Viðskipti erlent

Nasa boðar ítarlega rannsókn á Space X vegna hegðunar Musk

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Elon Musk.
Elon Musk. Getty/Mario Tama
Nasa, Geimferðastofnun Bandaríkjanna, hefur ákveðið að hefja umfangsmikla rannsókn á öryggismenningu innan SpaceX og Boeing, fyrirtækjanna sem hafa samið við Nasa um að fljúga mönnuðum geimförum á vegum stofnunarinnar út í geim. Rannsóknin er rakin til hegðunar Elon Musk, forstjóra Space X, að undanförnu.

Washington Post greinir frá og segir að rannsóknin muni hefjast á næsta ári. Markmið hennar sé að rannsaka „allt það sem geti ógnað öryggi“ innan fyrirtækjanna. Árið 2014 samdi Nasa við SpaceX og Boeing um þróa mönnuð geimför og vonir standa til að fyrirtækin geti hafið prófanir á geimförunum á næsta ári.

Hefur blaðið eftir þremur heimildarmönnum að háttsettir yfirmenn hjá Nasa hafi áhyggjur af því að milljarðamæringurinn Musk hafi reykt kannabisvindil í beinni útsendingu vefþáttar grínistans Joe Rogan á dögunum. Því hafi þeir farið fram á stofnunin myndi rannsaka öryggismenningu fyrirtækjanna. 

Um það bil svona lítur mannað geimfar SpaceX út.Getty/David McNew

Efast ekki um tæknilega getu fyrirtækjanna en vilja tryggja öryggi

Í viðtali við Post segir Willian Gerstenmaier, aðstoðardeildarstjóri mannaðs geimflugs hjá Nasa, að rannsókninni sé ekki ætlað að athuga hvort að fyrirtækin hafi tæknilegu getu til þess að smíða geimför sem getið komið geimförum út í geim, heldur öryggishlið fyrirtækjanna og viðhorfi yfirmanna og starfsmanna til öryggis á vinnustaðnum.

Vinnutími starfsmanna, stefna fyrirtækjanna varðandi fíkniefna- og lyfjanotkun og stjórnunarstíll yfirmanna verður á meðal þess sem rannsókninni er ætlað að ná til og segir Gerstenmaier að rannsóknin verði ítarleg. Hún muni fela í sér viðtöl við hundruð starfsmanna fyrirtækjanna tveggja.

Elon Musk, forstjóri og stofnandi SpaceX.AP/Chris Carlson

Erfitt ár fyrir Musk

Þrátt fyrir að gengið hafi ágætlega hjá SpaceX að undanförnu hefur árið 2018 ekki verið neitt sérstaklega gott fyrir Musk sem ítrekað hefur komist í fréttir fyrir undarlega hegðun sína að undanförnu.

Hefur hann verið sakaður um að tísta undir áhrifum eiturlyfja er hann sagðist vera tilbúinn til þess að taka bílafyrirtæli sitt Tesla af markaði og bjóða 420 dollara fyrir hvern hlut. Talan 420 er sérstakur kóði fyrir kannabisneyslu vestanhafs og víðar.

Þá hefur söngkonan Azelia Banks haldið því fram að Musk hafi verið undir áhrifum LSD þegar hann sendi þessi tilteknu skilaboð.

Auk þess hafa deilur Musk og ástralska kafarans Vern Unsworth rataði í fréttirnar eftir að Musk kallaði kafarann barnaperra. Unsworth var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna sem festur í helli þar í landi í sumar. Musk dró ummæli sín til baka eftir að Unsworth hótaði honum lögsókn.

Musk virðist þó enn vera á þeirri skoðun að kafarinn sé barnaníðingur, þrátt fyrir að ekkert hafi komið fram sem renni stoðum undir þá fullyrðingu.


Tengdar fréttir

Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu

Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×