Aukin hætta á gróðureldum á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 20:30 Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. Búast má við tíðari skógareldum í Kaliforníu vegna loftslagsbreytinga og veðurfræðingur telur það geta haft áhrif á búsetu á svæðinu. Áhættan er einnig til staðar á Íslandi þar sem hlýnun síðustu áratuga hefur fjölgað grænum svæðum. Það hefur lengi verið viðbúið að tíðni skógarelda muni aukast samhliða hlýnun jarðar og tilheyrandi þurrkahættu. Í sumar voru hitamet slegin í Kaliforníu og rigningatímabilið, sem hefur vanalega hafist síðsumars eða á haustin, hefur dregist. „Það er búið að vera þannig núna síðasta áratug að það hefur verið óvenju þurrt og það hefur verið að hlýna þar núna í 30 ár. Og það má alveg rekja til loftlagsbreytinga. Yfirleitt er gert ráð fyrir því að tíðni skógarelda aukist í Norður-Ameríku hreinlega," segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir megnið af eldunum sem verða í byggð vera gróðurelda á jaðarsvæðum milli skóglendis og skipulagðrar byggðar. Aukin eldhætta á þessum svæðum gæti haft áhrif á búsetu. „Menn þurfa náttúrulega að huga að þessu og fara í raun og veru að áhættumeta svæðin sérstaklega. Nákvæmlega eins og er gert með flóðasvæði og skoða hvar sé eðlilegt að hafa byggð," segir Halldór. Þetta sé eitthvað sem huga þurfi orðið að á Íslandi. „Hlýnun síðustu áratuga hefur valdið grænkun og það er alveg hægt að kortleggja það. Með grænna landi og meiri skógvexti eykst áhættan af skógareldum," segir Halldór. Stærstu gróðureldar sem hafa komið upp hér á landi eru Mýraeldar sem stóðu yfir í þrjá daga í apríl 2006 en síðan hafa tíu minni eldar verið skrásettir. „Þetta er í raun og veru ný náttúruvá fyrir okkur og þá kemur aftur að þessari spurningu um skipulag," segir Halldór. „Almannavarnir meta það sem svo að áhættan sé sennilega mest í frístunda- og sumarhúsabyggðum. Þar ertu kominn nánast í sömu aðstæður og eru vestanhafs, þar sem þú ert með heilmikið af trjám í kringum byggð og í Skorradalnum hefur verið unnið sérstakt áhættumat út af þessu," segir Halldór. Almannavarnir Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Búast má við tíðari skógareldum í Kaliforníu vegna loftslagsbreytinga og veðurfræðingur telur það geta haft áhrif á búsetu á svæðinu. Áhættan er einnig til staðar á Íslandi þar sem hlýnun síðustu áratuga hefur fjölgað grænum svæðum. Það hefur lengi verið viðbúið að tíðni skógarelda muni aukast samhliða hlýnun jarðar og tilheyrandi þurrkahættu. Í sumar voru hitamet slegin í Kaliforníu og rigningatímabilið, sem hefur vanalega hafist síðsumars eða á haustin, hefur dregist. „Það er búið að vera þannig núna síðasta áratug að það hefur verið óvenju þurrt og það hefur verið að hlýna þar núna í 30 ár. Og það má alveg rekja til loftlagsbreytinga. Yfirleitt er gert ráð fyrir því að tíðni skógarelda aukist í Norður-Ameríku hreinlega," segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir megnið af eldunum sem verða í byggð vera gróðurelda á jaðarsvæðum milli skóglendis og skipulagðrar byggðar. Aukin eldhætta á þessum svæðum gæti haft áhrif á búsetu. „Menn þurfa náttúrulega að huga að þessu og fara í raun og veru að áhættumeta svæðin sérstaklega. Nákvæmlega eins og er gert með flóðasvæði og skoða hvar sé eðlilegt að hafa byggð," segir Halldór. Þetta sé eitthvað sem huga þurfi orðið að á Íslandi. „Hlýnun síðustu áratuga hefur valdið grænkun og það er alveg hægt að kortleggja það. Með grænna landi og meiri skógvexti eykst áhættan af skógareldum," segir Halldór. Stærstu gróðureldar sem hafa komið upp hér á landi eru Mýraeldar sem stóðu yfir í þrjá daga í apríl 2006 en síðan hafa tíu minni eldar verið skrásettir. „Þetta er í raun og veru ný náttúruvá fyrir okkur og þá kemur aftur að þessari spurningu um skipulag," segir Halldór. „Almannavarnir meta það sem svo að áhættan sé sennilega mest í frístunda- og sumarhúsabyggðum. Þar ertu kominn nánast í sömu aðstæður og eru vestanhafs, þar sem þú ert með heilmikið af trjám í kringum byggð og í Skorradalnum hefur verið unnið sérstakt áhættumat út af þessu," segir Halldór.
Almannavarnir Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira