Sósíalistar í stórræðum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 10:00 Sósíalistar fóru með völdin í um fimmtíu ár í Neskaupstað. Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson komst að ýmsu forvitnilegu um bæjarbúa og líf þeirra og gerir því skil í heimildarmyndinni Litla Moskva. Fréttablaðið/Anton Brink Í vikunni hófust sýningar á heimildarmynd Gríms Hákonarsonar, Litlu Moskvu. Myndin fjallar um líf fólks í Neskaupstað þar sem sósíalistar réðu lofum og lögum í bænum. Grímur er ekki frá Neskaupstað en segist hafa verið forvitinn frá æsku um þennan rauða bæ fyrir austan. „Nei, ég er ekki þaðan en ég man eftir því þegar ég var krakki að fylgjast með kosningasjónvarpinu þegar talað var um þennan forvitnilega eldrauða bæ fyrir austan. Allt Ísland var blátt, nema þessi bær,“ svarar Grímur sem segist alltaf hafa séð fyrir sér að þetta væri einstakur bær. „Fyrir nokkrum árum var ég að rifja þetta upp í samtali við vin minn Ingimar Pálsson sem bjó fyrir austan og var organisti í bænum. Mig vantaði verkefni á þessum tíma og ákvað að fara í heimsókn til hans. Þar kviknaði áhuginn fyrir alvöru. Ég komst að því að ég þyrfti að hafa hraðar hendur. Nokkrir voru komnir á háan aldur. Til dæmis aðalpersóna myndarinnar, Guðmundur Sigurjónsson, mjög harður kommi af gamla skólanum. Guðmundur dó stuttu eftir að ég tók viðtalið við hann. Myndin hefði ekki orðið jafn góð ef ég hefði ekki tekið viðtal við hann,“ segir hann. Grímur byrjaði að vinna að myndinni fyrir fimm árum. Velgengni Hrúta tafði framleiðslu myndarinnar. Hann þurfti að hafa sig allan við að fylgja kvikmyndinni eftir. Vinsældir Hrúta í Ástralíu voru slíkar að nú eru tökur hafnar á ástralskri kvikmynd, Rams, sem er byggð á Hrútum. Í Rams fara með aðalhlutverk Michael Caton og Sam Neill. Grunnsagan er sú sama þótt auðvitað hafi þurft að aðlaga handritið hlýrri veðráttu. „Það er ótrúlega spennandi að fylgjast með þessu verkefni, vinsældir myndarinnar í þessum heimshluta komu mér þægilega á óvart,“ segir hann frá. Grímur segir félögum sínum í kvikmyndagerð hafa fundist uppátæki hans stórfurðulegt. Að standa í að gera þessu litlu heimildarmynd um Neskaupstað. „Já, fólki í kringum mig fannst þetta ofsalega sérstakt og var hissa á því að ég væri að standa í þessu. Ég fann líka að þetta kom svolítið flatt upp á fólk fyrir austan. Sér í lagi vegna þess að ég er ekki þaðan. Í fyrstu vantreysti fólk þessum kvikmyndagerðarmanni að sunnan,“ segir Grímur sem segist hins vegar hafa fundið til skyldunnar. „Ég vissi að það myndi enginn annar gera þetta og þetta eru merkilegar heimildir. Viðmælendurnir eru allt fólk sem býr í Neskaupstað, sem lifir og hrærist í þessum veruleika. Ég er ekki að taka viðtöl við sagnfræðinga í Reykjavík eða fólk sem er flutt úr bænum. Ég fór líka þá leið að tala ekki bara við gamla kommúnista heldur líka ungt fólk sem hefur tengingu við söguna,“ segir Grímur sem fór aðra leið í heimildarmynd sinni Hvelli sem fjallaði um þann atburð þegar bændur í Suður-Þingeyjarsýslu tóku sig saman og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá við Mývatn. „Þá talaði ég bara við bændur og tók í raun aðeins þeirra hlið. Nú fór ég þá leið að ræða við fólk á mismunandi pólum.“ Hvað kom þér mest á óvart? „Ég vissi rosalega lítið um bæinn og það sem kom mér mest á óvart er það hvernig þessu tímabili sósíalistanna lýkur. Það tengist nefnilega byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álverinu. Kommarnir Í Neskaupstað voru iðnaðarkommar, þeir gerðu allt til að skapa atvinnu. Þeir fóru í það að biðla til álvers að koma þangað og eru aðalhvatamenn að þessu álveri og Kárahnjúkavirkjun líka. Til þess að fá álverið þurftu þeir að sameinast bæjarfélögum í kring til að búa um álverið. Þannig fellur sósíalisminn af sjálfu sér, þeir redda atvinnunni en fórna þessari sósíalísku einingu sem var þarna,“ segir Grímur.„Sósíalistar komast til valda í Neskaupstað árið 1946. Það er eftir stríðið og það er bullandi velmegun, svaka uppbygging og ákveðið gullaldarskeið. Þetta er merkilegt og í miðju kalda stríðinu var bærinn sá eini þar sem sósíalistar fóru með völd. Eftir 1974 byrjar smám saman að fjara undan þessu. Þá féll snjóflóð á bæinn sem hafði skelfilegar afleiðingar og skildi Síldarvinnsluna, aðalútgerðarfyrirtæki bæjarins, eftir í miklum skuldum. Hún var alltaf í eigu bæjarbúa en á tíunda áratugnum fer hún á hlutabréfamarkað og bæjarbúar missa völdin yfir fyrirtækinu.“ Hverjir voru draumar þessa fólks? Hvernig bjó það? „Sósíalistar hér sem annars staðar óskuðu sér alheimsbyltingar. Menn gerðu ráð fyrir því að hún yrði á ákveðnum tímum. Menn Í Neskaupstað voru alltaf að bíða eftir byltingunni en þær væntingar fara auðvitað forgörðum og vonbrigðin með Sovétríkin voru ofsaleg. Menn trúðu því lengi vel í blindni að Sovétríkin væru fyrirmyndarríki og þegar hryllingurinn kemur í ljós, morðin og spillingin, þá er það erfitt. Þeim hefur síðan þá verið velt mikið upp úr þeirri for,“ segir Grímur. „En hið daglega líf fólks í Neskaupstað snerist um að halda nægri atvinnu í bænum fyrir fólkið. Atvinnuleysi, það mátti aldrei vera. Þeir voru líka stórtækir í velferðarmálum. Byggðu skóla, fyrsta barnaheimilið á landsbyggðinni og sjúkrahús sem var í raun alltof stórt fyrir þennan litla bæ. Þetta þótti alls ekki sjálfsagt mál á þesum tíma. Þeir voru á undan sinni samtíð. Fólki leið vel í bænum,“ segir Grímur. „Það er arfleifðin. Velferðarmálin, þjóðfélag okkar og í Evrópu er mjög sósíalíserað. Það er vegna verkalýðsbaráttunnar og sósíalískrar hugmyndafræði. Í Neskaupstað eru ennþá mjög sterkar stoðir, velmegun og gott félagslegt kerfi.“ Fannstu enga njósnara? Grímur skellir upp úr. „Frá KGB? Nei, reyndar ekki. En það var mikið af fólki sem fór í boðsferðir til Sovétríkjanna. Bæjarstjórinn fór í boðsferð á Krímskaga með eiginkonuna. Svo voru fluttir inn listamenn á vegum MÍR. Þá komu þeir alltaf til Norðfjarðar þar sem var annað útibú MÍR. Annað sem var merkilegt, þá var mikið verið að senda ungmenni í kommúnískar sumarbúðir, ungt fólk fékk slíkar ferðir í fermingargjöf,“ segir Grímur sem ræðir við Ingibjörgu Þórðardóttur í heimildarmyndinni um hennar reynslu af því að fara í sumarbúðir í Austur-Þýskalandi. Grímur hefur nýlokið við að klippa næstu leiknu kvikmynd sína í fullri lengd, Héraðið, sem verður frumsýnd næsta vor. Enn er sögusviðið íslensk sveit og bændur í aðalhlutverki. En nú er aðalpersónan kona sem fer í uppreisn. Með hlutverk hennar fer Arndís Hrönn Egilsdóttir. „Þetta er kona sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu sem öllu ræður. Um leið berst hún gegn karllægum gildum sem eru ráðandi. Þetta er pólitísk mynd, ádeila,“ segir Grímur og útilokar ekki að Litla Moskva hafi smitað frá sér í kvikmyndina. Grímur hefur sópað til sín verðlaunum og viðurkenningum fyrir kvikmyndina Hrúta. „Hrútar opnuðu ýmsar dyr fyrir mér erlendis. Ég er kominn með umboðsmann í Los Angeles og London og er að þreifa fyrir mér að gera mynd á ensku. Ég er að vinna með sögu sem ég skrifa með áströlskum handritshöfundi, þetta gæti orðið mín næsta mynd en ég get lítið sagt um það á þessu stigi. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Grímur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Í vikunni hófust sýningar á heimildarmynd Gríms Hákonarsonar, Litlu Moskvu. Myndin fjallar um líf fólks í Neskaupstað þar sem sósíalistar réðu lofum og lögum í bænum. Grímur er ekki frá Neskaupstað en segist hafa verið forvitinn frá æsku um þennan rauða bæ fyrir austan. „Nei, ég er ekki þaðan en ég man eftir því þegar ég var krakki að fylgjast með kosningasjónvarpinu þegar talað var um þennan forvitnilega eldrauða bæ fyrir austan. Allt Ísland var blátt, nema þessi bær,“ svarar Grímur sem segist alltaf hafa séð fyrir sér að þetta væri einstakur bær. „Fyrir nokkrum árum var ég að rifja þetta upp í samtali við vin minn Ingimar Pálsson sem bjó fyrir austan og var organisti í bænum. Mig vantaði verkefni á þessum tíma og ákvað að fara í heimsókn til hans. Þar kviknaði áhuginn fyrir alvöru. Ég komst að því að ég þyrfti að hafa hraðar hendur. Nokkrir voru komnir á háan aldur. Til dæmis aðalpersóna myndarinnar, Guðmundur Sigurjónsson, mjög harður kommi af gamla skólanum. Guðmundur dó stuttu eftir að ég tók viðtalið við hann. Myndin hefði ekki orðið jafn góð ef ég hefði ekki tekið viðtal við hann,“ segir hann. Grímur byrjaði að vinna að myndinni fyrir fimm árum. Velgengni Hrúta tafði framleiðslu myndarinnar. Hann þurfti að hafa sig allan við að fylgja kvikmyndinni eftir. Vinsældir Hrúta í Ástralíu voru slíkar að nú eru tökur hafnar á ástralskri kvikmynd, Rams, sem er byggð á Hrútum. Í Rams fara með aðalhlutverk Michael Caton og Sam Neill. Grunnsagan er sú sama þótt auðvitað hafi þurft að aðlaga handritið hlýrri veðráttu. „Það er ótrúlega spennandi að fylgjast með þessu verkefni, vinsældir myndarinnar í þessum heimshluta komu mér þægilega á óvart,“ segir hann frá. Grímur segir félögum sínum í kvikmyndagerð hafa fundist uppátæki hans stórfurðulegt. Að standa í að gera þessu litlu heimildarmynd um Neskaupstað. „Já, fólki í kringum mig fannst þetta ofsalega sérstakt og var hissa á því að ég væri að standa í þessu. Ég fann líka að þetta kom svolítið flatt upp á fólk fyrir austan. Sér í lagi vegna þess að ég er ekki þaðan. Í fyrstu vantreysti fólk þessum kvikmyndagerðarmanni að sunnan,“ segir Grímur sem segist hins vegar hafa fundið til skyldunnar. „Ég vissi að það myndi enginn annar gera þetta og þetta eru merkilegar heimildir. Viðmælendurnir eru allt fólk sem býr í Neskaupstað, sem lifir og hrærist í þessum veruleika. Ég er ekki að taka viðtöl við sagnfræðinga í Reykjavík eða fólk sem er flutt úr bænum. Ég fór líka þá leið að tala ekki bara við gamla kommúnista heldur líka ungt fólk sem hefur tengingu við söguna,“ segir Grímur sem fór aðra leið í heimildarmynd sinni Hvelli sem fjallaði um þann atburð þegar bændur í Suður-Þingeyjarsýslu tóku sig saman og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá við Mývatn. „Þá talaði ég bara við bændur og tók í raun aðeins þeirra hlið. Nú fór ég þá leið að ræða við fólk á mismunandi pólum.“ Hvað kom þér mest á óvart? „Ég vissi rosalega lítið um bæinn og það sem kom mér mest á óvart er það hvernig þessu tímabili sósíalistanna lýkur. Það tengist nefnilega byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álverinu. Kommarnir Í Neskaupstað voru iðnaðarkommar, þeir gerðu allt til að skapa atvinnu. Þeir fóru í það að biðla til álvers að koma þangað og eru aðalhvatamenn að þessu álveri og Kárahnjúkavirkjun líka. Til þess að fá álverið þurftu þeir að sameinast bæjarfélögum í kring til að búa um álverið. Þannig fellur sósíalisminn af sjálfu sér, þeir redda atvinnunni en fórna þessari sósíalísku einingu sem var þarna,“ segir Grímur.„Sósíalistar komast til valda í Neskaupstað árið 1946. Það er eftir stríðið og það er bullandi velmegun, svaka uppbygging og ákveðið gullaldarskeið. Þetta er merkilegt og í miðju kalda stríðinu var bærinn sá eini þar sem sósíalistar fóru með völd. Eftir 1974 byrjar smám saman að fjara undan þessu. Þá féll snjóflóð á bæinn sem hafði skelfilegar afleiðingar og skildi Síldarvinnsluna, aðalútgerðarfyrirtæki bæjarins, eftir í miklum skuldum. Hún var alltaf í eigu bæjarbúa en á tíunda áratugnum fer hún á hlutabréfamarkað og bæjarbúar missa völdin yfir fyrirtækinu.“ Hverjir voru draumar þessa fólks? Hvernig bjó það? „Sósíalistar hér sem annars staðar óskuðu sér alheimsbyltingar. Menn gerðu ráð fyrir því að hún yrði á ákveðnum tímum. Menn Í Neskaupstað voru alltaf að bíða eftir byltingunni en þær væntingar fara auðvitað forgörðum og vonbrigðin með Sovétríkin voru ofsaleg. Menn trúðu því lengi vel í blindni að Sovétríkin væru fyrirmyndarríki og þegar hryllingurinn kemur í ljós, morðin og spillingin, þá er það erfitt. Þeim hefur síðan þá verið velt mikið upp úr þeirri for,“ segir Grímur. „En hið daglega líf fólks í Neskaupstað snerist um að halda nægri atvinnu í bænum fyrir fólkið. Atvinnuleysi, það mátti aldrei vera. Þeir voru líka stórtækir í velferðarmálum. Byggðu skóla, fyrsta barnaheimilið á landsbyggðinni og sjúkrahús sem var í raun alltof stórt fyrir þennan litla bæ. Þetta þótti alls ekki sjálfsagt mál á þesum tíma. Þeir voru á undan sinni samtíð. Fólki leið vel í bænum,“ segir Grímur. „Það er arfleifðin. Velferðarmálin, þjóðfélag okkar og í Evrópu er mjög sósíalíserað. Það er vegna verkalýðsbaráttunnar og sósíalískrar hugmyndafræði. Í Neskaupstað eru ennþá mjög sterkar stoðir, velmegun og gott félagslegt kerfi.“ Fannstu enga njósnara? Grímur skellir upp úr. „Frá KGB? Nei, reyndar ekki. En það var mikið af fólki sem fór í boðsferðir til Sovétríkjanna. Bæjarstjórinn fór í boðsferð á Krímskaga með eiginkonuna. Svo voru fluttir inn listamenn á vegum MÍR. Þá komu þeir alltaf til Norðfjarðar þar sem var annað útibú MÍR. Annað sem var merkilegt, þá var mikið verið að senda ungmenni í kommúnískar sumarbúðir, ungt fólk fékk slíkar ferðir í fermingargjöf,“ segir Grímur sem ræðir við Ingibjörgu Þórðardóttur í heimildarmyndinni um hennar reynslu af því að fara í sumarbúðir í Austur-Þýskalandi. Grímur hefur nýlokið við að klippa næstu leiknu kvikmynd sína í fullri lengd, Héraðið, sem verður frumsýnd næsta vor. Enn er sögusviðið íslensk sveit og bændur í aðalhlutverki. En nú er aðalpersónan kona sem fer í uppreisn. Með hlutverk hennar fer Arndís Hrönn Egilsdóttir. „Þetta er kona sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu sem öllu ræður. Um leið berst hún gegn karllægum gildum sem eru ráðandi. Þetta er pólitísk mynd, ádeila,“ segir Grímur og útilokar ekki að Litla Moskva hafi smitað frá sér í kvikmyndina. Grímur hefur sópað til sín verðlaunum og viðurkenningum fyrir kvikmyndina Hrúta. „Hrútar opnuðu ýmsar dyr fyrir mér erlendis. Ég er kominn með umboðsmann í Los Angeles og London og er að þreifa fyrir mér að gera mynd á ensku. Ég er að vinna með sögu sem ég skrifa með áströlskum handritshöfundi, þetta gæti orðið mín næsta mynd en ég get lítið sagt um það á þessu stigi. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Grímur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira