Dótturfélag Icelandair kaupir meirihluta í Cabo Verde Airlines Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 22:06 Boeing 757 vél Loftfleidir Icelandic á Suðurskautinu. Ágúst Hákonarson Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur ásamt íslenskum fjárfestum lagt inn bindandi kauptilboð í 51% hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu flugfélagsins til Kauphallarinnar. Í ágúst 2017 gerðu Loftleiðir Icelandic samning við stjórnvöld á Grænhöfðaeyjum um endurskipulagningu Cabo Verde Airlines. Markmið samkomulagsins var jafnframt að styrkja alþjóðaflugvöllinn á Grænhöfðaeyjum, að byggja eyjarnar upp sem vænlegan áfangastað og að byggja upp tengiflugsbanka fyrir alþjóðaflug. Þá lá jafnframt fyrir að hugað væri að einkavæðingu félagsins. Cabo Verde Airlines hefur nú þegar rekstrarleyfi til að fljúga áætlunarflug til Evrópu og Bandaríkjanna.Kaupverðið trúnaðarmál Í tilkynningunni segir að kaupverðið á meirihluta í félaginu sé trúnaðarmál. Að hlutatil verður greitt fyrir félagið með þeirri vinnu sem starfsmenn Loftleiða Icelandic hafa þegar innt af hendi en kaupin fara fram í gegnum félagið Loftleiðir Cabo Verde. Loftleiðir Icelandic eiga 70% hlut í félaginu en aðrir hluthafar 30%. Kaupin hafa óveruleg áhrif á reikningsskil Icelandair Group samkvæmt tilkynningu þar sem Cabo Verde Airlines mun ekki verða hluti af samstæðureikningi Icelandair Group. Eignarhluturinn verður færður á meðal hlutdeildarfélaga. „Það felast í því mikil tækifæri fyrir Loftleiðir Icelandic að taka þátt í kaupum á meirihluta Cabo Verde Airlines þar sem búist er við mikilli fjölgun farþega í Afríku á næstu árum. Við höfum nú þegar komið að endurskipulagningu félagsins og rekstur Cabo Verde Airlines fellur vel að þeim verkefnum sem Loftleiðir Icelandic sinna víða um heim,“ segir Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic í tilkynningu. „Sú þekking og reynsla sem þegar er til staðar innan Loftleiða Icelandic og systurfélaga hefur nýst vel við endurskipulagningu félagsins og myndi nýtast áfram við frekari uppbyggingu. Þá væri möguleiki á að nýta flugvélar úr flota Icelandair Group og eftir atvikum áhafnir, líkt og gert er nú þegar. Við myndum jafnframt sækja frekar í reynslu Icelandair hvað varðar uppbyggingu tengiflugs. Í tilfelli Cabo Verde Airlines eru til staðar tækifæri fyrir vel skipulagt tengiflug á milli Evrópu og Suður Ameríku annars vegar og Vestur Afríku og Norður Ameríku hins vegar, ásamt Vestur Afríku og Evrópu. Staðsetning eyjanna er ákjósanleg fyrir slíka uppbyggingu.“ Fréttir af flugi Grænhöfðaeyjar Icelandair Tengdar fréttir Dótturfélag Icelandair íhugar kaup á tveimur flugfélögum Loftleiðir eru nú í viðræðum um kaup á stórum hlut í flugfélögum sem gera út frá eyjum í miðju Atlantshafi. 24. apríl 2018 08:34 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur ásamt íslenskum fjárfestum lagt inn bindandi kauptilboð í 51% hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu flugfélagsins til Kauphallarinnar. Í ágúst 2017 gerðu Loftleiðir Icelandic samning við stjórnvöld á Grænhöfðaeyjum um endurskipulagningu Cabo Verde Airlines. Markmið samkomulagsins var jafnframt að styrkja alþjóðaflugvöllinn á Grænhöfðaeyjum, að byggja eyjarnar upp sem vænlegan áfangastað og að byggja upp tengiflugsbanka fyrir alþjóðaflug. Þá lá jafnframt fyrir að hugað væri að einkavæðingu félagsins. Cabo Verde Airlines hefur nú þegar rekstrarleyfi til að fljúga áætlunarflug til Evrópu og Bandaríkjanna.Kaupverðið trúnaðarmál Í tilkynningunni segir að kaupverðið á meirihluta í félaginu sé trúnaðarmál. Að hlutatil verður greitt fyrir félagið með þeirri vinnu sem starfsmenn Loftleiða Icelandic hafa þegar innt af hendi en kaupin fara fram í gegnum félagið Loftleiðir Cabo Verde. Loftleiðir Icelandic eiga 70% hlut í félaginu en aðrir hluthafar 30%. Kaupin hafa óveruleg áhrif á reikningsskil Icelandair Group samkvæmt tilkynningu þar sem Cabo Verde Airlines mun ekki verða hluti af samstæðureikningi Icelandair Group. Eignarhluturinn verður færður á meðal hlutdeildarfélaga. „Það felast í því mikil tækifæri fyrir Loftleiðir Icelandic að taka þátt í kaupum á meirihluta Cabo Verde Airlines þar sem búist er við mikilli fjölgun farþega í Afríku á næstu árum. Við höfum nú þegar komið að endurskipulagningu félagsins og rekstur Cabo Verde Airlines fellur vel að þeim verkefnum sem Loftleiðir Icelandic sinna víða um heim,“ segir Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic í tilkynningu. „Sú þekking og reynsla sem þegar er til staðar innan Loftleiða Icelandic og systurfélaga hefur nýst vel við endurskipulagningu félagsins og myndi nýtast áfram við frekari uppbyggingu. Þá væri möguleiki á að nýta flugvélar úr flota Icelandair Group og eftir atvikum áhafnir, líkt og gert er nú þegar. Við myndum jafnframt sækja frekar í reynslu Icelandair hvað varðar uppbyggingu tengiflugs. Í tilfelli Cabo Verde Airlines eru til staðar tækifæri fyrir vel skipulagt tengiflug á milli Evrópu og Suður Ameríku annars vegar og Vestur Afríku og Norður Ameríku hins vegar, ásamt Vestur Afríku og Evrópu. Staðsetning eyjanna er ákjósanleg fyrir slíka uppbyggingu.“
Fréttir af flugi Grænhöfðaeyjar Icelandair Tengdar fréttir Dótturfélag Icelandair íhugar kaup á tveimur flugfélögum Loftleiðir eru nú í viðræðum um kaup á stórum hlut í flugfélögum sem gera út frá eyjum í miðju Atlantshafi. 24. apríl 2018 08:34 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Dótturfélag Icelandair íhugar kaup á tveimur flugfélögum Loftleiðir eru nú í viðræðum um kaup á stórum hlut í flugfélögum sem gera út frá eyjum í miðju Atlantshafi. 24. apríl 2018 08:34