Auðvelt hjá ungu liði Arsenal │Hannes fékk sex mörk á sig Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 19:45 Úr fyrri leik liðanna. vísir/getty Arsenal er komið með níu tær í toppsæti E riðils Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur á Voskla í Úkraínu í kvöld. Unai Emery gerði tíu breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni og stillti upp liði sem innihélt marga leikmenn úr akademíu félagsins. Ungu leikmennirnir komu sér í þægilega stöðu snemma leiks. Einn af fjórum byrjunarliðsleikmönnum undir tvítugu, Emile Smith-Rowe skoraði strax á 11. mínútu eftir undirbúning Eddie Nketiah. Annað markið kom áður en hálftími var liðinn af leiknum, Aaron Ramsey var felldur í vítateig heimamanna og Arsenal fékk vítaspyrnu. Walesverjinn fór sjálfur á punktinn og skorraði af öryggi. Rétt fyrir hálfleikinn bætti Joe Willock við fyrir Arsenal eftir góðan sprett upp vinstri vænginn. Seinni hálfleikurinn var auðveldur eftirleikur fyrir ungu mennina í liði Arsenal. Fleiri mörk voru ekki skoruð en eftir stendur að Arsenal er í efsta sæti riðilsins fyrir loka umferðina, þremur stigum á undan liði Sporting Sporting mætti Hannesi Þór Halldórssyni og félögum í Qarabag á sama tíma. Hannes fékk sæti í byrjunarliði Qarabag en átti ekki auðveldan dag á skrifstofunni. Sporting skoraði sex mörk á íslenska landsliðsmarkvörðinn og sló þar með Qarabag úr keppni ásamt því að tryggja sig áfram í 32-liða úrslitin. Arsenal mætir Qarabag í lokaumferðinni og þarf bara stig úr þeim leik til þess að tryggja sig áfram sem sigurvegarar í riðlinum. Evrópudeild UEFA
Arsenal er komið með níu tær í toppsæti E riðils Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur á Voskla í Úkraínu í kvöld. Unai Emery gerði tíu breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni og stillti upp liði sem innihélt marga leikmenn úr akademíu félagsins. Ungu leikmennirnir komu sér í þægilega stöðu snemma leiks. Einn af fjórum byrjunarliðsleikmönnum undir tvítugu, Emile Smith-Rowe skoraði strax á 11. mínútu eftir undirbúning Eddie Nketiah. Annað markið kom áður en hálftími var liðinn af leiknum, Aaron Ramsey var felldur í vítateig heimamanna og Arsenal fékk vítaspyrnu. Walesverjinn fór sjálfur á punktinn og skorraði af öryggi. Rétt fyrir hálfleikinn bætti Joe Willock við fyrir Arsenal eftir góðan sprett upp vinstri vænginn. Seinni hálfleikurinn var auðveldur eftirleikur fyrir ungu mennina í liði Arsenal. Fleiri mörk voru ekki skoruð en eftir stendur að Arsenal er í efsta sæti riðilsins fyrir loka umferðina, þremur stigum á undan liði Sporting Sporting mætti Hannesi Þór Halldórssyni og félögum í Qarabag á sama tíma. Hannes fékk sæti í byrjunarliði Qarabag en átti ekki auðveldan dag á skrifstofunni. Sporting skoraði sex mörk á íslenska landsliðsmarkvörðinn og sló þar með Qarabag úr keppni ásamt því að tryggja sig áfram í 32-liða úrslitin. Arsenal mætir Qarabag í lokaumferðinni og þarf bara stig úr þeim leik til þess að tryggja sig áfram sem sigurvegarar í riðlinum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti