Telur að Ísland ætti að sækjast eftir undanþágum frá orkupakkanum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2018 17:46 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Fréttablaðið/Ernir Þessi frétt hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var rangt haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni að hann teldi hagstætt fyrir Ísland að innleiða þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þetta hefur verið lagfært. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins telur hagstætt fyrir Ísland að að fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þær undanþágur þurfi þó að sækja með ákveðnum fyrirvara. Þetta sagði Sigurður Ingi í ræðu sinni á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Smyrlabjörgum í dag. „EES samningurinn hefur þróast mjög á þeim 25 árum sem hann hefur verið í gildi. Það er engin spurningin í mínum huga að EES samningurinn hefur verið Íslandi ákaflega hagfelldur. Ekki aðeins tryggir hann okkur aðgang með flestar vörur inn á 500 milljóna markað með okkar útflutningsvörur, hér undir er fiskur mikilvægastur, heldur höfum við einnig notið verulegs ávinnings af ýmsum sjóðum á mennta, menningar en ekki síst nýsköpunarsviðum.“ Þá varaði Sigurður Ingi við þeirri auknu miðstýringu sem hann segir nú gæta innan ESB heldur en áður. Það þurfi að hafa í huga þegar orkupakkinn er skoðaður. Áhersla á atvinnu- og húsnæðismálFormaðurinn kom einnig inn á húsnæðismál Íslendinga og mögulegar lausnir Framsóknar við þeim vandamálum sem fólk sem vill inn á húsnæðismarkaðinn stendur frammi fyrir. Þar velti hann meðal annars upp leiðum sem myndu gera fólki kleift að nýta lífeyrissparnað sinn til íbúðarkaupa. Þá gerði Sigurður Ingi atvinnumál að umfjöllunarefni sínu en hann sagði málaflokkinn hafa verið á stefnu Framsóknarflokksins síðastliðin hundrað ár og að flokkurinn væri sá sem mestan skilning hefði á sjónarmiði landsbyggðarinnar í þeim efnum. Í því samhengi nefndi ráðherrann meðal annars matarsýkingar í landbúnaðarafurðum. „Hér eru landbúnaðarafurðir með þeim hreinustu sem þekkist og tíðni matarsýkinga með þeim lægstu í heimi. Hvaða afleiðingar hefur það ef við þurfum að taka upp alþjóðlegar reglur sem eru ekki nægjanlegar framsýnar og nútímavæddar. Við erum í einstakri stöðu hér á landi og við þurfum að geta varið þá stöðu.“ Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þessi frétt hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var rangt haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni að hann teldi hagstætt fyrir Ísland að innleiða þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þetta hefur verið lagfært. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins telur hagstætt fyrir Ísland að að fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þær undanþágur þurfi þó að sækja með ákveðnum fyrirvara. Þetta sagði Sigurður Ingi í ræðu sinni á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Smyrlabjörgum í dag. „EES samningurinn hefur þróast mjög á þeim 25 árum sem hann hefur verið í gildi. Það er engin spurningin í mínum huga að EES samningurinn hefur verið Íslandi ákaflega hagfelldur. Ekki aðeins tryggir hann okkur aðgang með flestar vörur inn á 500 milljóna markað með okkar útflutningsvörur, hér undir er fiskur mikilvægastur, heldur höfum við einnig notið verulegs ávinnings af ýmsum sjóðum á mennta, menningar en ekki síst nýsköpunarsviðum.“ Þá varaði Sigurður Ingi við þeirri auknu miðstýringu sem hann segir nú gæta innan ESB heldur en áður. Það þurfi að hafa í huga þegar orkupakkinn er skoðaður. Áhersla á atvinnu- og húsnæðismálFormaðurinn kom einnig inn á húsnæðismál Íslendinga og mögulegar lausnir Framsóknar við þeim vandamálum sem fólk sem vill inn á húsnæðismarkaðinn stendur frammi fyrir. Þar velti hann meðal annars upp leiðum sem myndu gera fólki kleift að nýta lífeyrissparnað sinn til íbúðarkaupa. Þá gerði Sigurður Ingi atvinnumál að umfjöllunarefni sínu en hann sagði málaflokkinn hafa verið á stefnu Framsóknarflokksins síðastliðin hundrað ár og að flokkurinn væri sá sem mestan skilning hefði á sjónarmiði landsbyggðarinnar í þeim efnum. Í því samhengi nefndi ráðherrann meðal annars matarsýkingar í landbúnaðarafurðum. „Hér eru landbúnaðarafurðir með þeim hreinustu sem þekkist og tíðni matarsýkinga með þeim lægstu í heimi. Hvaða afleiðingar hefur það ef við þurfum að taka upp alþjóðlegar reglur sem eru ekki nægjanlegar framsýnar og nútímavæddar. Við erum í einstakri stöðu hér á landi og við þurfum að geta varið þá stöðu.“
Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira