Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 82-79 | Nýliðarnir setjast á toppinn Gabríel Sighvatsson skrifar 28. nóvember 2018 22:15 KR-ingar eru að gera gott mót. fréttablaðið/sigtryggur ari KR og Valur mættust í hörkuspennandi viðureign í Dominos-deild kvenna í kvöld. Fyrir leikinn var KR í toppbaráttu og hafði möguleika á að taka sér stöðu á toppi deildarinnar. Valur sat í 5. sæti og þurfti sigur til að halda í við toppliðin. Leikurinn byrjaði vel fyrir KR sem var yfir með 9 stigum eftir fyrsta leikhluta. Valsstúlkur áttu þá eftir að koma sterkar til baka og virtist sem liðin ætluðu að skiptast á að spila vel eða illa milli leikhluta. Í öðrum leikhluta kom Valur til baka og átti 10-0 kafla og voru allt í einu komnar yfir í leiknum. Liðin fylgtust að það sem eftir lifði leiks og var engan veginn hægt að spá fyrir um hvernig leikurinn myndi fara. Í hálfleik hafði KR örlítið forskot en náði að auka það talsvert í þriðja leikhluta. Undir lok leiks náði Valur aftur góðum kafla og þær voru yfir 66-65 þegar 5 mínútur voru eftir. Þegar tvær mínútur voru eftir setti KR þrjú stig í einu, Orla skoraði tvö og setti síðan boltann niður úr fríkasti. Það virtist gera gæfumuninn. Helena Sverrisdóttir átti síðasta skot leiksins úr þriggja stiga færi til að jafna leikinn en skotið klikkaði og leikmenn KR fagna sigri.Af hverju vann KR? Það voru litlu hlutirnir sem skiptu máli í þessum leik. Það skildi nánast ekkert liðin að og hann hefði getað dottið hvorum megin sem er. Heimavöllurinn skipti KR klárlega máli og þær settur vissulega stór skot niður. Þá áttu þeir góða 4. leikhluta og settu 3 stig þegar það skipti miklu máli. Þau stig áttu eftir að klára leikinn fyrir þær.Hvað gekk illa? Liðin áttu sína kafla og til dæmis gat hvorugt liðið skorað fyrstu 4-5 mínútur leiks. Valur hefði getað varist betur í fyrsta leikhluta en KR gat ekki stöðvað sókn Vals í öðrum leikhluta. Svona skiptust liðin á köflum og með betri stöðugleika hefði annað hvort liðið getað klárað þennan leik mikið fyrr.Hverjir stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir átti stórgóðan leik og gekk leikmönnum KR illa að stöðva hana. Leikmenn stigu upp hjá KR sem höfðu áður ekki spilað stórt hlutverk og þá átti Orla O‘Reilly stórleik með 29 stig.Hvað gerist næst? KR tyllir sér á toppinn, a.m.k. tímabundið og á næst leik við Snæfell. Toppslagur þar á ferð. Valur nagar sig í handarbökin af hafa ekki nýtt tækifærið til að taka tvö stig gegn toppliði en það munu koma fleiri tækifæri og næst fara þeir í heimsókn til Breiðabliks.Benedikt Guðmundsson þjálfar KRBenedikt: Réðum ekki neitt við Helenu en kláruðum þetta samt Benedikt Guðmundsson var auðvitað ánægður með tvö stig gegn góðu liði Vals. „Við vorum að leggja algjörlega geggjað lið. Ég get ekki annað en verið sáttur.“ Samkvæmt honum var frammistaðan „geggjuð.“ „Lýsingarorð sem ég nota ekki oft en bara algjörlega frábær sigur. Ég held að ég eigi eftir að hæla stelpunum vel inni í klefa. Ég hældi þeim aðeins núna strax eftir leikinn og á örugglega eftir að gera meira af því.“ Hann var ánægður með stelpurnar sínar að ná að klára leikinn eftir spennandi lokamínútur. „Karakterinn og harkan var til staðar. Þær komu með áhlaup eftir áhlaup og við náðum alltaf að loka fyrir þær og svara, þetta „toughness“ sem maður vill sjá í liðunum sínum var algjörlega til staðar. Fyrir utan það var þetta frábær leikur, þetta var svakalegur körfuboltaleikur og frábær auglýsing fyrir kvennaboltann.“ „Ég verð að gefa þeim þrjú stór prik fyrir að klára þetta en við réðum lítið við Helenu. Eiginlega bara ekki neitt ef ég á að vera hreinskilinn en við vinnum samt þannig að ég held við séum að sýna okkur sjálfum að við getum ýmislegt.“ Liðið er núna í ansi góðum málum, toppsætið er þeirra þangað til umferðin klárast. „Þetta eru tvö stig en fyrir heildarmyndina þá er ég ánægður með þróunina, við erum að verða betri með hverri vikunni og það er númer eitt, tvö og þrjú.“Darri Freyr Atlason náði frábærum árangri með Val síðasta vetur. Það hefur ekki gengið eins vel í árvísir/vilhelmDarri: Ég bjóst við að vinna Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var svekktur með úrslitin eftir spennandi leik. „Það er hundfúlt að tapa en þetta var hörkuleikur en þær tóku þetta á endanum,“ Lítið var það sem skildi liðin að að þessu sinni en hvað vantaði upp á til að liðið tæki tvö stig? „Ef maður horfir á tölfræðiblaðið, virðist það vera skotnýtingin sem skildi á milli. Það eru engir stórir þættir sem hoppa á mann þar. Þær settu stór skot og áttu aðeins fleiri „tough play“ þegar það skipti máli.“ Darra fannst frammistaða leikmanna ágæt en sagði að liðið gæti gert betur. „Það tekur tíma fyrir okkur að ná upp takti, við þurfum að gera það hratt, klukkan er ekki búin. En við ætlum að anda með nefinu og skilja að það tekur tíma og vinnu til að gera eitthvað gott.“ „Ég bjóst við að vinna. Þær stóðu sig þokkalega, við gerðum breytingar í leiknum þegar það var að ganga illa en það er alltaf erfitt að díla við það. Það var ekkert við leikskipulagið sem fór með þennan leik, það var bara „effort“ og hvort boltinn fór ofan í eða upp úr.“Helena er nýgengin til liðs við Valvísir/vilhelmHelena: Færslan var bara léleg Helena Sverrisdóttir, leikmaður Vals, skoraði 29 stig í kvöld en það var ekki nóg fyrir sigri í kvöld. Hvað hefðu stelpurnar getað gert betur? „Smá betri varnarleik, held ég. Við erum að skora slatta en erum alltaf á fá körfu í bakið og þær settu svolítið stór skot. Þetta var bara eitt skot til eða frá sem skóp þennan sigur.“ „Færslan var bara léleg, við vorum að gleyma okkur svolítið og en svo mega þær eiga það, þær settu risastór skot.“ KR áttu flottan leik í kvöld og gaf Helena þeim hrós fyrir. „Stelpur sem eru kannski ekki stærstu leikararnir hjá þeim, eins og Perla og Ástrós og fleiri voru að setja stór skot í dag. Þegar allir eru heitir er erfitt að spila á móti svoleiðis liði. Það eru bara þessir litlu hlutir en það er ennþá bara nóvember og við þurfum að læra af þessum leik.“ Það mátti engu muna í leiknum og einungis þrjú stig skildu liðin að á endanum. Helena hefði getað skorað úr síðasta skoti leiksins en það fór framhjá. „Þetta var bara eitt skot til eða frá. Ég klikkaði á lokaskotinu og hefði getað sent leikinn í framlengingu en það var margt áður sem við hefðum átt að gera betur og frekar klaufalegt af okkar hálfu. Svona er körfubolti og þetta er fullt af „play-um“ og allir að reyna að gera sitt besta úr sem flestum „play-um“ og í dag gerði KR betur en við í einu af þeim.“ Dominos-deild kvenna
KR og Valur mættust í hörkuspennandi viðureign í Dominos-deild kvenna í kvöld. Fyrir leikinn var KR í toppbaráttu og hafði möguleika á að taka sér stöðu á toppi deildarinnar. Valur sat í 5. sæti og þurfti sigur til að halda í við toppliðin. Leikurinn byrjaði vel fyrir KR sem var yfir með 9 stigum eftir fyrsta leikhluta. Valsstúlkur áttu þá eftir að koma sterkar til baka og virtist sem liðin ætluðu að skiptast á að spila vel eða illa milli leikhluta. Í öðrum leikhluta kom Valur til baka og átti 10-0 kafla og voru allt í einu komnar yfir í leiknum. Liðin fylgtust að það sem eftir lifði leiks og var engan veginn hægt að spá fyrir um hvernig leikurinn myndi fara. Í hálfleik hafði KR örlítið forskot en náði að auka það talsvert í þriðja leikhluta. Undir lok leiks náði Valur aftur góðum kafla og þær voru yfir 66-65 þegar 5 mínútur voru eftir. Þegar tvær mínútur voru eftir setti KR þrjú stig í einu, Orla skoraði tvö og setti síðan boltann niður úr fríkasti. Það virtist gera gæfumuninn. Helena Sverrisdóttir átti síðasta skot leiksins úr þriggja stiga færi til að jafna leikinn en skotið klikkaði og leikmenn KR fagna sigri.Af hverju vann KR? Það voru litlu hlutirnir sem skiptu máli í þessum leik. Það skildi nánast ekkert liðin að og hann hefði getað dottið hvorum megin sem er. Heimavöllurinn skipti KR klárlega máli og þær settur vissulega stór skot niður. Þá áttu þeir góða 4. leikhluta og settu 3 stig þegar það skipti miklu máli. Þau stig áttu eftir að klára leikinn fyrir þær.Hvað gekk illa? Liðin áttu sína kafla og til dæmis gat hvorugt liðið skorað fyrstu 4-5 mínútur leiks. Valur hefði getað varist betur í fyrsta leikhluta en KR gat ekki stöðvað sókn Vals í öðrum leikhluta. Svona skiptust liðin á köflum og með betri stöðugleika hefði annað hvort liðið getað klárað þennan leik mikið fyrr.Hverjir stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir átti stórgóðan leik og gekk leikmönnum KR illa að stöðva hana. Leikmenn stigu upp hjá KR sem höfðu áður ekki spilað stórt hlutverk og þá átti Orla O‘Reilly stórleik með 29 stig.Hvað gerist næst? KR tyllir sér á toppinn, a.m.k. tímabundið og á næst leik við Snæfell. Toppslagur þar á ferð. Valur nagar sig í handarbökin af hafa ekki nýtt tækifærið til að taka tvö stig gegn toppliði en það munu koma fleiri tækifæri og næst fara þeir í heimsókn til Breiðabliks.Benedikt Guðmundsson þjálfar KRBenedikt: Réðum ekki neitt við Helenu en kláruðum þetta samt Benedikt Guðmundsson var auðvitað ánægður með tvö stig gegn góðu liði Vals. „Við vorum að leggja algjörlega geggjað lið. Ég get ekki annað en verið sáttur.“ Samkvæmt honum var frammistaðan „geggjuð.“ „Lýsingarorð sem ég nota ekki oft en bara algjörlega frábær sigur. Ég held að ég eigi eftir að hæla stelpunum vel inni í klefa. Ég hældi þeim aðeins núna strax eftir leikinn og á örugglega eftir að gera meira af því.“ Hann var ánægður með stelpurnar sínar að ná að klára leikinn eftir spennandi lokamínútur. „Karakterinn og harkan var til staðar. Þær komu með áhlaup eftir áhlaup og við náðum alltaf að loka fyrir þær og svara, þetta „toughness“ sem maður vill sjá í liðunum sínum var algjörlega til staðar. Fyrir utan það var þetta frábær leikur, þetta var svakalegur körfuboltaleikur og frábær auglýsing fyrir kvennaboltann.“ „Ég verð að gefa þeim þrjú stór prik fyrir að klára þetta en við réðum lítið við Helenu. Eiginlega bara ekki neitt ef ég á að vera hreinskilinn en við vinnum samt þannig að ég held við séum að sýna okkur sjálfum að við getum ýmislegt.“ Liðið er núna í ansi góðum málum, toppsætið er þeirra þangað til umferðin klárast. „Þetta eru tvö stig en fyrir heildarmyndina þá er ég ánægður með þróunina, við erum að verða betri með hverri vikunni og það er númer eitt, tvö og þrjú.“Darri Freyr Atlason náði frábærum árangri með Val síðasta vetur. Það hefur ekki gengið eins vel í árvísir/vilhelmDarri: Ég bjóst við að vinna Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var svekktur með úrslitin eftir spennandi leik. „Það er hundfúlt að tapa en þetta var hörkuleikur en þær tóku þetta á endanum,“ Lítið var það sem skildi liðin að að þessu sinni en hvað vantaði upp á til að liðið tæki tvö stig? „Ef maður horfir á tölfræðiblaðið, virðist það vera skotnýtingin sem skildi á milli. Það eru engir stórir þættir sem hoppa á mann þar. Þær settu stór skot og áttu aðeins fleiri „tough play“ þegar það skipti máli.“ Darra fannst frammistaða leikmanna ágæt en sagði að liðið gæti gert betur. „Það tekur tíma fyrir okkur að ná upp takti, við þurfum að gera það hratt, klukkan er ekki búin. En við ætlum að anda með nefinu og skilja að það tekur tíma og vinnu til að gera eitthvað gott.“ „Ég bjóst við að vinna. Þær stóðu sig þokkalega, við gerðum breytingar í leiknum þegar það var að ganga illa en það er alltaf erfitt að díla við það. Það var ekkert við leikskipulagið sem fór með þennan leik, það var bara „effort“ og hvort boltinn fór ofan í eða upp úr.“Helena er nýgengin til liðs við Valvísir/vilhelmHelena: Færslan var bara léleg Helena Sverrisdóttir, leikmaður Vals, skoraði 29 stig í kvöld en það var ekki nóg fyrir sigri í kvöld. Hvað hefðu stelpurnar getað gert betur? „Smá betri varnarleik, held ég. Við erum að skora slatta en erum alltaf á fá körfu í bakið og þær settu svolítið stór skot. Þetta var bara eitt skot til eða frá sem skóp þennan sigur.“ „Færslan var bara léleg, við vorum að gleyma okkur svolítið og en svo mega þær eiga það, þær settu risastór skot.“ KR áttu flottan leik í kvöld og gaf Helena þeim hrós fyrir. „Stelpur sem eru kannski ekki stærstu leikararnir hjá þeim, eins og Perla og Ástrós og fleiri voru að setja stór skot í dag. Þegar allir eru heitir er erfitt að spila á móti svoleiðis liði. Það eru bara þessir litlu hlutir en það er ennþá bara nóvember og við þurfum að læra af þessum leik.“ Það mátti engu muna í leiknum og einungis þrjú stig skildu liðin að á endanum. Helena hefði getað skorað úr síðasta skoti leiksins en það fór framhjá. „Þetta var bara eitt skot til eða frá. Ég klikkaði á lokaskotinu og hefði getað sent leikinn í framlengingu en það var margt áður sem við hefðum átt að gera betur og frekar klaufalegt af okkar hálfu. Svona er körfubolti og þetta er fullt af „play-um“ og allir að reyna að gera sitt besta úr sem flestum „play-um“ og í dag gerði KR betur en við í einu af þeim.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“