Útlitið kolsvart fyrir Kristersson eftir skilaboð Annie Lööf Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2018 08:49 Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins. Getty/MICHAEL CAMPANELLA Þingmenn sænska Miðflokksins ætla að greiða atkvæði gegn Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra landsins í atkvæðagreiðslu á sænska þinginu á morgun. Þetta segir Annie Lööf, formaður Miðflokksins. Forseti sænska þingsins hefur tilnefnt Kristersson sem næsta forsætisráðherra. Kristersson sagðist í gær vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata (KD) og mun þingið taka afstöðu til þess á morgun hvort að meirihluta sé að finna til að verja slíka stjórn falli. Með skilaboðum Miðflokksins, sem hefur ásamt Frjálslyndum verið með Moderaterna og KD í bandalagi borgaralegu flokkanna (Alliansen), er ljóst að stjórn Kristersson verður ekki að veruleika. Í það minnsta ekki í þessari mynd. Áður höfðu Frjálslyndir sömuleiðis sagt að þeir muni ekki greiða atkvæði með minnihlutastjórn Moderaterna og KD. Sömu sögu er að segja af Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra, og Jafnaðarmannaflokki hans.Ulf Kristersson.Getty/MICHAEL CAMPANELLASD komist ekki til áhrifa Lööf segir að Miðflokkurinn muni ekki greiða atkvæði með þessari stjórn til að koma í veg fyrir að Svíþjóðardemókratar (SD) komist til áhrifa, en sú stjórn sú sem Kristersson hefur lagt til myndi treysta á að sá flokkur myndi verja hana falli. Svíþjóðardemókratar eru harðir í afstöðu sinni gegn straumi innflytjenda til Svíþjóðar og hafa bæði Miðflokkurinn og Frjálslyndir talað skýrt um nauðsyn þess að flokkurinn komist ekki til áhrifa.Markar ekki endalok bandalagsins Aðspurð hvort að Lööf telji þessi skilaboð hennar marka endalok Alliansen segir hún svo ekki vera. Hún vilji enn vilja mynda stjórn allra borgaralegu flokkanna fjögurra og leita stuðnings Jafnaðarmanna og Græningja. Hún bendir þó á að þetta sé í fyrsta sinn sem tveir bandalagsflokkar hafi sagst vilja mynda stjórn, án beinnar aðildar hinna tveggja. Hafni þingið Kristersson á morgun, líkt og allt stefnir í, taka við viðræður flokksleiðtoga á ný. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum skal boðað til nýrra kosninga. Atkvæðagreiðslan um Kristersson er sú fyrsta í röðinni. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Kristersson vill mynda stjórn með Kristilegum demókrötum Ulf Kristersson, leiðtogi sænska hægriflokksins Moderaterna, segist vilja mynda minnihlutastjórn síns flokks og Kristilegra demókrata í Svíþjóð. 12. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Þingmenn sænska Miðflokksins ætla að greiða atkvæði gegn Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra landsins í atkvæðagreiðslu á sænska þinginu á morgun. Þetta segir Annie Lööf, formaður Miðflokksins. Forseti sænska þingsins hefur tilnefnt Kristersson sem næsta forsætisráðherra. Kristersson sagðist í gær vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata (KD) og mun þingið taka afstöðu til þess á morgun hvort að meirihluta sé að finna til að verja slíka stjórn falli. Með skilaboðum Miðflokksins, sem hefur ásamt Frjálslyndum verið með Moderaterna og KD í bandalagi borgaralegu flokkanna (Alliansen), er ljóst að stjórn Kristersson verður ekki að veruleika. Í það minnsta ekki í þessari mynd. Áður höfðu Frjálslyndir sömuleiðis sagt að þeir muni ekki greiða atkvæði með minnihlutastjórn Moderaterna og KD. Sömu sögu er að segja af Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra, og Jafnaðarmannaflokki hans.Ulf Kristersson.Getty/MICHAEL CAMPANELLASD komist ekki til áhrifa Lööf segir að Miðflokkurinn muni ekki greiða atkvæði með þessari stjórn til að koma í veg fyrir að Svíþjóðardemókratar (SD) komist til áhrifa, en sú stjórn sú sem Kristersson hefur lagt til myndi treysta á að sá flokkur myndi verja hana falli. Svíþjóðardemókratar eru harðir í afstöðu sinni gegn straumi innflytjenda til Svíþjóðar og hafa bæði Miðflokkurinn og Frjálslyndir talað skýrt um nauðsyn þess að flokkurinn komist ekki til áhrifa.Markar ekki endalok bandalagsins Aðspurð hvort að Lööf telji þessi skilaboð hennar marka endalok Alliansen segir hún svo ekki vera. Hún vilji enn vilja mynda stjórn allra borgaralegu flokkanna fjögurra og leita stuðnings Jafnaðarmanna og Græningja. Hún bendir þó á að þetta sé í fyrsta sinn sem tveir bandalagsflokkar hafi sagst vilja mynda stjórn, án beinnar aðildar hinna tveggja. Hafni þingið Kristersson á morgun, líkt og allt stefnir í, taka við viðræður flokksleiðtoga á ný. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum skal boðað til nýrra kosninga. Atkvæðagreiðslan um Kristersson er sú fyrsta í röðinni. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Kristersson vill mynda stjórn með Kristilegum demókrötum Ulf Kristersson, leiðtogi sænska hægriflokksins Moderaterna, segist vilja mynda minnihlutastjórn síns flokks og Kristilegra demókrata í Svíþjóð. 12. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Kristersson vill mynda stjórn með Kristilegum demókrötum Ulf Kristersson, leiðtogi sænska hægriflokksins Moderaterna, segist vilja mynda minnihlutastjórn síns flokks og Kristilegra demókrata í Svíþjóð. 12. nóvember 2018 09:10