Innlent

Hægur vindur, kalt og léttskýjað í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Frost verður á bilinu frá frostmarki til tíu stig.
Frost verður á bilinu frá frostmarki til tíu stig. vísir/hanna andrésdóttir
Veðurstofan spáir  hægum vindi og léttskýjuðu veðri í dag, austan átta til þrettán metrum á sekúndu og smáskúrum eða élum syðst á landinu.

Frost verður á bilinu frá frostmarki til tíu stig þar sem kaldast verður í innsveitum norðanlands. Þó verður allvíða frostlaust úti við sjóinn.

Á morgun er spáð austan kalda og stöku skúrum eða éljum á landinu sunnanverðu, hiti núll til fimm stig. Hægara veður verður norðantil, léttskýjað og áfram kalt. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Austan 3-10 og skýjað með köflum, en 10-15 og él syðst. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust við suðurströndina. 

Á miðvikudag: Gengur í norðaustan 10-18 m/s. Snjókoma eða él, en þurrt á S- og SV-landi. Frost víða 0 til 5 stig. 

Á fimmtudag og föstudag: Norðanátt og éljagangur, en þurrt á S- og V-landi. Kalt í veðri. 

Á laugardag: Útlit fyrir norðaustanátt með snjókomu eða éljum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×