Innlent

Úrkoman í höfuðborginni mikil á alla mælikvarða

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að úrkoman í Reykjavík sé mikil á alla mælikvarða.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að úrkoman í Reykjavík sé mikil á alla mælikvarða. vísir/hanna
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að úrkoman í Reykjavík sé mikil á alla mælikvarða. Rignt hefur samfleytt í höfuðborginni frá því um klukkan 15:00 á föstudag.

Fyrst í morgunsárið fer að draga úr úrkomu og fljótlega styttir upp að sögn Einars.

„Ég gerði að því skóna fyrir helgi að úrkomumagnið í heild sinni gæti náð 60 mm. Mælingar sýna gott betur eða um 80 mm. Óvenjulegt líka hve jafnt úrhellið hefur verið og sést svo vel á línunni með uppsafnaðri úrkomu í sjálfvirka mælinn á veðurstofureitnum,“ segir Einar í veðurpistli sem hann birti á Facebooksíðu sinni í morgun.

Eftir klukkan níu fæst mæling sólarhringsúrkomu. Einar segir þó nokkuð ljóst að hún verði nokkuð yfir 40 mm og þar með met í mælingu í nóvember. „Eldra metið er hins vegar frá því í gær,“ segir Einar.

Veðurstofa Íslands
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast vegna vatnsveðurs og sinnti mörgum útköllum vegna vatnstjóns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×