Heiðraður vestan hafs fyrir framúrskarandi framlag til vísinda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2018 08:59 Kristján Sæmundsson, lengst til vinstri, þegar hann veitti verðlaununum viðtöku í Indianapolis í síðustu viku. Sigríður Pálmadóttir Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR), veitti í síðustu viku viðtöku verðlaunum samtakanna fyrir framlag sitt til jarðfræðikortalagningar og jarðhitarannsókna. Tilkynnt var um verðlaunin í sumar en Kristján hélt vestur um haf á dögunum til að taka við þeim í Indianapolis. Samtökin veita árlega nokkur verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til jarðvísinda og þá einkum í Bandaríkjunum. Þau verðlaun sem Kristján hlýtur eru kölluð „Florence Bascom Award for Geologic Mapping“. Þau voru veitt í fyrsta sinn árið 2015. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir framlag til jarðfræðikortlagningar sem leitt hefur til nýrrar vísindaþekkingar og/eða uppgötvunar hagnýtanlegra jarðrænna auðlinda og hafa stuðlað að auknum skilningi á hugtökum og grundvallarferlum í jarðfræði.Kristján að störfum í Hvalfirði.Sigurður G. KristinssonVerðlaunahafinn þarf að hafa verið höfundur að nákvæmum jarðfræðikortum, jarðfræðisniðum og yfirlitsskýrslum sem hafa öðlast vísindalega viðurkenningu sem eru í senn aðgengileg fræðimönnum og almenningi. Fjallað var um Kristján á heimasíðu ÍSOR í sumar og má sjá umfjöllunina hér að neðan.Kristján hlýtur verðlaunin fyrir brautryðjendastarf í jarðfræðikortlagningu og rannsóknum sem hafa stuðlað að byltingarkenndum breytingum á skilningi manna á jarðfræði og brotakerfum Íslands og Norður-Atlantshafs og fyrir framlag sitt til jarðhitarannsókna og þróunar sem hefur haft gífurlegt þjóðhagslegt gildi á Íslandi.Verðlaun Kristjáns.Sigríður PálmadóttirJarðfræðikortlagning og útgáfa jarðfræðikorta er starf sem margir koma að. Kristján hefur verið höfundur að langflestum jarðfræðikortum sem gefin hafa verið út á Íslandi. Kristján þykir vera frumkvöðull á þessu sviði og fremstur meðal jafningja. Síðustu árin hefur hann unnið ásamt samstarfsfólki sínu hjá ÍSOR að útgáfu nýrra og nákvæmari korta en áður hafa verið gefin út á Íslandi og kom fimmta kortið út í síðasta mánuði (innsk: júní).Hægt er að skoða nýjustu kortin í kortavefsjá á heimasíðu ÍSOR. Viðurkenning Kristjáns nær einnig til hins mikla og ómetalega framlags hans til nýtingar jarðhita á Íslandi til orkuvinnslu. Þótt fjölmargir jarðvísindamenn ÍSOR hafi komið að þeim málum í gegnum tíðina finnst varla sú hitaveita eða það jarðgufuver á Íslandi þar sem Kristján hefur ekki lagt hönd á plóg með rannsóknum, ráðgjöf og óbilandi áhuga sínum í meira en hálf öld. Það var fyrrverandi samstarfsmaður Kristjáns við rannsóknir á jarðfræði Flateyjarskaga, Barry Voight, áður prófessor við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu, sem tilnefndi Kristján til verðlaunanna. Vísindi Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR), veitti í síðustu viku viðtöku verðlaunum samtakanna fyrir framlag sitt til jarðfræðikortalagningar og jarðhitarannsókna. Tilkynnt var um verðlaunin í sumar en Kristján hélt vestur um haf á dögunum til að taka við þeim í Indianapolis. Samtökin veita árlega nokkur verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til jarðvísinda og þá einkum í Bandaríkjunum. Þau verðlaun sem Kristján hlýtur eru kölluð „Florence Bascom Award for Geologic Mapping“. Þau voru veitt í fyrsta sinn árið 2015. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir framlag til jarðfræðikortlagningar sem leitt hefur til nýrrar vísindaþekkingar og/eða uppgötvunar hagnýtanlegra jarðrænna auðlinda og hafa stuðlað að auknum skilningi á hugtökum og grundvallarferlum í jarðfræði.Kristján að störfum í Hvalfirði.Sigurður G. KristinssonVerðlaunahafinn þarf að hafa verið höfundur að nákvæmum jarðfræðikortum, jarðfræðisniðum og yfirlitsskýrslum sem hafa öðlast vísindalega viðurkenningu sem eru í senn aðgengileg fræðimönnum og almenningi. Fjallað var um Kristján á heimasíðu ÍSOR í sumar og má sjá umfjöllunina hér að neðan.Kristján hlýtur verðlaunin fyrir brautryðjendastarf í jarðfræðikortlagningu og rannsóknum sem hafa stuðlað að byltingarkenndum breytingum á skilningi manna á jarðfræði og brotakerfum Íslands og Norður-Atlantshafs og fyrir framlag sitt til jarðhitarannsókna og þróunar sem hefur haft gífurlegt þjóðhagslegt gildi á Íslandi.Verðlaun Kristjáns.Sigríður PálmadóttirJarðfræðikortlagning og útgáfa jarðfræðikorta er starf sem margir koma að. Kristján hefur verið höfundur að langflestum jarðfræðikortum sem gefin hafa verið út á Íslandi. Kristján þykir vera frumkvöðull á þessu sviði og fremstur meðal jafningja. Síðustu árin hefur hann unnið ásamt samstarfsfólki sínu hjá ÍSOR að útgáfu nýrra og nákvæmari korta en áður hafa verið gefin út á Íslandi og kom fimmta kortið út í síðasta mánuði (innsk: júní).Hægt er að skoða nýjustu kortin í kortavefsjá á heimasíðu ÍSOR. Viðurkenning Kristjáns nær einnig til hins mikla og ómetalega framlags hans til nýtingar jarðhita á Íslandi til orkuvinnslu. Þótt fjölmargir jarðvísindamenn ÍSOR hafi komið að þeim málum í gegnum tíðina finnst varla sú hitaveita eða það jarðgufuver á Íslandi þar sem Kristján hefur ekki lagt hönd á plóg með rannsóknum, ráðgjöf og óbilandi áhuga sínum í meira en hálf öld. Það var fyrrverandi samstarfsmaður Kristjáns við rannsóknir á jarðfræði Flateyjarskaga, Barry Voight, áður prófessor við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu, sem tilnefndi Kristján til verðlaunanna.
Vísindi Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira