Eggert: Það getur borgað sig að vera á réttum stað á réttum tíma Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 15. nóvember 2018 11:30 Eggert Gunnþór í baráttunni á móti Sviss á EM U21 2011. vísir/getty Austfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson er mættur aftur í íslenska landsliðið í fótbolta eftir sex ára fjarveru. Meiðslavandræðin í íslenska hópnum eru svo mikil að hann er allt eins líklegur til að byrja á móti Belgíu í kvöld. Eggert Gunnþór spilaði síðasta landsleik á móti Sviss árið 2012 en hefur síðan þá ekki komið inn á í bláu treyjunni. Hann spilar nú með SönderjyskE í Danmörku og segist aldrei hafa misst trúna á endurkomu. „Ég hafði alltaf trú á þessu þó langt væri um liðið. Ég alltaf tilbúinn og það er ánægjulegt að fá tækifæri aftur,“ segir Eggert Gunnþór, en fannst honum framhjá sér gangið á einhverjum tímapunkti? „Maður getur ekki verið að svekkja sig á svona hlutum. Maður vill alltaf fá tækifæri en að sama skapi hefur liðinu gengið vel undanfarin ár og ekki verið mikið um meiðsli.“Strákarnir æfðu á keppnisvellinum í gær.vísr/tomVerð að nýta tækifærið Meiðslavandræðin eru svo svakaleg hjá íslenska liðinu að Eggert gæti farið úr því að vera ekki í liðinu í sex ár í það að byrja leikinn í kvöld. „Maður vonast alltaf til þess að fá að spila en við sjáum hvað gerist í þessum leik. Ef ég fæ tækifæri þá verð ég að reyna að nýta það. Ég hef spilað marga landsleiki og er með reynslu. Þetta er ekkert nýtt fyrir mig en það er langt síðan að ég var hér síðast,“ segir Eggert sem vonar að þetta kall á hann núna gæti komið landsliðsferlinum af stað. „Ef við horfum bara á Kára Árna þá kom hann inn aftur í landsliðið um þrítugt og hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins síðan þá. Hann er hvatning og fyrirmynd fyrir mann eins og mig. Þetta hefur verið gert áður.“ Eggert er hluti af gullkynslóðinni en hann var með Gylfa, Aroni og félögum á EM U21 í Danmörku fyrir sjö árum og þekkir því marga mjög vel í liðinu. „Margir þessir strákar eru mjög góðir vinir mínir. Þetta eru strákar sem ég hef eytt miklum tíma með frá því við vorum 16 ára. Það breytist ekkert og það er alltaf gaman að hitta þessa stráka. Það er gaman að vera kominn aftur og hitta þá,“ segir Eggert sem er meðvitaður um að kvöldið í kvöld gæti orðið stórt fyrir hann. „Ég er búinn að vera það lengi í fótbolta að ég veit alveg að það getur borgað sig að vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Maður hefur séð mörg dæmi um það. Það er mjög stutt á milli í þessu. Ég verð bara að nýta tækifærið ef það gefst,“ segir Eggert Gunnþór Jónsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30 Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Sjá meira
Austfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson er mættur aftur í íslenska landsliðið í fótbolta eftir sex ára fjarveru. Meiðslavandræðin í íslenska hópnum eru svo mikil að hann er allt eins líklegur til að byrja á móti Belgíu í kvöld. Eggert Gunnþór spilaði síðasta landsleik á móti Sviss árið 2012 en hefur síðan þá ekki komið inn á í bláu treyjunni. Hann spilar nú með SönderjyskE í Danmörku og segist aldrei hafa misst trúna á endurkomu. „Ég hafði alltaf trú á þessu þó langt væri um liðið. Ég alltaf tilbúinn og það er ánægjulegt að fá tækifæri aftur,“ segir Eggert Gunnþór, en fannst honum framhjá sér gangið á einhverjum tímapunkti? „Maður getur ekki verið að svekkja sig á svona hlutum. Maður vill alltaf fá tækifæri en að sama skapi hefur liðinu gengið vel undanfarin ár og ekki verið mikið um meiðsli.“Strákarnir æfðu á keppnisvellinum í gær.vísr/tomVerð að nýta tækifærið Meiðslavandræðin eru svo svakaleg hjá íslenska liðinu að Eggert gæti farið úr því að vera ekki í liðinu í sex ár í það að byrja leikinn í kvöld. „Maður vonast alltaf til þess að fá að spila en við sjáum hvað gerist í þessum leik. Ef ég fæ tækifæri þá verð ég að reyna að nýta það. Ég hef spilað marga landsleiki og er með reynslu. Þetta er ekkert nýtt fyrir mig en það er langt síðan að ég var hér síðast,“ segir Eggert sem vonar að þetta kall á hann núna gæti komið landsliðsferlinum af stað. „Ef við horfum bara á Kára Árna þá kom hann inn aftur í landsliðið um þrítugt og hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins síðan þá. Hann er hvatning og fyrirmynd fyrir mann eins og mig. Þetta hefur verið gert áður.“ Eggert er hluti af gullkynslóðinni en hann var með Gylfa, Aroni og félögum á EM U21 í Danmörku fyrir sjö árum og þekkir því marga mjög vel í liðinu. „Margir þessir strákar eru mjög góðir vinir mínir. Þetta eru strákar sem ég hef eytt miklum tíma með frá því við vorum 16 ára. Það breytist ekkert og það er alltaf gaman að hitta þessa stráka. Það er gaman að vera kominn aftur og hitta þá,“ segir Eggert sem er meðvitaður um að kvöldið í kvöld gæti orðið stórt fyrir hann. „Ég er búinn að vera það lengi í fótbolta að ég veit alveg að það getur borgað sig að vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Maður hefur séð mörg dæmi um það. Það er mjög stutt á milli í þessu. Ég verð bara að nýta tækifærið ef það gefst,“ segir Eggert Gunnþór Jónsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30 Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Sjá meira
Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30
Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti