Aron Einar: Þurfum að sýna karakter og koma sterkir til baka Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 14. nóvember 2018 08:30 Fyrirliðinn er kominn aftur. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, á von á erfiðum leik á móti Belgíu á fimmtudagskvöldið þegar að strákarnir okkar spila síðasta leik sinn í Þjóðadeild UEFA. Okkar menn eru fallnir eftir þrjú töp í þremur leikjum en Aron Einar á enn eftir að þreyta frumraun sína í keppninni. Hann hefur verið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði. Það gerir verkefnið ekki auðveldara á fimmtudaginn að í liðið vantar tvo af bestu leikmönnum íslenska liðsins, þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi núna sem gerir þetta erfiðara enda eigum við leik á móti einu besta landsliði heims. Það er samt eitthvað við þetta. Pressan er á þeim og við þurfum bara að stíga upp aftur,“ segir Aron Einar. Okkar menn fóru skelfilega af stað í Þjóðadeildinni og töpuðu 6-0 á móti Sviss. Því fylgdi 3-0 tap fyrir Belgíu á heimavelli en allt annað var að sjá til strákanna í síðasta landsliðsverkefni. Þeir fengu sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina. „Þetta er bara hluti af fótboltanum og gagnrýninni. Þegar að okkur gengur illa eigum við að fá gagnrýni alveg eins og að við fáum lof þegar að gengur vel. En, það er nóg eftir,“ segir Aron Einar. „Við erum margir fæddir 88-90. Það er fullt eftir. Hungrið er mikið og okkur langar alla að finna fyrir tilfinningunni að komast á stórmót eins og þegar að við komumst í fyrsta sinn á EM. Það vita allir hvernig það fór.“ „Stundum er þetta upp og stundum er þetta niður í fótbolta en það sýnir bara karakterinn þinn hvernig þú kemur til baka eftir svona og það er fullt af flottum karakterum í þessum hóp,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Leikur Íslands og Belgíu verður í beinni útsendingu á fimmtudagskvöldið á Stöð 2 Sport HD en upphitun hefst klukkan 19.00. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, á von á erfiðum leik á móti Belgíu á fimmtudagskvöldið þegar að strákarnir okkar spila síðasta leik sinn í Þjóðadeild UEFA. Okkar menn eru fallnir eftir þrjú töp í þremur leikjum en Aron Einar á enn eftir að þreyta frumraun sína í keppninni. Hann hefur verið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði. Það gerir verkefnið ekki auðveldara á fimmtudaginn að í liðið vantar tvo af bestu leikmönnum íslenska liðsins, þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi núna sem gerir þetta erfiðara enda eigum við leik á móti einu besta landsliði heims. Það er samt eitthvað við þetta. Pressan er á þeim og við þurfum bara að stíga upp aftur,“ segir Aron Einar. Okkar menn fóru skelfilega af stað í Þjóðadeildinni og töpuðu 6-0 á móti Sviss. Því fylgdi 3-0 tap fyrir Belgíu á heimavelli en allt annað var að sjá til strákanna í síðasta landsliðsverkefni. Þeir fengu sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina. „Þetta er bara hluti af fótboltanum og gagnrýninni. Þegar að okkur gengur illa eigum við að fá gagnrýni alveg eins og að við fáum lof þegar að gengur vel. En, það er nóg eftir,“ segir Aron Einar. „Við erum margir fæddir 88-90. Það er fullt eftir. Hungrið er mikið og okkur langar alla að finna fyrir tilfinningunni að komast á stórmót eins og þegar að við komumst í fyrsta sinn á EM. Það vita allir hvernig það fór.“ „Stundum er þetta upp og stundum er þetta niður í fótbolta en það sýnir bara karakterinn þinn hvernig þú kemur til baka eftir svona og það er fullt af flottum karakterum í þessum hóp,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Leikur Íslands og Belgíu verður í beinni útsendingu á fimmtudagskvöldið á Stöð 2 Sport HD en upphitun hefst klukkan 19.00.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira