Fyrirliðinn stressaður fyrir að opna sig fyrir þjóðinni Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 13. nóvember 2018 16:45 Aron Einar gefur út bók fyrir jólin. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, spilar sinn fyrsta leik undir stjórn Erik Hamrén á fimmtudagskvöldið þegar að strákarnir okkar mæta Belgíu í lokaleik liðsins í Þjóðadeildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.45. Aron hefur glímt við mikil meiðsli að undanförnu en er kominn í gang með félagsliði sínu Cardiff og er klár í slaginn fyrir leikinn á móti einu besta liði heims eftir tvo daga. Þrátt fyrir að spila lítið eftir HM þar sem hann var einnig meiddur hefur hann ekki setið aðgerðarlaus. Aron hefur verið að skrifa ævisögu sína sem kemur út í vikunni og verður hluti af jólabókaflóðinu.Skrifar til næstu kynslóða Hugmyndin hefur verið lengi í kolli fyrirliðans. Hann vaknaði ekki bara einn daginn og ákvað að gefa út bók. „Þetta var aðeins lengra ferli en það,“ segir Aron og hlær í viðtali við Vísi á hóteli landsliðsins. „Þessi hugmynd kviknaði fyrir löngu síðan en þá vissi ég ekki hvort ég myndi geta eitthvað í fótbolta. Með árangrinum þá kviknaði meiri áhugi á þessu inn í mér. Ég veit ekki hvort mér hafi fundist ég skyldugur til að miðla reynslu minni til næstu kynslóða. Það blundaði samt í mér að miðla því sem það tók okkur að ná þessum árangri,“ segir fyrirliðinn. Þetta hefur verið langt ferli og eftir því sem árangurinn varð meiri fór Aron að skrifa meira og meira hjá sér sem gæti gagnast lesendum og komandi kynslóðum. „Í undankeppni EM byrjaði ég að punkta hjá mér hvað var í gangi og eitt leiddi af öðru og ég hélt áfram og svo hélt árangurinn áfram. Mig langaði fyrst að greina bara frá EM og HM en svo þegar ég settist niður með rithöfundinum þá varð þetta að ævisögu sem varð mjög skemmtilegt,“ segir hann.Ekki sjálfgefið „Þetta var skemmtileg reynsla. Einar varð eins og sálfræðingur fyrir mig. Ég var að rifja upp hluti sem ég þurfti að ganga í gegnum til þess að ná þessum árangri; fjölskyldumál og svona. Þetta var skemmtilegt ferli sem ég var stoltur og ánægður með. Ég er stressaður fyrir því núna að fólk fái að kynnast þessari persónu frekar en viðtals-Aroni,“ segir Aron. Miðjumaðurinn öflugi hefur náð svakalegum árangri á ferlinum en norðanmaðurinn hefur sjaldan verið stressaðari en fyrir útgáfu bókarinnar. „Það er ekki sjálfgefið að komast á tvö stórmót í röð verandi frá Íslandi. Ég er spenntur fyrir þessu en smá stressaður að fólk kynnist persónunni á bak við íþróttamanninn. Þarna sýni ég hvernig áhuga ég hef á fótbolta og öðrum hlutum. Ég er stressaðari fyrir þessu en að spila fyrir framan 80.000 manns á móti Frakklandi. Það hef ég gert alla ævi. Þetta er öðruvísi hlið á sjálfum mér,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Alfreð: Tækifæri til að sýna hvort menn séu klárir Alfreð Finnbogason skorar eins og enginn sé morgundagurinn í þýsku Bundesligunni í fótbolta, hann er með sjö mörk í sex leikjum á tímabilinu. 13. nóvember 2018 16:30 Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45 Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Um 400 Íslendingar verða í stúkunni á móti Belgíu. 13. nóvember 2018 15:30 Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. 13. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, spilar sinn fyrsta leik undir stjórn Erik Hamrén á fimmtudagskvöldið þegar að strákarnir okkar mæta Belgíu í lokaleik liðsins í Þjóðadeildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.45. Aron hefur glímt við mikil meiðsli að undanförnu en er kominn í gang með félagsliði sínu Cardiff og er klár í slaginn fyrir leikinn á móti einu besta liði heims eftir tvo daga. Þrátt fyrir að spila lítið eftir HM þar sem hann var einnig meiddur hefur hann ekki setið aðgerðarlaus. Aron hefur verið að skrifa ævisögu sína sem kemur út í vikunni og verður hluti af jólabókaflóðinu.Skrifar til næstu kynslóða Hugmyndin hefur verið lengi í kolli fyrirliðans. Hann vaknaði ekki bara einn daginn og ákvað að gefa út bók. „Þetta var aðeins lengra ferli en það,“ segir Aron og hlær í viðtali við Vísi á hóteli landsliðsins. „Þessi hugmynd kviknaði fyrir löngu síðan en þá vissi ég ekki hvort ég myndi geta eitthvað í fótbolta. Með árangrinum þá kviknaði meiri áhugi á þessu inn í mér. Ég veit ekki hvort mér hafi fundist ég skyldugur til að miðla reynslu minni til næstu kynslóða. Það blundaði samt í mér að miðla því sem það tók okkur að ná þessum árangri,“ segir fyrirliðinn. Þetta hefur verið langt ferli og eftir því sem árangurinn varð meiri fór Aron að skrifa meira og meira hjá sér sem gæti gagnast lesendum og komandi kynslóðum. „Í undankeppni EM byrjaði ég að punkta hjá mér hvað var í gangi og eitt leiddi af öðru og ég hélt áfram og svo hélt árangurinn áfram. Mig langaði fyrst að greina bara frá EM og HM en svo þegar ég settist niður með rithöfundinum þá varð þetta að ævisögu sem varð mjög skemmtilegt,“ segir hann.Ekki sjálfgefið „Þetta var skemmtileg reynsla. Einar varð eins og sálfræðingur fyrir mig. Ég var að rifja upp hluti sem ég þurfti að ganga í gegnum til þess að ná þessum árangri; fjölskyldumál og svona. Þetta var skemmtilegt ferli sem ég var stoltur og ánægður með. Ég er stressaður fyrir því núna að fólk fái að kynnast þessari persónu frekar en viðtals-Aroni,“ segir Aron. Miðjumaðurinn öflugi hefur náð svakalegum árangri á ferlinum en norðanmaðurinn hefur sjaldan verið stressaðari en fyrir útgáfu bókarinnar. „Það er ekki sjálfgefið að komast á tvö stórmót í röð verandi frá Íslandi. Ég er spenntur fyrir þessu en smá stressaður að fólk kynnist persónunni á bak við íþróttamanninn. Þarna sýni ég hvernig áhuga ég hef á fótbolta og öðrum hlutum. Ég er stressaðari fyrir þessu en að spila fyrir framan 80.000 manns á móti Frakklandi. Það hef ég gert alla ævi. Þetta er öðruvísi hlið á sjálfum mér,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Alfreð: Tækifæri til að sýna hvort menn séu klárir Alfreð Finnbogason skorar eins og enginn sé morgundagurinn í þýsku Bundesligunni í fótbolta, hann er með sjö mörk í sex leikjum á tímabilinu. 13. nóvember 2018 16:30 Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45 Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Um 400 Íslendingar verða í stúkunni á móti Belgíu. 13. nóvember 2018 15:30 Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. 13. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Alfreð: Tækifæri til að sýna hvort menn séu klárir Alfreð Finnbogason skorar eins og enginn sé morgundagurinn í þýsku Bundesligunni í fótbolta, hann er með sjö mörk í sex leikjum á tímabilinu. 13. nóvember 2018 16:30
Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45
Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Um 400 Íslendingar verða í stúkunni á móti Belgíu. 13. nóvember 2018 15:30
Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. 13. nóvember 2018 14:28