Segir vinnubrögð Birgittu óásættanleg Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. nóvember 2018 22:36 Deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands gagnrýndi vinnubrögð Birgittu í skoðanapistli sem birtist í dag. Vísir/Hanna/Vilhelm Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. Gagnrýnin sneri meðal annars að orðavali og myndskreytingum sem sneru að hjúkrunarfræðingum. Í bók Birgittu er talað um hjúkrunarkonu í stað hjúkrunarfræðings. Þá er kvenkyns hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir teiknaður í kjól og með kappa á höfði. Hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auðar Hauksdóttir birti á laugardaginn Facebook-færslu þar sem sjá mátti umrædda síðu úr bók Birgittu. Færsla Sólveigar vakti mikil viðbrögð og hefur verið deilt yfir eitt þúsund sinnum á Facebook. Í pistlinum segir Herdís frá þeirri vinnu sem félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ráðist í ásamt Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri til þess að breyta viðhorfum almennings til hjúkrunarfræðinga og starfa þeirra. „Hjúkrunarstarfið er gífurlega fjölbreytt starf. Það felur í sér náin samskipti við fólk á þeirra viðkvæmustu stundum, þekkingu á flóknum klínískum meðferðum ásamt getu til að veita meðferðina, skipulagningu og útdeilingu verkefna á sjúkradeildum, mannaforráð auk faglegrar og fjárhagslegrar ábyrgðar og fleira.“ Segir hún námið eiga að höfða til margra en að ákveðin viðhorf innan samfélagsins valdi því að stærri hópar ungs fólks líti ekki á hjúkrunarfræði sem valkost þegar það velur sér námsleið. Hún segir mikilvægt að ungt fólk hafi rétta mynd af því sem störf hjúkrunarfræðinga hafi upp á að bjóða.Segir vinnubrögð forlagsins óásættanlegHerdís segir í pistlinum óásættanlegt að „einstaklingar sem gefa sig út fyrir að skrifa fyrir ung börn kynni sér ekki betur aðstæður sem þeir skrifa um“ og „vinni ekki rannsóknavinnuna.“ Þá segir Herdís jafnframt að ekki sé hægt að afsaka vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins við útgáfu bókarinnar sem hún sagði slæm. Teldi hún útgefandann ekki hafa unnið nógu náið með höfundi bókarinnar. Segir Herdís að fjöldamörg dæmi séu um að sjúklingar átti sig ekki á þeirri þekkingu og færni sem hjúkrunarfræðingar búi yfir þegar leitað er til heilbrigðisstofnana. Það geti valdið því að sjúklingar spyrji ekki spurninga sem máli geta skipt í meðferð þeirra eða þeir vantreysti einfaldlega því sem hjúkrunarfræðingar kunni að hafa fram að færa. Af því leiðir Herdís að röng ímynd almennings af hjúkrunarfræðingum geti beinlínis verið skaðlega sjúklingum og þeirra hagsmunum. Það sé ástæða þess hve margir séu sammála gagnrýni Sólveigar á bók Birgittu, sem hún segir halda fram viðhorfum um hjúkrunarfræðinga sem séu úrelt og jafnvel skaðleg.Rétt er að taka fram að pistill Herdísar var skrifaður áður en Birgitta Haukdal veitti Reykjavík Síðdegis viðtal vegna málsins í dag. Bókmenntir Tengdar fréttir „Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59 Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 „Ímyndir skipta máli“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar Hjúkrunarfræðingar, mönnun, menntun og starfsumhverfi sem kom út í október 2017 hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneyti til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði. 19. nóvember 2018 20:43 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. Gagnrýnin sneri meðal annars að orðavali og myndskreytingum sem sneru að hjúkrunarfræðingum. Í bók Birgittu er talað um hjúkrunarkonu í stað hjúkrunarfræðings. Þá er kvenkyns hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir teiknaður í kjól og með kappa á höfði. Hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auðar Hauksdóttir birti á laugardaginn Facebook-færslu þar sem sjá mátti umrædda síðu úr bók Birgittu. Færsla Sólveigar vakti mikil viðbrögð og hefur verið deilt yfir eitt þúsund sinnum á Facebook. Í pistlinum segir Herdís frá þeirri vinnu sem félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ráðist í ásamt Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri til þess að breyta viðhorfum almennings til hjúkrunarfræðinga og starfa þeirra. „Hjúkrunarstarfið er gífurlega fjölbreytt starf. Það felur í sér náin samskipti við fólk á þeirra viðkvæmustu stundum, þekkingu á flóknum klínískum meðferðum ásamt getu til að veita meðferðina, skipulagningu og útdeilingu verkefna á sjúkradeildum, mannaforráð auk faglegrar og fjárhagslegrar ábyrgðar og fleira.“ Segir hún námið eiga að höfða til margra en að ákveðin viðhorf innan samfélagsins valdi því að stærri hópar ungs fólks líti ekki á hjúkrunarfræði sem valkost þegar það velur sér námsleið. Hún segir mikilvægt að ungt fólk hafi rétta mynd af því sem störf hjúkrunarfræðinga hafi upp á að bjóða.Segir vinnubrögð forlagsins óásættanlegHerdís segir í pistlinum óásættanlegt að „einstaklingar sem gefa sig út fyrir að skrifa fyrir ung börn kynni sér ekki betur aðstæður sem þeir skrifa um“ og „vinni ekki rannsóknavinnuna.“ Þá segir Herdís jafnframt að ekki sé hægt að afsaka vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins við útgáfu bókarinnar sem hún sagði slæm. Teldi hún útgefandann ekki hafa unnið nógu náið með höfundi bókarinnar. Segir Herdís að fjöldamörg dæmi séu um að sjúklingar átti sig ekki á þeirri þekkingu og færni sem hjúkrunarfræðingar búi yfir þegar leitað er til heilbrigðisstofnana. Það geti valdið því að sjúklingar spyrji ekki spurninga sem máli geta skipt í meðferð þeirra eða þeir vantreysti einfaldlega því sem hjúkrunarfræðingar kunni að hafa fram að færa. Af því leiðir Herdís að röng ímynd almennings af hjúkrunarfræðingum geti beinlínis verið skaðlega sjúklingum og þeirra hagsmunum. Það sé ástæða þess hve margir séu sammála gagnrýni Sólveigar á bók Birgittu, sem hún segir halda fram viðhorfum um hjúkrunarfræðinga sem séu úrelt og jafnvel skaðleg.Rétt er að taka fram að pistill Herdísar var skrifaður áður en Birgitta Haukdal veitti Reykjavík Síðdegis viðtal vegna málsins í dag.
Bókmenntir Tengdar fréttir „Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59 Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 „Ímyndir skipta máli“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar Hjúkrunarfræðingar, mönnun, menntun og starfsumhverfi sem kom út í október 2017 hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneyti til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði. 19. nóvember 2018 20:43 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
„Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59
Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42
„Ímyndir skipta máli“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar Hjúkrunarfræðingar, mönnun, menntun og starfsumhverfi sem kom út í október 2017 hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneyti til að beita sér fyrir fjölgun nema í hjúkrunarfræði. 19. nóvember 2018 20:43
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent