Telur könnun SA grímulausan áróður Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 20:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan verkalýðshreyfingarinnar. Borið hefur á uppsögnum fyrirtækja síðustu mánuði en samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins létu gera á meðal aðildarfyrirtækja sinna hefur 3.100 starfsmönnum verið sagt upp síðustu þrjá mánuði, þar af 2.600 síðustu þrjátíu daga. Í könnuninni kom fram að fyrirtækin áætla að 2.800 manns verði sagt upp á næstu þremur mánuðum. Ragnar segir könnunina illa framsetta. „Samtök atvinnulífsins hafa verið að kalla eftir ábyrgari umræðu. Við séum að nálgast hlutina á uppbyggilegri nótum. Þetta kom því á óvart og er dapurlegt,“ segir Ragnar. Niðurstöður könnunarinnar voru með fyrirvara um að ekki var spurt um nýráðningar eða áform um ráðningar. Ragnar setur spurningamerki við þá framsetningu og bendir á að samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru atvinnulausir 3.100 nú í september en 7.400 í janúar. Atvinnuleysi sé því í heildina á litið lítið hér á landi.Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/VilhelmDrífa segir könnunina ekki koma sér á óvart og að tónn Samtaka atvinnulífsins hafi hingað til verið sá að allt sé á niðurleið. „Samtök atvinnulífsins hafa ekki komið með neinar raunverulegar lausnir, eða tillögur að lausnum. Mér finnst að við eigum að einbeita okkur að lausnunum í staðin fyrir að draga upp dökka mynd af samfélaginu,“ segir hún og Ragnar bætir við að verkalýðshreyfingin vilji að lífsgæðin hér verði með svipuðum hætti og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. „Við eigum að þétta raðirnar frekar um að bæta samfélagið í staðinn fyrir að standa í svona óþolandi og grímulausum áróðri eins og Samtök atvinnulífsins eru uppvísa að því að gera,“ segir Ragnar. Kjaramál Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira
Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan verkalýðshreyfingarinnar. Borið hefur á uppsögnum fyrirtækja síðustu mánuði en samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins létu gera á meðal aðildarfyrirtækja sinna hefur 3.100 starfsmönnum verið sagt upp síðustu þrjá mánuði, þar af 2.600 síðustu þrjátíu daga. Í könnuninni kom fram að fyrirtækin áætla að 2.800 manns verði sagt upp á næstu þremur mánuðum. Ragnar segir könnunina illa framsetta. „Samtök atvinnulífsins hafa verið að kalla eftir ábyrgari umræðu. Við séum að nálgast hlutina á uppbyggilegri nótum. Þetta kom því á óvart og er dapurlegt,“ segir Ragnar. Niðurstöður könnunarinnar voru með fyrirvara um að ekki var spurt um nýráðningar eða áform um ráðningar. Ragnar setur spurningamerki við þá framsetningu og bendir á að samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru atvinnulausir 3.100 nú í september en 7.400 í janúar. Atvinnuleysi sé því í heildina á litið lítið hér á landi.Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/VilhelmDrífa segir könnunina ekki koma sér á óvart og að tónn Samtaka atvinnulífsins hafi hingað til verið sá að allt sé á niðurleið. „Samtök atvinnulífsins hafa ekki komið með neinar raunverulegar lausnir, eða tillögur að lausnum. Mér finnst að við eigum að einbeita okkur að lausnunum í staðin fyrir að draga upp dökka mynd af samfélaginu,“ segir hún og Ragnar bætir við að verkalýðshreyfingin vilji að lífsgæðin hér verði með svipuðum hætti og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. „Við eigum að þétta raðirnar frekar um að bæta samfélagið í staðinn fyrir að standa í svona óþolandi og grímulausum áróðri eins og Samtök atvinnulífsins eru uppvísa að því að gera,“ segir Ragnar.
Kjaramál Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira