Íslensk sjálfboðaliðasamtök sýknuð af launakröfu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2018 17:52 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag sjálfboðaliðasamtökin Seeds á Íslandi af launakröfu portúgalska doktorsnemans Tiago Quintanihla. Krafan sneri að vangoldnum launum og hljóðaði upp á rúmar tvær milljónir króna. Tiago höfðaði í nóvember á síðasta ári, með aðstoð lögfræðinga stéttarfélagsins Eflingar. Þegar Vísir fjallaði um málið sumarið 2017 sögðu forsvarsmenn Eflingar málið vera skýrt dæmi um undirboð á vinnumarkaði. Þegar málið kom upp buðu samtökin Tiago 200.000 krónur en hann hafnaði því. Vinnan sem Tiago innti af hendi fyrir Seeds fólst aðallega í akstri.Tiago í íslenskri náttúru árið 2016. Hann starfaði við akstur fyrir sjálfboðaliðasamtökin Seeds og kvartaði undan álagi og ótryggum aðstæðum.Þegar málið rataði í fjölmiðla sumarið 2017 var Tiago staddur í Portúgal. Í samtali við fréttastofu lýsti hann því að honum hafi oft verið gert að vinna mun lengri vinnudaga en samningur hans við samtökin kvað á um. Þá hafi bifreiðarnar sem Tiago notaði við sjálfboðastarfið virst ótryggir og í slæmu ásigkomulagi. Fyrir dómi var krafa Tiago sú að hann fengi greidd laun fyrir þá vinnu sem hann hefði unnið fyrir samtökin, á grundvelli meginreglu vinnuréttarins um skyldu atvinnurekanda til að greiða starfsmanni sínum rétt laun fyrir alla þá vinnu sem hann innir af hendi. Þá byggðu sjálfboðaliðasamtökin kröfu sína um sýknu á því að Tiago hafi ekki verið ráðinn til samtakanna sem launaður starfsmaður heldur sjálfboðaliði. Þá séu samtökin ekki fyrirtæki í efnahagslegum rekstri með hagnaðarvon fyrir augum. Auk þess yrði sú vinna sem innt er af hendi í nafni samtakanna ekki unnin ef fólk væri ekki tilbúið að gefa vinnu sína. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að stefnanda, Tiago, hafi ekki tekist að sýna fram á að hann skyldi teljast launamaður í starfsemi Seeds. Því voru samtökin sýknuð af kröfu hans. Dómsmál Tengdar fréttir Launakrafa upp á tvær milljónir á íslensk sjálfboðaliðasamtök Doktorsnemi frá Portúgal leitaði til lögreglu vegna starfa sinna fyrir íslensk sjálfboðaliðasamtök og greindi frá vinnuálagi og ótryggum aðstæðum. Stéttarfélagið Efling gerir tveggja milljóna króna launakröfu á samtökin. 17. júní 2017 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag sjálfboðaliðasamtökin Seeds á Íslandi af launakröfu portúgalska doktorsnemans Tiago Quintanihla. Krafan sneri að vangoldnum launum og hljóðaði upp á rúmar tvær milljónir króna. Tiago höfðaði í nóvember á síðasta ári, með aðstoð lögfræðinga stéttarfélagsins Eflingar. Þegar Vísir fjallaði um málið sumarið 2017 sögðu forsvarsmenn Eflingar málið vera skýrt dæmi um undirboð á vinnumarkaði. Þegar málið kom upp buðu samtökin Tiago 200.000 krónur en hann hafnaði því. Vinnan sem Tiago innti af hendi fyrir Seeds fólst aðallega í akstri.Tiago í íslenskri náttúru árið 2016. Hann starfaði við akstur fyrir sjálfboðaliðasamtökin Seeds og kvartaði undan álagi og ótryggum aðstæðum.Þegar málið rataði í fjölmiðla sumarið 2017 var Tiago staddur í Portúgal. Í samtali við fréttastofu lýsti hann því að honum hafi oft verið gert að vinna mun lengri vinnudaga en samningur hans við samtökin kvað á um. Þá hafi bifreiðarnar sem Tiago notaði við sjálfboðastarfið virst ótryggir og í slæmu ásigkomulagi. Fyrir dómi var krafa Tiago sú að hann fengi greidd laun fyrir þá vinnu sem hann hefði unnið fyrir samtökin, á grundvelli meginreglu vinnuréttarins um skyldu atvinnurekanda til að greiða starfsmanni sínum rétt laun fyrir alla þá vinnu sem hann innir af hendi. Þá byggðu sjálfboðaliðasamtökin kröfu sína um sýknu á því að Tiago hafi ekki verið ráðinn til samtakanna sem launaður starfsmaður heldur sjálfboðaliði. Þá séu samtökin ekki fyrirtæki í efnahagslegum rekstri með hagnaðarvon fyrir augum. Auk þess yrði sú vinna sem innt er af hendi í nafni samtakanna ekki unnin ef fólk væri ekki tilbúið að gefa vinnu sína. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að stefnanda, Tiago, hafi ekki tekist að sýna fram á að hann skyldi teljast launamaður í starfsemi Seeds. Því voru samtökin sýknuð af kröfu hans.
Dómsmál Tengdar fréttir Launakrafa upp á tvær milljónir á íslensk sjálfboðaliðasamtök Doktorsnemi frá Portúgal leitaði til lögreglu vegna starfa sinna fyrir íslensk sjálfboðaliðasamtök og greindi frá vinnuálagi og ótryggum aðstæðum. Stéttarfélagið Efling gerir tveggja milljóna króna launakröfu á samtökin. 17. júní 2017 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Launakrafa upp á tvær milljónir á íslensk sjálfboðaliðasamtök Doktorsnemi frá Portúgal leitaði til lögreglu vegna starfa sinna fyrir íslensk sjálfboðaliðasamtök og greindi frá vinnuálagi og ótryggum aðstæðum. Stéttarfélagið Efling gerir tveggja milljóna króna launakröfu á samtökin. 17. júní 2017 07:00