Mikil hætta er á að loðdýrarækt leggist af í landinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. nóvember 2018 20:00 Loðdýrabændur standa frammi fyrir miklum erfiðleikum en svo gæti farið að loðdýrarækt leggist af í landinu komi ekki til stuðnings frá ríkisvaldinu. Ástæðan er hrun í skinnaverði og hátt gengi íslensku krónunnar. Bjarni Stefánsson og fjölskylda eru með stórt loðdýrabú í Túni í Flóahreppi, eða um tvö þúsund læður. Í dag eru 18 loðdýrabú í landinu. Rekstur þeirra allra er mjög erfiður og er útlit fyrir að búgreinin leggist af í landinu fái hún ekki utanaðkomandi aðstoð. Mikil offramleiðsla er á skinnum út um allan heim. „Til viðbótar er gengið mjög óhagstætt okkur og það er bara mjög erfiður rekstur. Þessi erfiði rekstur þýðir að það munu að óbreyttu margir hætta í þessari grein og bara veruleg hætta á því að greinin hreinlega leggjist af“, segir Bjarni. „Það eru mjög slæmar fréttir, sérstaklega kannski fyrir þjóðina í umhverfislegu tilliti þar sem að þessi grein er að vinna mjög mikið af lífrænum úrgangi sem annars þyrfti að urða“, bætir Bjarni við, en hér er hann meðal annars að vísa til skuldbindingar þjóðarinnar í loftlagsmálum. Átján loðdýrabú eru starfrækt á Íslandi.Magnús HlynurBjarni segir að loðdýrabændur þurfi um 300 milljóna króna stuðning frá ríkinu á næstu þremur árum til að fleyta þeim yfir erfiðasta hjallann hvort sem það er í formi lánagreiðslu eða beinum stuðningi. „Ég biðla bara til ríkisins eða samfélagsins um það að styðja okkur yfir þennan hjalla“, segir Bjarni. En hvað með hann sjálfan, ætlar hann að hætta rekstri eða halda áfram ? „Ég er nú ekki tilbúin til að gefast upp eða til þess að hætta en ég er auðvitað ekki einn í heiminum, það ræðast líka af öðrum því það er svo mikill sameiginlegur rekstur í þessu eins og fóðurgerðin sem er sameiginleg að miklu leyti og það er því kannski mjög erfitt fyrir mjög fáa að halda uppi greininni“. Flóahreppur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Loðdýrabændur standa frammi fyrir miklum erfiðleikum en svo gæti farið að loðdýrarækt leggist af í landinu komi ekki til stuðnings frá ríkisvaldinu. Ástæðan er hrun í skinnaverði og hátt gengi íslensku krónunnar. Bjarni Stefánsson og fjölskylda eru með stórt loðdýrabú í Túni í Flóahreppi, eða um tvö þúsund læður. Í dag eru 18 loðdýrabú í landinu. Rekstur þeirra allra er mjög erfiður og er útlit fyrir að búgreinin leggist af í landinu fái hún ekki utanaðkomandi aðstoð. Mikil offramleiðsla er á skinnum út um allan heim. „Til viðbótar er gengið mjög óhagstætt okkur og það er bara mjög erfiður rekstur. Þessi erfiði rekstur þýðir að það munu að óbreyttu margir hætta í þessari grein og bara veruleg hætta á því að greinin hreinlega leggjist af“, segir Bjarni. „Það eru mjög slæmar fréttir, sérstaklega kannski fyrir þjóðina í umhverfislegu tilliti þar sem að þessi grein er að vinna mjög mikið af lífrænum úrgangi sem annars þyrfti að urða“, bætir Bjarni við, en hér er hann meðal annars að vísa til skuldbindingar þjóðarinnar í loftlagsmálum. Átján loðdýrabú eru starfrækt á Íslandi.Magnús HlynurBjarni segir að loðdýrabændur þurfi um 300 milljóna króna stuðning frá ríkinu á næstu þremur árum til að fleyta þeim yfir erfiðasta hjallann hvort sem það er í formi lánagreiðslu eða beinum stuðningi. „Ég biðla bara til ríkisins eða samfélagsins um það að styðja okkur yfir þennan hjalla“, segir Bjarni. En hvað með hann sjálfan, ætlar hann að hætta rekstri eða halda áfram ? „Ég er nú ekki tilbúin til að gefast upp eða til þess að hætta en ég er auðvitað ekki einn í heiminum, það ræðast líka af öðrum því það er svo mikill sameiginlegur rekstur í þessu eins og fóðurgerðin sem er sameiginleg að miklu leyti og það er því kannski mjög erfitt fyrir mjög fáa að halda uppi greininni“.
Flóahreppur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira