Einkunnir Íslands: Kári bestur 15. nóvember 2018 21:50 Kári í baráttunni við markaskorarann í kvöld. vísir/getty Ísland tapaði í kvöld 2-0 fyrir Belgíu í síðasta leik liðsins í A-deild Þjóðadeildarinnar en bæði mörkin komu í síðari hálfleik. Mikil meiðsli voru í íslenska hópnum fyrir leikinn í kvöld og síðustu meiðslin komu í upphitun er Alfreð Finnbogason meiddist. Michy Batshuayi skoraði bæði mörk Belgíu í síðari hálfleik en bæði mörkin hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir. Kári Árnason var eins og klettur í vörn Íslands en hann var valinn maður leiksins að mati Vísis.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Öruggur í sínum aðgerðum framan af en gerði svo mistök í öðru markinu þegar að hann varði boltann beint fyrir framan fætur framherja Belganna. Gat lítið gert í fyrra markinu.Ari Freyr Skúlason, hægri vængbakvörður 7 Leysti nýja stöðu bara nokkuð vel á öfugum fæti hægra megin. Sterkur í vörninni og fer klárlega að gera tilkall til að fá stöðuna sína vinstra megin aftur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Var flottur með Kára við hliðina á sér og gat nýtt sér alla sína styrkleika. Staðsetti sig vel, öflugur í loftinu þegar að þess þurfti og alltaf mættur í hjálparvörn. Lá mikið á þeim félögum í vörninni.Kári Árnason, miðvörður 8 - maður leiksins Eins og klettur í hjarta varnarinnar og stýrði varnarlínunni mest megnis frábærlega. Varði sjálfur urmul skota og skallaði allt sem kom nálægt honum frá.Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 7 Sömuleiðis fínn í vörninni með Kára og Sverri. Öflugur í loftinu og átti nokkra fína bolta fram á við. Mikil spyrnugeta.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri vængbakvörður 5 Þjóðadeildin hefur ekki verið mótið hans Harðar. Átti í basli með að finna samherja oft á tíðum, missti boltann nokkrum sinnum illa og gleymdi sér svo enn og aftur í markinu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Fyrirliðinn gat varla hreyft sig en var samt besti miðjumaður liðsins. Stýrði liðinu frábærlega eins og þeir sem voru á vellinum í kvöld heyrðu. Mikilvægi hans þarf ekkert að fara yfir enn og aftur.Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 6 Leið mun betur en síðast þegar að hann byrjaði leik á miðjunni enda allt annað að vera undir leikstjórn Arons. Sýndi að það er margt spunnið í hann sem fótboltamann. Einfaldar og góðar sendingar inn á miðjunni. Átti samt kannski eðlilega erfitt uppdráttar á móti þessu frábæra liði Belga.Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 7 Kom óvænt inn í liðið á síðustu stundu en skilaði sínu bara vel. Var mjög duglegur inn á miðsvæðinu, varðist vel og hjálpaði til í sóknarleiknum þegar að þess þurfti.Albert Guðmundsson, sóknarmaður 8 Algjörlega óhræddur í þessum leik sem var unun að sjá. Er tæknilegt undur og fór stundum illa með leikmenn besta landsliðs heims. Fékk besta færi íslenska liðsins.Arnór Sigurðsson, framherji 7 Eins og Albert mætti hann til leiks óhræddur við Belgana og getur verið stoltur af sínum fyrsta landsleik. Hann hljóp í öll svæði sem buðust, spilaði boltanum vel frá sér og tengdi vel við Albert í framlínunni. Ekki mikið í boði fyrir þá frammi samt.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson 5 - (Kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 64. mínútu) Íslenska liðið var lítið með boltann og því gat Kolbeinn litlu bætt við leikinn.Jón Dagur Þorsteinsson - (Kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 87. mínútu) Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Ísland tapaði í kvöld 2-0 fyrir Belgíu í síðasta leik liðsins í A-deild Þjóðadeildarinnar en bæði mörkin komu í síðari hálfleik. Mikil meiðsli voru í íslenska hópnum fyrir leikinn í kvöld og síðustu meiðslin komu í upphitun er Alfreð Finnbogason meiddist. Michy Batshuayi skoraði bæði mörk Belgíu í síðari hálfleik en bæði mörkin hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir. Kári Árnason var eins og klettur í vörn Íslands en hann var valinn maður leiksins að mati Vísis.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Öruggur í sínum aðgerðum framan af en gerði svo mistök í öðru markinu þegar að hann varði boltann beint fyrir framan fætur framherja Belganna. Gat lítið gert í fyrra markinu.Ari Freyr Skúlason, hægri vængbakvörður 7 Leysti nýja stöðu bara nokkuð vel á öfugum fæti hægra megin. Sterkur í vörninni og fer klárlega að gera tilkall til að fá stöðuna sína vinstra megin aftur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Var flottur með Kára við hliðina á sér og gat nýtt sér alla sína styrkleika. Staðsetti sig vel, öflugur í loftinu þegar að þess þurfti og alltaf mættur í hjálparvörn. Lá mikið á þeim félögum í vörninni.Kári Árnason, miðvörður 8 - maður leiksins Eins og klettur í hjarta varnarinnar og stýrði varnarlínunni mest megnis frábærlega. Varði sjálfur urmul skota og skallaði allt sem kom nálægt honum frá.Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 7 Sömuleiðis fínn í vörninni með Kára og Sverri. Öflugur í loftinu og átti nokkra fína bolta fram á við. Mikil spyrnugeta.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri vængbakvörður 5 Þjóðadeildin hefur ekki verið mótið hans Harðar. Átti í basli með að finna samherja oft á tíðum, missti boltann nokkrum sinnum illa og gleymdi sér svo enn og aftur í markinu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Fyrirliðinn gat varla hreyft sig en var samt besti miðjumaður liðsins. Stýrði liðinu frábærlega eins og þeir sem voru á vellinum í kvöld heyrðu. Mikilvægi hans þarf ekkert að fara yfir enn og aftur.Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 6 Leið mun betur en síðast þegar að hann byrjaði leik á miðjunni enda allt annað að vera undir leikstjórn Arons. Sýndi að það er margt spunnið í hann sem fótboltamann. Einfaldar og góðar sendingar inn á miðjunni. Átti samt kannski eðlilega erfitt uppdráttar á móti þessu frábæra liði Belga.Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 7 Kom óvænt inn í liðið á síðustu stundu en skilaði sínu bara vel. Var mjög duglegur inn á miðsvæðinu, varðist vel og hjálpaði til í sóknarleiknum þegar að þess þurfti.Albert Guðmundsson, sóknarmaður 8 Algjörlega óhræddur í þessum leik sem var unun að sjá. Er tæknilegt undur og fór stundum illa með leikmenn besta landsliðs heims. Fékk besta færi íslenska liðsins.Arnór Sigurðsson, framherji 7 Eins og Albert mætti hann til leiks óhræddur við Belgana og getur verið stoltur af sínum fyrsta landsleik. Hann hljóp í öll svæði sem buðust, spilaði boltanum vel frá sér og tengdi vel við Albert í framlínunni. Ekki mikið í boði fyrir þá frammi samt.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson 5 - (Kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 64. mínútu) Íslenska liðið var lítið með boltann og því gat Kolbeinn litlu bætt við leikinn.Jón Dagur Þorsteinsson - (Kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 87. mínútu)
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira