Umræða um sjálfsvíg opnari en áður Sighvatur Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 21:30 Salbjörg Bjarnadóttir hjá Embætti landlæknis segir umræðuna um sjálfsvíg hafa breyst mikið. Nú komi fram í útförum og minningargreinum að fólk hafi svipt sig lífi, slíkt hafi ekki tíðkast áður. „Við erum ekki að „hæpa“ eitthvað upp heldur tala af ábyrgð um sjálfsvíg og allan harmleikinn sem því fylgir,“ segir Salbjörg í samtali við fréttastofu. Hún segir að prestar sem tali um sjálfsvíg í útförum gerir það í samráði við aðstandendur hins látna. Hún segir þetta gera aðstandendum auðveldara fyrir en margir tali um að þeim finnist sem ekki megi ræða opinberlega um að viðkomandi hafi framið sjálfsvíg.„Eigum við ekki að tala um þetta?“ Séra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur greinir frá því á Facebook að hann hafi kynnst ótrúlegum sögum af fjölskyldum sem eru beittar ofbeldi af handrukkurum og fíkniefnasölum. Í samráði við aðstandendur og með leyfi þeirra ræðir séra Vigfús Bjarni opinskátt um fíkn og handrukkanir í útförum fólks sem hefur framið sjálfsvíg. „Hvers konar veruleiki er, að það sé hægt að sætta sig við það, að það sé fólk sem beitir barsmíðum, meiðingum og vopnum í okkar samfélagi að rukka fíkniefni. Eigum við ekki að tala um þetta alls staðar? Eða ætlum við bara að hugsa um það? Hvílíkt rugl,“ sagði séra Vigfús Bjarni í útför í Hallgrímskirkju á dögunum.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Tengdar fréttir Sjúkrahúsprestur ræðir fíkn og handrukkun í útförum Sjúkrahúsprestur segir áhyggjuefni að handrukkarar gangi mjög hart fram við innheimtu fíkniefnaskulda. Í samráði við aðstandendur fólks sem hefur framið sjálfsvíg ræðir hann opinskátt um fíkn og ofbeldisógn í útförum. 12. nóvember 2018 13:42 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Sjá meira
Salbjörg Bjarnadóttir hjá Embætti landlæknis segir umræðuna um sjálfsvíg hafa breyst mikið. Nú komi fram í útförum og minningargreinum að fólk hafi svipt sig lífi, slíkt hafi ekki tíðkast áður. „Við erum ekki að „hæpa“ eitthvað upp heldur tala af ábyrgð um sjálfsvíg og allan harmleikinn sem því fylgir,“ segir Salbjörg í samtali við fréttastofu. Hún segir að prestar sem tali um sjálfsvíg í útförum gerir það í samráði við aðstandendur hins látna. Hún segir þetta gera aðstandendum auðveldara fyrir en margir tali um að þeim finnist sem ekki megi ræða opinberlega um að viðkomandi hafi framið sjálfsvíg.„Eigum við ekki að tala um þetta?“ Séra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur greinir frá því á Facebook að hann hafi kynnst ótrúlegum sögum af fjölskyldum sem eru beittar ofbeldi af handrukkurum og fíkniefnasölum. Í samráði við aðstandendur og með leyfi þeirra ræðir séra Vigfús Bjarni opinskátt um fíkn og handrukkanir í útförum fólks sem hefur framið sjálfsvíg. „Hvers konar veruleiki er, að það sé hægt að sætta sig við það, að það sé fólk sem beitir barsmíðum, meiðingum og vopnum í okkar samfélagi að rukka fíkniefni. Eigum við ekki að tala um þetta alls staðar? Eða ætlum við bara að hugsa um það? Hvílíkt rugl,“ sagði séra Vigfús Bjarni í útför í Hallgrímskirkju á dögunum.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Tengdar fréttir Sjúkrahúsprestur ræðir fíkn og handrukkun í útförum Sjúkrahúsprestur segir áhyggjuefni að handrukkarar gangi mjög hart fram við innheimtu fíkniefnaskulda. Í samráði við aðstandendur fólks sem hefur framið sjálfsvíg ræðir hann opinskátt um fíkn og ofbeldisógn í útförum. 12. nóvember 2018 13:42 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Sjá meira
Sjúkrahúsprestur ræðir fíkn og handrukkun í útförum Sjúkrahúsprestur segir áhyggjuefni að handrukkarar gangi mjög hart fram við innheimtu fíkniefnaskulda. Í samráði við aðstandendur fólks sem hefur framið sjálfsvíg ræðir hann opinskátt um fíkn og ofbeldisógn í útförum. 12. nóvember 2018 13:42