Lyktarvandamál kísilvers vegna óstöðugleika í ofni Sighvatur Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 20:36 Íbúafundur stendur yfir í Hljómahöll í Reykjanesbæ vegna kísilvers í Helguvík. Örn Steinar Sigurðsson frá Verkís fer yfir breytingar sem gera á. Vísir/Sighvatur Vandamál vegna lyktar frá kísilverinu í Helguvík tengdust óstöðguleika í rekstri ofnsins, tíðum stoppum á framleiðslu versins og of lágu hitastigi á ofninum. Þetta kom fram í kynningu Arnar Steinars Sigurðssonar frá Verkís á íbúafundi sem nú stendur yfir í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á fundinum er farið yfir þær breytingar sem á að gera á verksmiðjunni sem missti starfsleyfi sitt 1. september á síðasta ári vegna vandamála vegna loftgæða, ófullnægjandi meðhöndlunar hráefna, frágangs á lóð og fleiri atriða.Tom Arild OlsenVísir/SighvaturÖrn Steinar sagði að breytingar yrðu gerðar á ofni verksmiðjunnar. Meðal annars ætti að skipta um fóðringu hans en grunur leikur á að hún hafi verið gölluð. Hann segir að áhersla verði lögð á loftgæði vegna reksturs verksmiðjunnar.Norskur ráðgjafi ósáttur við verksmiðjuna Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult, segir að allt of oft hefði ofn verksmiðjunnar verið stöðvaður og ræstur á ný með tilheyrandi mengun. „Við vorum ekki hrifin af því sem við sáum í verksmiðjunni,“ sagði Tom í framsögu sinni á íbúafundinum í Reykjanesbæ í kvöld. Tom kynnti niðurstöður lyktarmælinga sem leiða í ljós að á þeim tímabilum sem rekstur verksmiðjunnar var óstöðugur bárust fleiri tilkynningar um lykt. Í máli Tom kom fram að nauðsynlegt væri að tryggja stöðugan og eðlilegan rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík til að minnka mengun frá henni. Fækka þyrfti ofnstoppum verulega, stytta tíma sem það tekur fyrir ofninn að ná fullu álagi eftir skipulögð ofnstopp, ásamt því sem gera þyrfti breytingar á ofninum og ýmsum búnaði. United Silicon Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Vandamál vegna lyktar frá kísilverinu í Helguvík tengdust óstöðguleika í rekstri ofnsins, tíðum stoppum á framleiðslu versins og of lágu hitastigi á ofninum. Þetta kom fram í kynningu Arnar Steinars Sigurðssonar frá Verkís á íbúafundi sem nú stendur yfir í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á fundinum er farið yfir þær breytingar sem á að gera á verksmiðjunni sem missti starfsleyfi sitt 1. september á síðasta ári vegna vandamála vegna loftgæða, ófullnægjandi meðhöndlunar hráefna, frágangs á lóð og fleiri atriða.Tom Arild OlsenVísir/SighvaturÖrn Steinar sagði að breytingar yrðu gerðar á ofni verksmiðjunnar. Meðal annars ætti að skipta um fóðringu hans en grunur leikur á að hún hafi verið gölluð. Hann segir að áhersla verði lögð á loftgæði vegna reksturs verksmiðjunnar.Norskur ráðgjafi ósáttur við verksmiðjuna Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult, segir að allt of oft hefði ofn verksmiðjunnar verið stöðvaður og ræstur á ný með tilheyrandi mengun. „Við vorum ekki hrifin af því sem við sáum í verksmiðjunni,“ sagði Tom í framsögu sinni á íbúafundinum í Reykjanesbæ í kvöld. Tom kynnti niðurstöður lyktarmælinga sem leiða í ljós að á þeim tímabilum sem rekstur verksmiðjunnar var óstöðugur bárust fleiri tilkynningar um lykt. Í máli Tom kom fram að nauðsynlegt væri að tryggja stöðugan og eðlilegan rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík til að minnka mengun frá henni. Fækka þyrfti ofnstoppum verulega, stytta tíma sem það tekur fyrir ofninn að ná fullu álagi eftir skipulögð ofnstopp, ásamt því sem gera þyrfti breytingar á ofninum og ýmsum búnaði.
United Silicon Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira