Reyna að stilla til friðar á milli Tyrkja og sýrlenskra Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2018 23:41 James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. EPA/JIM LO SCALZO Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. Báðir aðilar eru bandamenn Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa staðið við bakið á Kúrdum og arabískum bandamönnum þeirra í samtökunum Syrian Democratic Forces, eða SDF, gegn vígamönnum Íslamska ríkisins og Tyrkir eru bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í kvöld að markmiðið væri að tryggja að ekki hægi á baráttunni gegn ISIS vegna spennunnar á svæðinu. SDF tilkynnti fyrr í nóvember að hlé yrði gert á aðgerðum gegn ISIS eftir að Tyrkir gerðu stórskotaliðsárásir á stöðvar SDF í norðurhluta Sýrlands. Ráðherrann sagði einnig að Tyrkjum yrði gert ljóst hvar eftirlitsstöðvar þessar yrðu staðsettar, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Tyrkir hafa lengi verið verulega ósáttir við að Bandaríkin hafi aðstoðað SDF og sýrlenska Kúrda en ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, lítur á Kúrda sem hryðjuverkamenn og segir þá starfa með Verkamannaflokki Kúrda sem hefur háð áratugalanga sjálfstæðisbaráttu í austurhluta Tyrklands. Tyrkir hafa gert tvær innrásir í Sýrland til að herja á sýrlenska Kúrda. Í fyrra skiptið réðust þeir inn á yfirráðasvæði ISIS-liða í norðurhluta landsins til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu að sameina tvö yfirráðasvæði sín í Sýrlandi. Stórt svæði sem þeir stjórna í norðausturhluta landsins og Afrin-hérað í norðvesturhluta Sýrlands. Seinni innrásin var svo gerð inn í Afrin-hérað sjálft, sem var eingöngu undir stjórn sýrlenskra Kúrda og kom ekki að yfirráðasvæði SDF og baráttunni gegn ISIS með beinum hætti. Héraðinu er nú stjórnað af uppreisnarmönnum sem Tyrkir hafa stutt við bakið á. SDF stjórnar borginni Manbij og hefur Erdogan ítrekað hótað því að reka sýrlenska Kúrda þaðan og austur yfir efratána. Bandaríkin og Frakkland hafa sent hermenn til borgarinnar til að koma í veg fyrir árás Tyrkja. Bandaríkin Mið-Austurlönd NATO Sýrland Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. Báðir aðilar eru bandamenn Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa staðið við bakið á Kúrdum og arabískum bandamönnum þeirra í samtökunum Syrian Democratic Forces, eða SDF, gegn vígamönnum Íslamska ríkisins og Tyrkir eru bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í kvöld að markmiðið væri að tryggja að ekki hægi á baráttunni gegn ISIS vegna spennunnar á svæðinu. SDF tilkynnti fyrr í nóvember að hlé yrði gert á aðgerðum gegn ISIS eftir að Tyrkir gerðu stórskotaliðsárásir á stöðvar SDF í norðurhluta Sýrlands. Ráðherrann sagði einnig að Tyrkjum yrði gert ljóst hvar eftirlitsstöðvar þessar yrðu staðsettar, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Tyrkir hafa lengi verið verulega ósáttir við að Bandaríkin hafi aðstoðað SDF og sýrlenska Kúrda en ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, lítur á Kúrda sem hryðjuverkamenn og segir þá starfa með Verkamannaflokki Kúrda sem hefur háð áratugalanga sjálfstæðisbaráttu í austurhluta Tyrklands. Tyrkir hafa gert tvær innrásir í Sýrland til að herja á sýrlenska Kúrda. Í fyrra skiptið réðust þeir inn á yfirráðasvæði ISIS-liða í norðurhluta landsins til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu að sameina tvö yfirráðasvæði sín í Sýrlandi. Stórt svæði sem þeir stjórna í norðausturhluta landsins og Afrin-hérað í norðvesturhluta Sýrlands. Seinni innrásin var svo gerð inn í Afrin-hérað sjálft, sem var eingöngu undir stjórn sýrlenskra Kúrda og kom ekki að yfirráðasvæði SDF og baráttunni gegn ISIS með beinum hætti. Héraðinu er nú stjórnað af uppreisnarmönnum sem Tyrkir hafa stutt við bakið á. SDF stjórnar borginni Manbij og hefur Erdogan ítrekað hótað því að reka sýrlenska Kúrda þaðan og austur yfir efratána. Bandaríkin og Frakkland hafa sent hermenn til borgarinnar til að koma í veg fyrir árás Tyrkja.
Bandaríkin Mið-Austurlönd NATO Sýrland Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira