Segir Ísland eitt fárra ríkja sem veki athygli á ástandinu í Jemen Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 22. nóvember 2018 19:30 „Ég held að þetta sé versta staka mannúðarkrísa í heiminum í dag,“ segir Atli Viðar Thorsteinsen, sviðsstjóri hjá Rauða Krossinum á Íslandi, um borgarastyrjöldina í Jemen og afleiðingar hennar. Styrjöldin hefur geisað í þrjú ár. Þúsundir hafa týnt lífi og rúmlega þrjár milljónir misst heimili sín. Í gær greindu samtökin Save the Children frá því að þau telji að um 85 þúsund börn hafi látið lífið vegna vannæringar í Jemen og Sameinuðu Þjóðirnar áætla að um 1.3 milljónir barna búi við alvarlega vannæringu. „Þetta eru fyrst og fremst óbreyttir borgarar sem eru að þjást,“ segir Atli Viðar. „Það eru börn undir fimm ára aldri, eldra fólk og þeir sem eiga undir högg að sækja almennt.“Læknir mælir hendina á stúlku. Save the Children áætla að um 85 þúsund börn hafi dáið vegna vannæringar í Jemen.AP/Hani MohammadÞað kunna að fara fram friðarviðræður síðar á árinu í Stokkhólmi. Atli Viðar segir óvíst hvort að þær fari fram og hverjir taki þátt í þeim. Hvort að það verði bara uppreisnarmenn Húta og Jemensk stjórnvöld eða hvort að stærri veldi komi einnig að borðinu. „Þetta eru ofsalega flókin átök og það er ekki fyrirséð að þeim ljúki í bráð því miður.“ Íslenska utanríkisráðuneytið tilkynnti í síðustu viku um 100 milljón króna framlag vegna neyðarástandsins í Jemen. Atli Viðar segir íslensk stjórnvöld standa sig vel miðað við önnur ríki í að vekja athygli á hörmungunum. „Eina lausnin er í raun pólitísk lausn. Þar koma íslensk stjórnvöld inn og hafa rödd,“ segir hann. „Það má raunverulega segja íslenskum stjórnvöldum það til hróss að þau hafa tekið upp málstað hins almenna Jemena og rætt ástandið á alþjóðavettvangi. Það hefur utanríkisráðherra sjálfur gert og utanríkisþjónustan öll, því miður eitt fárra ríkja. Þarna sannast það að Ísland hefur rödd og það væri gaman að sjá Ísland beita þessari rödd enn frekar og fengið fleiri ríki í lið með sér til að beita sér fyrir því að þessari styrjöld ljúki sem allra fyrst.“Liðsmenn Jemenska stjórnarhersins á leið til Hodaydah til að berjast við uppreisnarmenn. Megnið af hjálpargögnum sem koma til Jemen fara um höfnina í Hodaydah.EPA/StringerRauði Krossinn á Íslandi hefur beitt sér á átakasvæðinu sjálfu en nokkrir sendifulltrúar hafa farið héðan til að sinna verkefnum tengdum Jemen. „Við höfum verið með þrjá sendifulltrúa í Jemen,“ segir Atli Viðar. „Tveir fóru til Jemen og sá þriðji í nágrannaríki að hlúa að starfsfólki Rauða Krossins sem kemur til baka.“ Hann segir að varla sé hægt að ímynda sér meira krefjandi stað til að starfa á í dag. Sendifulltrúar Rauða Krossins hafi til dæmis fundið fyrir átökunum frá fyrstu hendi. „Þau voru lokuð niðri í byrgi í nokkra daga á meðan átök gengur yfir. Þetta eru mjög hættulegar aðstæður. Til marks um það hafa fallið tólf starfsmenn jemenska Rauða Hálfmánans og starfsmenn Rauða Krossins í þessum átökum“Neyðarsöfnun Rauða Krossins vegna hörmungana í Jemen stendur yfir. Ef fólk sendir smáskilaboðin HJALP í síma 1900 veitir það málstaðnum 2900 krónur. Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Talið að 85 þúsund börn hafi dáið úr næringarskorti í Jemen Talið er að um 85 þúsund börn undir fimm ára aldri hafi dáið úr næringarskorti í Jemen síðustu þrjú ár. 21. nóvember 2018 07:26 Vannærð börnin hafa tæpast kraft til að anda „Það þarf að koma á friði í Jemen,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Hvergi í heiminum er neyðin jafn mikil og þörfin fyrir mannúðaraðstoð jafn brýn. 15. nóvember 2018 15:15 „Jemen er helvíti á jörðu fyrir börn“ Óttast er að þær meiriháttar mannúðarhörmungar sem dunið hafa á Jemenum muni magnast enn frekar nái átök stríðandi fylkinga í Jemen að hafnarborginni Hodeida. 16. nóvember 2018 06:45 Utanríkisráðuneytið veitir hundrað milljónum til neyðaraðstoðar í Jemen Utanríkisráðuneyti Íslands mun verja eitt hundrað milljónum króna til neyðaraðstoðar í Jemen. Þetta ákvað Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 16. nóvember 2018 18:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
„Ég held að þetta sé versta staka mannúðarkrísa í heiminum í dag,“ segir Atli Viðar Thorsteinsen, sviðsstjóri hjá Rauða Krossinum á Íslandi, um borgarastyrjöldina í Jemen og afleiðingar hennar. Styrjöldin hefur geisað í þrjú ár. Þúsundir hafa týnt lífi og rúmlega þrjár milljónir misst heimili sín. Í gær greindu samtökin Save the Children frá því að þau telji að um 85 þúsund börn hafi látið lífið vegna vannæringar í Jemen og Sameinuðu Þjóðirnar áætla að um 1.3 milljónir barna búi við alvarlega vannæringu. „Þetta eru fyrst og fremst óbreyttir borgarar sem eru að þjást,“ segir Atli Viðar. „Það eru börn undir fimm ára aldri, eldra fólk og þeir sem eiga undir högg að sækja almennt.“Læknir mælir hendina á stúlku. Save the Children áætla að um 85 þúsund börn hafi dáið vegna vannæringar í Jemen.AP/Hani MohammadÞað kunna að fara fram friðarviðræður síðar á árinu í Stokkhólmi. Atli Viðar segir óvíst hvort að þær fari fram og hverjir taki þátt í þeim. Hvort að það verði bara uppreisnarmenn Húta og Jemensk stjórnvöld eða hvort að stærri veldi komi einnig að borðinu. „Þetta eru ofsalega flókin átök og það er ekki fyrirséð að þeim ljúki í bráð því miður.“ Íslenska utanríkisráðuneytið tilkynnti í síðustu viku um 100 milljón króna framlag vegna neyðarástandsins í Jemen. Atli Viðar segir íslensk stjórnvöld standa sig vel miðað við önnur ríki í að vekja athygli á hörmungunum. „Eina lausnin er í raun pólitísk lausn. Þar koma íslensk stjórnvöld inn og hafa rödd,“ segir hann. „Það má raunverulega segja íslenskum stjórnvöldum það til hróss að þau hafa tekið upp málstað hins almenna Jemena og rætt ástandið á alþjóðavettvangi. Það hefur utanríkisráðherra sjálfur gert og utanríkisþjónustan öll, því miður eitt fárra ríkja. Þarna sannast það að Ísland hefur rödd og það væri gaman að sjá Ísland beita þessari rödd enn frekar og fengið fleiri ríki í lið með sér til að beita sér fyrir því að þessari styrjöld ljúki sem allra fyrst.“Liðsmenn Jemenska stjórnarhersins á leið til Hodaydah til að berjast við uppreisnarmenn. Megnið af hjálpargögnum sem koma til Jemen fara um höfnina í Hodaydah.EPA/StringerRauði Krossinn á Íslandi hefur beitt sér á átakasvæðinu sjálfu en nokkrir sendifulltrúar hafa farið héðan til að sinna verkefnum tengdum Jemen. „Við höfum verið með þrjá sendifulltrúa í Jemen,“ segir Atli Viðar. „Tveir fóru til Jemen og sá þriðji í nágrannaríki að hlúa að starfsfólki Rauða Krossins sem kemur til baka.“ Hann segir að varla sé hægt að ímynda sér meira krefjandi stað til að starfa á í dag. Sendifulltrúar Rauða Krossins hafi til dæmis fundið fyrir átökunum frá fyrstu hendi. „Þau voru lokuð niðri í byrgi í nokkra daga á meðan átök gengur yfir. Þetta eru mjög hættulegar aðstæður. Til marks um það hafa fallið tólf starfsmenn jemenska Rauða Hálfmánans og starfsmenn Rauða Krossins í þessum átökum“Neyðarsöfnun Rauða Krossins vegna hörmungana í Jemen stendur yfir. Ef fólk sendir smáskilaboðin HJALP í síma 1900 veitir það málstaðnum 2900 krónur.
Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Talið að 85 þúsund börn hafi dáið úr næringarskorti í Jemen Talið er að um 85 þúsund börn undir fimm ára aldri hafi dáið úr næringarskorti í Jemen síðustu þrjú ár. 21. nóvember 2018 07:26 Vannærð börnin hafa tæpast kraft til að anda „Það þarf að koma á friði í Jemen,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Hvergi í heiminum er neyðin jafn mikil og þörfin fyrir mannúðaraðstoð jafn brýn. 15. nóvember 2018 15:15 „Jemen er helvíti á jörðu fyrir börn“ Óttast er að þær meiriháttar mannúðarhörmungar sem dunið hafa á Jemenum muni magnast enn frekar nái átök stríðandi fylkinga í Jemen að hafnarborginni Hodeida. 16. nóvember 2018 06:45 Utanríkisráðuneytið veitir hundrað milljónum til neyðaraðstoðar í Jemen Utanríkisráðuneyti Íslands mun verja eitt hundrað milljónum króna til neyðaraðstoðar í Jemen. Þetta ákvað Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 16. nóvember 2018 18:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Talið að 85 þúsund börn hafi dáið úr næringarskorti í Jemen Talið er að um 85 þúsund börn undir fimm ára aldri hafi dáið úr næringarskorti í Jemen síðustu þrjú ár. 21. nóvember 2018 07:26
Vannærð börnin hafa tæpast kraft til að anda „Það þarf að koma á friði í Jemen,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Hvergi í heiminum er neyðin jafn mikil og þörfin fyrir mannúðaraðstoð jafn brýn. 15. nóvember 2018 15:15
„Jemen er helvíti á jörðu fyrir börn“ Óttast er að þær meiriháttar mannúðarhörmungar sem dunið hafa á Jemenum muni magnast enn frekar nái átök stríðandi fylkinga í Jemen að hafnarborginni Hodeida. 16. nóvember 2018 06:45
Utanríkisráðuneytið veitir hundrað milljónum til neyðaraðstoðar í Jemen Utanríkisráðuneyti Íslands mun verja eitt hundrað milljónum króna til neyðaraðstoðar í Jemen. Þetta ákvað Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 16. nóvember 2018 18:55