Fótbolti

Tap í fyrsta leik í Kína

Anton Ingi Leifsson skrifar
Byrjunarliðið í leiknum í dag.
Byrjunarliðið í leiknum í dag. mynd/ksí
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði 2-0 gegn Mexíkó en liðið er á móti í Chongqing í Kína.

Það byrjaði ekki vel fyrir Ísland því þegar átta mínútur voru liðnar komst Mexíkó 1-0 yfir. Eftir það tóku strákarnir við sér og voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik.

Ekki náðu þeir að jafna metin í fyrri hálfleik en næst komst Sveinn Aron Guðjohnsen. Skalli hans var varinn á línu en í síðari hálfleik var þrumuskot Daníel Hafsteinsson næst því að fara inn.

Er níu mínútur voru eftir af leiknum tvöfaldaði Mexíkó forystuna eftir skyndisókn. Lokatölur 2-0 sigur Mexíkó en næst mæta strákarnir okkar Kína á laugardaginn.

Byrjunarlið Íslands:

Daði Freyr Arnarsson

Alfons Sampsted

(58., Aron Már Brynjarsson)

Sigurður Arnar Magnússon

Axel Óskar Andrésson

Felix Örn Friðriksson

(58., Hörður Ingi Gunnarsson)

Júlíus Magnússon (F)

(75., Birkir Valur Jónsson)

Alex Þór Hauksson

(46., Ægir Jarl Jónasson)

Willum Þór Willumsson

(46., Daníel Hafsteinsson)

Kristófer Ingi Kristinsson

(58., Jónatan Ingi Jónsson)

Mikael Neville Anderson

(46., Stefán Teitur Þórðarson)

Sveinn Aron Guðjohnsen

(46., Guðmundur Andri Tryggvason)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×