Innlent

Búist við að mörgum vegum verði lokað vegna veðurs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er frá lokun á Hellisheiði fyrr á árinu.
Myndin er frá lokun á Hellisheiði fyrr á árinu. mynd/jói k.
Vegagerðin býst við því að loka vegum víða um land vegna óveðursins sem er nú að skella á um allt land.

Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar segir að staðan verði endurmetin síðdegis en í Öræfum má búast má búast við lokun frá um klukkan 18 í dag og þar til klukkan 15 á morgun. Þá er ráðgert að björgunarsveitir vakti hliðin frá klukkan 18 til miðnættis í kvöld og frá klukkan 8 á morgun.

Á Fjarðarheiði má búast við því að veginum verði lokað klukkan 17 í dag og að hann verði lokaður allt fram á annað kvöld. Reiknað er með að vegurinn um Fagradal verði opinn.

Reiknað er með því að vegurinn um Mývatns- og Möðrudalsöræfi verði opinn í kvöld en óvissa er með morgundaginn. Ef veðurspá gengur eftir verður leiðin mjög líklega ófær eftir að þjónustutíma lýkur klukkan 19:30.

Öxnadalsheiðin verður að öllum líkindum opin í dag en búast má við að veginum verði lokað strax í fyrramálið.

Þá er reiknað með því að Hófaskarð verði opið í dag en búast má við því að til lokunar komi á morgun.

Suðurlandsvegi frá Hvolsvelli til Víkur og þaðan til Kirkjubæjarklausturs verður svo að öllum líkindum lokað klukkan 22 í kvöld og fram til klukkan 11 á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×