Fótbolti

Tapað einum leik af fimmtán og með 28 mörk í plús

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku fagnar marki sínu á Laugardalsvelli.
Lukaku fagnar marki sínu á Laugardalsvelli. vísir/getty
Ísland mætir Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld en leikur verður í Brussel. Flautað verður til leiks klukkan 19.45.

Árangur Belgíu á árinu er magnaður. Liðið hefur spilað fimmtán leiki á almanaksárinu og árangurinn er öflugur enda liðið í efsta sæti heimslista FIFA.

Belgar hafa spilað fimmtán leiki á árinu. Eina tap liðsins kom gegn heimsmeisturum Frakka í undanúrslitunum á HM í Rússlandi í sumar þar sem þeir töpuðu 1-0.

Liðið hefur svo gert tvö jafntefli; markalaust gegn Portúgal í vináttuleik rétt fyrir HM og svo 1-1 gegn Hollandi fyrir mánuði síðan.

Varnarleikur liðsins er afar traustur og tölurnar gefa það til að kynna. Liðið hefur fengið á sig tíu mörk í leikjunum fimmtán og sóknarleikurinn er þekkt stærð; 38 mörk í fimmtán leikjum.

Það er því ljóst að íslenska landsliðið á vandasamt verkefni fyrir höndum annað kvöld en einnig er Ísland án margra lykilmanna.

Belgía á árinu 2018:

Fimmtán leikir: Tólf sigrar, tvö jafntefli og eitt tap

Markatalan: 38-10




Fleiri fréttir

Sjá meira


×