Fótbolti

Króatar tryggðu sér úrslitaleik gegn Englendingum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Króatar eiga enn möguleika á að bjarga sér frá falli úr A-deild Þjóðadeildarinnar eftir sigur á Spáni á heimavelli.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Andrej Kramaric Króötum yfir á 54. mínútu en Daniel Ceballos jafnaði fyrir Spánverja tveimur mínútum seinna.

Tin Jedvaj kom Króötum aftur yfir áður en fyrirliðinn Sergio Ramos jafnaði á nýjan leik úr vítaspyrnu. Jedvaj skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og tryggði Króötum þrjú stig.

Króatar eru nú jafnir Englendingum að stigum og liðin mætast á sunnudaginn í úrslitaleik um sæti í A-deildinni.

Íslendingar halda líklega allir með Króatíu í þeim leik til þess að koma í veg fyrir að við lendum enn einu sinni í riðli með þeim í B-deildinni.

Úrslit kvöldsins í Þjóðadeildinni:

A deild:

Belgía - Ísland 2-0

Króatía - Spánn 3-2

B deild:

Austurríki - Bosnía 0-0

C deild:

Grikkland - Finnland 1-0

Ungverjaland - Eistland 2-0

D deild:

Kasakstan - Lettland 1-1

Andorra - Georgía 1-1

Lúxemborg - Hvíta Rússland 0-2

San Marínó - Moldavía 0-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×