu og má nú tala um þríeyki á bóksölulistanum. Arnaldur, Yrsa og Ragnar.Það sem hins vegar liggur fyrir er að glæpasögurnar halda sínu. Arnaldur getur jafnframt státað að því að vera kominn í fyrsta sæti uppsafnaða listans sem þýðir að bókin hans, Stúlkan hjá brúnni, er orðin söluhæsta bók ársins eftir innan við mánuði í sölu, að sögn Bryndísar. Og Brúðan, bók Yrsu, sem kom nokkru eftir bók Arnaldar, er einnig komin inn á listann yfir mest seldu bækur ársins og situr þar í fjórða sæti þessa vikuna.Glæpasagnaprinsinn styrkir stöðu sína „Ragnar Jónasson er heldur betur búinn að stimpla sig inn sem þriðja stoðin í íslenska glæpasagnagenginu. Þorpið hans er í þriðja sæti skáldverkalistans, á eftir Arnaldi og Yrsu sem þýðir að við erum með glæpasögur í þremur efstu sætum listans.“ Undanfarin ár höfum við mátt horfa á þau Arnald og Yrsu kljást á toppi lista, réttnefnd glæpasagnakonungur og drottning, en svo þeirri líkingu sé haldið til streitu er nú glæpasagnaprins kominn til skjalanna og er til alls líklegur.Óttar Sveinsson afhendir skipverjanum Guðmundi Arasyni eintök af nýjustu Útkallsbókinni, Þrekvirki í djúpinu, í Hveragerði á föstudag.Fréttablaðið/ErnirLíkt og síðast eru svo næst á lista rithöfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir með Ungfrú Ísland og Hallgrímur Helgason með Sextíu kíló af sólskini. Bryndís segir langt síðan hellst hafa yfir okkur jafn sterk skáldsagnajól og alveg öruggt að mörg þeirra verka sem nú líta dagsins ljós eiga eftir að birtast í ótal þýðingum um allan heim á næstu árum.Óttar er hástökkvarinn „Hástökkvari vikunnar er Útkall – Þrekvirki í djúpinu eftir Óttar Sveinsson. Ég held að ég fari rétt með, að þetta sé 25. útkallsbókin, sú fyrsta kom út árið 1994 og nefndist Útkall Alfa TF-Sif. Allar hafa bækur Óttars ratað á metsölulista fyrir jól og hann því sannkrýndur metsöluhöfundur,“ segir Bryndís og vitnar í fréttatilkynningu um fyrstu bókina. „Þar kemur fram að hún hafi kostað 2.980 krónur þegar hún kom út eða sem svarar ríflega 8.000 krónur miðað við uppreiknað verðlag. Nýju bókina má hins vegar fá á undir 6.000 kr. sem sýnir glöggt að bækur hafa ekki haldið í við verðlag og í raun lækkað nokkuð á liðnum áratugum.“ Þá er vert að benda á það að Þórður Snær má heldur betur vel við una. Blaðamannsbók, eða non fiction-bók hans Kaupthinking er í 8. sæti aðallistans og líkast til er það með því allra besta sem sést hefur í sölu bóka af því tagi.Ævisögurnar sterkar í ár Þá liggur fyrir að Ásdís Halla mun gera gott mót og jafnvel svo að hún nái að velgja glæpasagnahöfundum undir uggum. „Ásdís Halla hendist áfram upp listann, hún var í 11. sæti í síðustu viku en er nú í fjórða sæti aðallistans og aftur á toppi ævisagnalistans. Þar á hún einnig, aðra vikuna í röð, bókina í 10. sæti, Tvísögu, sem kom út í fyrra.“Aron Einar Gunnarsson fótboltakappi. Enginn byrjendabragur er á honum í bókaútgáfunni.vísir/vilhelmAron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði telst til nýliða í jólabókaflóðinu en það er aldeilis enginn byrjendabragur á honum, Aron – sagan mín fer beinustu leið í 2. sæti ævisagnalistans. Henny Hermanns stekkur einnig beint í þriðja sæti ævisagnalistans, Margrét Blöndal skráir sögu hennar en hún var einmitt höfundur ævisögu Ellyjar Vilhjálmsdóttur sem kom út árið 2012 og var endurútgefin í kilju árið 2017 í tengslum við uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á Elly. Kannski Henny verði næst á svið? Topplistinn - söluhæstu titlar Bóksölulistans dagana 21.-27. nóvember Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir Þorpið - Ragnar Jónasson Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson Siggi sítróna - Gunnar Helgason Kaupthinking - Þórður Snær Júlíusson Hvolparnir bjarga jólunum - Hvolpasveitin Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir Lára fer til læknis - Birgitta Haukdal Orri óstöðvandi - Bjarni Fritzson Beint í ofninn - Nanna Rögnvaldardóttir Aron - sagan mí - Aron Einar Gunnarsson og Einar LövdahlSextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason Afmæli hjá Láru - Birgitta Haukdal Jólaföndur – Unga ástin mín Fíasól gefst aldrei upp - Kristín Helga GunnarsdóttirHenny Hermanns – Vertu stillt! - Margrét Blöndal Krýsuvík - Stefán Máni Íslensk skáldverk Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir Þorpið - Ragnar Jónasson Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason Krýsuvík - Stefán Máni Lifandilífslækur - Bergsveinn Birgisson Svik - Lilja Sigurðardóttir Stormfuglar - Einar Kárason Ástin, Texas - Guðrún Eva Mínervudóttir Þýdd skáldverk Jól í Litla bakaríinu við Strandgötu - Jenny Colgan Dag einn í desember - Joise Silver Galdra-Manga - Tapio Koivukari Afhjúpun Ólivers - Liz Nugent Saga tveggja borga - Charles Dickens Etýður í snjó - Yoko Tawada Lífið heldur áfram - Winne Li Sænsk gúmmístígvél - Henning Mankell Becombergageðsjúkrahúsið - Sara Stridsberg Litla bakaríið við Strandgötu - Jenny Colgan Ljóð Vammfirring - Þórarinn Eldjárn Haustaugu - Hannes Pétursson Hryggdýr - Sigurbjörg Þrastardóttir Hjarta landsins - Ómar Ragnarsson Vetrarland - Valdimar Tómasson Skuggaveiði - Sindri Freysson Sálumessa - Gerður Kristný Smáa letrið - Linda Vilhjálmsdóttir Að ljóði muntu verða - Steinunn Sigurðardóttir Rof - Bubbi Morthens Barnabækur - skáldverk Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson Siggi sítróna - Gunnar Helgason Hvolparnir bjarga jólunum - Hvolpasveitin Lára fer til læknis - Birgitta Haukdal Orri óstöðvandi - Bjarni Fritzson Afmæli hjá Láru - Birgitta Haukdal Fíasól gefst aldrei upp - Kristín Helga GunnarsdóttirJól með Láru - Birgitta Haukdal Miðnæturgengið - David Walliams Jólalögin okkar - Ýmsir - Jón Ólafsson Barna- og ungmennafræði- og handbækur Jólaföndur - Unga ástin mín 13 þrautir jólasveinanna: Óþekktarormar - Huginn Þór Grétarsson Fótboltaspurningar 2018 - Bjarni Þór Guðjónsson Spurningabókin 2018 - Guðjón Ingi Eiríksson Settu saman allan heiminn - Leon Gray Stóra fótboltabókin með Gumma Ben - Guðmundur BenediktssonSteindi í orlofi - Steinþór Hróar Steinþórsson Mandala- töfrandi táknmyndir - Setberg Brandarar og gátur 3 - Huginn Þór Grétarsson Gátur og meiri gátur - Eggert Ísólfsson Ungmennabækur Ljónið - Hildur Knútsdóttir Hyldýpið - Camilla Sten & Viveca Sten Sölvasaga Daníelssonar - Arnar Már Arngrímsson Pax- Níðstöngin - Åsa Larsson & Ingela Korsell Rotturnar - Ragnheiður Eyjólfsdóttir Vítisvélar - Philip Reeve Bækur duftsins - Villimærin fagra - Philip Pullman Hvísl hrafnanna 2 - Malene Sølvsten Ætíðarþjófurinn - Clive Barker Hvísl hrafnanna 1 - Malene Sølvsten Fræði og almennt efni Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson Kaupthinking - Þórður Snær Júlíusson Beint í ofninn - Nanna Rögnvaldardóttir Flóra Íslands - Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg, Þóra Ellen Þórhallsdóttir Hvað er í matinn? - Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir Prjónað af ást - Lene Holme Samsöe Ekki misskilja mig vitlaust! - Guðjón Ingi Eiríksson Hjarta Íslands - Gunnsteinn Ólafsson og Páll StefánssonHvítabirnir á Íslandi - Rósa Rut Þórisdóttir Laggó! : Gamansögur af íslenskum sjómönnum - Guðjón Ingi Eiríksson Ævisögur Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir Aron - sagan mín - Aron Einar Gunnarsson og Einar LövdahlHenny Hermanns – Vertu stillt! - Margrét Blöndal Skúli fógeti - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Hasim - Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Níu líf Gísla Steingrímssonar - Sigmundur Ernir RúnarssonPQ-17 skipalestin - Kolbrún Albertsdóttir Nú brosir nóttin - æviminningar Guðmundar Einarssonar - Theódór Gunnlaugsson Ærumissir - Davíð Logi Sigurðsson Tvísaga - Ásdís Halla Bragadóttir Uppsafnað frá áramótum - söluhæstu bækurnar frá 1. janúar 2018 Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Þorsti - Jo Nesbø Sumar í Litla bakaríinu við Strandgötu - Jenny ColganBrúðan - Yrsa Sigurðardóttir Ofurhetjuvíddin - Ævar Þór Benediktsson Marrið í stiganum - Eva Björg Ægisdóttir Uppgjör - Lee Child Uppruni - Dan Brown Vegahandbókin 2018 - Steindór Steindórsson Stormfuglar - Einar Kárason
Bókmenntir Tengdar fréttir Nýr bóksölulisti: Birgitta með tvær bækur á aðallista Barnabækur einkennandi fyrir nýjan bóksölulista. 22. nóvember 2018 15:18 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Nýr bóksölulisti: Birgitta með tvær bækur á aðallista Barnabækur einkennandi fyrir nýjan bóksölulista. 22. nóvember 2018 15:18