Innlent

Tillögum skilað fyrir einu og hálfu ári en aldrei nýttar

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. FRÉTTABLAÐIÐ/Eyþór
Settur hefur verið á fót sérstakur átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Var þetta ákveðið á samráðsfundi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins.

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gerði skipan hópsins að umtalsefni á Alþingi í gær. Hann sagði það fagnaðarefni að ríkisstjórnin hefði áttað sig á vandanum. Hins vegar hefði síðasta ríkisstjórn skipað starfshóp um vandann sem hefði skilað ágætum tillögum fyrir einu og hálfu ári.

„Það verður hins vegar ekki séð að þessi ríkisstjórn hafi gert nokkuð með þær tillögur.“

Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, verða formenn hópsins sem einnig skipa þrír fulltrúar frá ríki, tveir frá sveitarfélögum og þrír frá aðilum vinnumarkaðar.

Er hópnum ætlað að hafa samráð við aðra starfshópa um húsnæðismál og kynna heildstæða lausn á viðfangsefnum sínum fyrir stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðar eigi síðar en 20. janúar næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×