Mikil óvissa í upphafi með braggann Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 14:04 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil óvissa hafi verið um braggamálið þar sem að um er að ræða minjar. Meira fé var veitt í verkefnið í september fyrir ári síðan en það dugði ekki til. Dagur var gestur í Víglínunni hjá Heimi Má Péturssyni í dag. „Þegar upphaflega áætlunin er lögð fram þá var reyndar flaggað á það að væri mikil óvissa í þessu af því að þetta voru minjar og svo framvegis. Svo fáum við inn á okkar borð í september 2017, nýja kostnaðaráætlun um meira fé til verksins um fimmtíu milljónir en það átti að duga til þess að klára. Það kemur síðan upp úr dúrnum í sumar að þetta hefur ekki dugað til og það er búið að verja meiri fjármunum og það kemur inn í svokölluðum viðauka sem eru nokkurn veginn okkar fjáraukalög sem eru lögð fram einu sinni á ári af borginni. Ég vakti sérstaka athygli borgarráðs á þessu að þetta væri frávik og ég hefði kallað eftir skýringum og það er vegna þess að við hjá borginni höfum í raun og veru undanfarin ár og raunar áratugi verið að taka fullt af þessum ferlum í gegn sem tengjast fjárfestingum og framkvæmdum og eigum þessu ekki að venjast. Þess vegna hefur þetta verið svona mikið til umræðu og þess vegna er þetta núna á borði innri endurskoðunar,“ segir Dagur. Dagur segist líta málið alvarlegum augum en segir meirihlutann hafa brugðist rétt við. „Við lítum þetta alvarlegum augum og þess vegna finnst mér meirihlutinn hafa brugðist rétt við, að setja þetta í þennan skýra farveg. Svo fáum við niðurstöðurnar úr því og drögum ályktanir sem eru réttar,“ segir Dagur.Mikilvægt að hlutirnir séu upp á borði Dagur segir það skipta miklu máli að þessir hlutir séu í lagi og vill komast að því hvernig hægt sé að tryggja að svona komi ekki upp aftur. „Mér finnst mikilvægt að hjá borginni sé sú menning að hlutirnir séu bara uppi á borðinu og það sé farið yfir þá. Það er ekki til þess að kasta einhverjum á sverð heldur til þess að átta okkur á því hvað fór þarna úrskeiðis, hvernig getum við tryggt að þetta gerist ekki aftur. Vegna þess að við verðum að vera með augun opin fyrir því að í opinberum framkvæmdum, mjög mörgum og mjög víða, kannski minnst hjá borginni allavega síðustu árin, en víða hafa hlutir farið langt fram úr og við erum stödd núna á einhverju mesta framkvæmda- og uppbyggingarskeiði hjá sögu borgarinnar. Það skiptir okkur bara mjög miklu máli að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Dagur. Dagur segir að það sé alltaf eitthvað óútreiknanlegt og ófyrirséð sem komi inn í svona áætlanir en þar sem að um endurgerð á minjum sé að ræða að þá sé erfiðara að gera nákvæmari áætlun í upphafi. Dagur segir þetta í raun bara vera samfélagslegt mál sem þarf að viðurkenna og takast á við. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil óvissa hafi verið um braggamálið þar sem að um er að ræða minjar. Meira fé var veitt í verkefnið í september fyrir ári síðan en það dugði ekki til. Dagur var gestur í Víglínunni hjá Heimi Má Péturssyni í dag. „Þegar upphaflega áætlunin er lögð fram þá var reyndar flaggað á það að væri mikil óvissa í þessu af því að þetta voru minjar og svo framvegis. Svo fáum við inn á okkar borð í september 2017, nýja kostnaðaráætlun um meira fé til verksins um fimmtíu milljónir en það átti að duga til þess að klára. Það kemur síðan upp úr dúrnum í sumar að þetta hefur ekki dugað til og það er búið að verja meiri fjármunum og það kemur inn í svokölluðum viðauka sem eru nokkurn veginn okkar fjáraukalög sem eru lögð fram einu sinni á ári af borginni. Ég vakti sérstaka athygli borgarráðs á þessu að þetta væri frávik og ég hefði kallað eftir skýringum og það er vegna þess að við hjá borginni höfum í raun og veru undanfarin ár og raunar áratugi verið að taka fullt af þessum ferlum í gegn sem tengjast fjárfestingum og framkvæmdum og eigum þessu ekki að venjast. Þess vegna hefur þetta verið svona mikið til umræðu og þess vegna er þetta núna á borði innri endurskoðunar,“ segir Dagur. Dagur segist líta málið alvarlegum augum en segir meirihlutann hafa brugðist rétt við. „Við lítum þetta alvarlegum augum og þess vegna finnst mér meirihlutinn hafa brugðist rétt við, að setja þetta í þennan skýra farveg. Svo fáum við niðurstöðurnar úr því og drögum ályktanir sem eru réttar,“ segir Dagur.Mikilvægt að hlutirnir séu upp á borði Dagur segir það skipta miklu máli að þessir hlutir séu í lagi og vill komast að því hvernig hægt sé að tryggja að svona komi ekki upp aftur. „Mér finnst mikilvægt að hjá borginni sé sú menning að hlutirnir séu bara uppi á borðinu og það sé farið yfir þá. Það er ekki til þess að kasta einhverjum á sverð heldur til þess að átta okkur á því hvað fór þarna úrskeiðis, hvernig getum við tryggt að þetta gerist ekki aftur. Vegna þess að við verðum að vera með augun opin fyrir því að í opinberum framkvæmdum, mjög mörgum og mjög víða, kannski minnst hjá borginni allavega síðustu árin, en víða hafa hlutir farið langt fram úr og við erum stödd núna á einhverju mesta framkvæmda- og uppbyggingarskeiði hjá sögu borgarinnar. Það skiptir okkur bara mjög miklu máli að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Dagur. Dagur segir að það sé alltaf eitthvað óútreiknanlegt og ófyrirséð sem komi inn í svona áætlanir en þar sem að um endurgerð á minjum sé að ræða að þá sé erfiðara að gera nákvæmari áætlun í upphafi. Dagur segir þetta í raun bara vera samfélagslegt mál sem þarf að viðurkenna og takast á við.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira