Innlent

Farþegar fastir um borð í flugvélum á Keflavíkurflugvelli

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Tafir eru á flugi á Keflavíkurflugvelli því erfiðlega hefur gengið að koma farþegum frá borði.
Tafir eru á flugi á Keflavíkurflugvelli því erfiðlega hefur gengið að koma farþegum frá borði. Vísir/Eyþór
Röskun hefur orðið á millilandaflugi vegna veðurs. Tafir eru á flugi á Keflavíkurflugvelli því erfiðlega hefur gengið að koma farþegum frá borði.

Farþegar í þremur flugvélum frá Delta, Easy Jet og British Airways eru búnir að bíða um borð í vélunum á Keflavíkurflugvelli frá því lent var á níunda tímanum í morgun segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi ISAVIA í samtali við fréttastofu.

Af öryggisástæðum er ekki unnt að nota landgöngubrýr ef vindhraði fer yfir 50 hnúta. Af þeim sökum voru þær allar teknar úr umferð en um leið og vind lægir verður hægt að nota landgöngurbrýrnar á ný.

Icelandair tók þá ákvörðun að nota stigabíla í eigu þjónustuaðila til að hleypa farþegum frá borði sem lentu á níunda tímanum í morgun.


Tengdar fréttir

Rigning og rok í kortunum út daginn

Búist er við suðaustanhvassviðri og vatsveðri á sunnan og vestanverðu landinu í dag. Þá er spáð staðbundnum stormi víðs vegar um landið og má búast við vatnavöxtum í ám og lækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×