Innlent

Vara við sviptivindum í Öræfum

Birgir Olgeirsson skrifar
Ferðalöngum, til dæmis rjúpnaveiðimönnum, er bent á að fylgjast vel með veðurspá og viðvörunum vegna veðurs.
Ferðalöngum, til dæmis rjúpnaveiðimönnum, er bent á að fylgjast vel með veðurspá og viðvörunum vegna veðurs. Vísir/Stefán
Með versnandi veðri í nótt er varað við sviptivindum í Öræfum, allt að 35-45 metrum á sekúndu frá miðnætti og til um klukkan níu í fyrramálið. Þetta kemur fram í athugasemd frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar en hann segir að búast megi við hríðarveðri fljótlega í nótt og þétt snjókoma með takmörkuðu skyggni frá Eyjafirði og austur um. Stendur meira og minna þar til síðdegis á morgun.  Slydda verður sunnan jökla, en óvissa hvort hlýni á láglendi austast.

Veðurstofa Íslands hefur vakið athygli á veðurspá um hvassviðri eða -storm með hríðarveðri norðan og austan til á landinu aðfaranótt laugardags og fram eftir degi. Ferðalöngum, til dæmis rjúpnaveiðimönnum, er bent á að fylgjast vel með veðurspá og viðvörunum vegna veðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×