Enski boltinn

Eriksen segir Bale ekki langt frá Messi og Ronaldo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bale og Eriksen heilsast eftir fyrri leik liðanna í Danmörku.
Bale og Eriksen heilsast eftir fyrri leik liðanna í Danmörku. vísir/getty
Christian Eriksen, leikmaður Tottanham og danska landsliðsins, segir að fyrrum samherji sinn hjá Tottenham, Gareth Bale, sé ekki langt frá því að vera í sama flokki og Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

Eriksen og Bale mætast annað kvöld er Wales og Danmörk mætast í Þjóðadeildinni en leikið verður í Wales. Eriksen hrósaði fyrrum samherja sínum fyrir leikinn.

„Hann er topp, topp leikmaður. Enginn í heiminum er í sama flokki og Messi og Ronaldo en hann er í hópi leikmanna sem eru mjög, mjög nálægt þeim,“ sagði Eriksen.

„Hann hefur verið að spila lengi með Real Madrid og hann hefur gert það mjög gott þar. Bara það að spurja um að bera hann saman við Ronaldo og Messi sýnir það að hann er þarna uppi með þeim.“

„Bale er leikmaður sem gefur þér alltaf eitthvað aukelega. Hann gerir það fyrir öll lið sem hann spilar fyrir. Hann er fljótur, beinskeyttur og skorar alltaf mörk,“ sagði Daninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×