Chelsea vann riðilinn örugglega Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 22:00 Giroud getur skorað í bláa Chelsea-búningnum vísir/getty Chelsea tryggði sér sigurinn í L-riðli Evrópudeildarinnar með sigri á PAOK á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld. Chelsea er með fullt hús stiga fyrir lokaumferðina í riðlakeppninni. Maurizio Sarri gerði tíu breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn á Stamford Bridge í kvöld var þrátt fyrir það mjög auðveldur fyrir þá ellefu leikmenn Chelsea sem fengu kallið. Olivier Giroud skoraði tvö fyrstu mörk Chelsea með tíu mínútna millibili í fyrri hálfleik eftir að gestirnir urðu fyrir áfalli strax á 7. mínútu þegar Yevhen Khacheridi var rekinn út af með beint rautt spjald fyrir að hindra Giroud í opnu marktækifæri. Máttlaust lið PAOK varð enn máttlausara í seinni hálfleik og sigldu leikmenn Chelsea heim öruggum sigri. Hinn 18 ára Callum Hudson-Odoi skoraði þriðja mark Chelsea í seinni hálfleiknum áður en Alvaro Morata kláraði leikinn með skallamarki eftir fyrirgjöf Hudson-Odoi. Skallinn var fyrsta snerting Morata í leiknum sem hafði komið inn af varamannabekknum. Chelsea mætir Vidi í lokaleik riðilsins en Vidi er í harðri baráttu við BATE Borisov um seinna sætið í 32-liða úrslitunum upp úr riðlinum. Evrópudeild UEFA
Chelsea tryggði sér sigurinn í L-riðli Evrópudeildarinnar með sigri á PAOK á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld. Chelsea er með fullt hús stiga fyrir lokaumferðina í riðlakeppninni. Maurizio Sarri gerði tíu breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn á Stamford Bridge í kvöld var þrátt fyrir það mjög auðveldur fyrir þá ellefu leikmenn Chelsea sem fengu kallið. Olivier Giroud skoraði tvö fyrstu mörk Chelsea með tíu mínútna millibili í fyrri hálfleik eftir að gestirnir urðu fyrir áfalli strax á 7. mínútu þegar Yevhen Khacheridi var rekinn út af með beint rautt spjald fyrir að hindra Giroud í opnu marktækifæri. Máttlaust lið PAOK varð enn máttlausara í seinni hálfleik og sigldu leikmenn Chelsea heim öruggum sigri. Hinn 18 ára Callum Hudson-Odoi skoraði þriðja mark Chelsea í seinni hálfleiknum áður en Alvaro Morata kláraði leikinn með skallamarki eftir fyrirgjöf Hudson-Odoi. Skallinn var fyrsta snerting Morata í leiknum sem hafði komið inn af varamannabekknum. Chelsea mætir Vidi í lokaleik riðilsins en Vidi er í harðri baráttu við BATE Borisov um seinna sætið í 32-liða úrslitunum upp úr riðlinum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti