Má ekki verða fordæmisgefandi Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. nóvember 2018 09:45 Heiðveig María segir tíma til kominn að hreinsa til í Sjómannafélagi Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég hef fundið fyrir gríðarlegum stuðningi úr öllum áttum. Meðal annars frá félögum mínum, öðrum félögum og almenningi,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir sem var nýlega rekin úr Sjómannafélagi Íslands. Ástæðan fyrir brottvísun Heiðveigar er sú að trúnaðarmannaráð félagsins telur að hún hafi unnið gegn hagsmunum þess. Framferði hennar og árásir á forystuna hafi leitt til þess að sameiningarviðræður Sjómannafélags Reykjavíkur við önnur sjómannafélög hafi farið út um þúfur. „Það þarf að kæfa þetta í fæðingu svo þetta verði ekki fordæmisgefandi. Nú er ég að undirbúa mál fyrir Félagsdómi en ég vona að menn taki sönsum. Miðað við það sem á undan er gengið er ég samt ekki bjartsýn. Það er klárlega kominn tími til að hreinsa til í félaginu og ég er enn vissari um það en áður,“ segir Heiðveig. Hópur félagsmanna í Sjómannafélagi Reykjavíkur hefur krafist þess að félagsfundur verði haldinn hið fyrsta þar sem þessi mál verði rædd. Heiðveig segist alls ekki af baki dottin. „Ég er sannfærð um að snemma næsta vor munu sjómenn standa sameinaðir allir sem einn tilbúnari en nokkru sinni fyrr í samningaviðræður. Ég ætla að beita mér áfram af öllu afli til að það verði að veruleika.“ Í gær sendu fjórir verkalýðsleiðtogar frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæma vinnubrögð Sjómannafélags Íslands. Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, sem skrifar undir yfirlýsinguna ásamt Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, segir málið fordæmalaust. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og kannast ekki við að þetta hafi gerst áður í íslenskri verkalýðshreyfingu. Þarna er verið að reka hana úr félaginu vegna skoðana sem tengjast rekstri félagsins og bókhaldi,“ segir Aðalsteinn. Þá bendir Aðalsteinn á að þar sem Sjómannafélag Íslands hafi klofið sig út úr ASÍ geti Heiðveig ekkert snúið sér með málið. „Ef einhver hinna tæplega fjögur þúsund félagsmanna Framsýnar er ósáttur við okkur, þá getur hann leitað til ASÍ með sín mál. Svo skynja ég að konur séu ekki vinsælar í karlaheimi sjómanna. Þetta er annað dæmið sem ég verð vitni að nýlega um það.“ Í gær barst einnig yfirlýsing frá Sjómannafélaginu Jötni í Vestmannaeyjum en félagið dró sig út úr sameiningarviðræðum við Sjómannafélag Íslands um miðjan október. Þar segir að það geti ekki talist brottrekstrarsök að gagnrýna stjórnunarhætti yfirstjórnar stéttarfélags. Þá segir að ásakanir einar og sér hafi ekki leitt til frestunar sameiningarviðræðna heldur hafi fleiri ástæður komið til. Deilur innan Sjómannafélags Íslands séu eingöngu milli aðila þar. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Heiðveig leitar réttar síns og segist óttast að félagið verði gleypt í einum stórum bita Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlaði að bjóða sig fram til formanns Sjómannafélagi Íslands, hefur verið rekin úr félaginu. Hún segist ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því og ætlar að leita réttar síns. 31. október 2018 13:33 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
„Ég hef fundið fyrir gríðarlegum stuðningi úr öllum áttum. Meðal annars frá félögum mínum, öðrum félögum og almenningi,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir sem var nýlega rekin úr Sjómannafélagi Íslands. Ástæðan fyrir brottvísun Heiðveigar er sú að trúnaðarmannaráð félagsins telur að hún hafi unnið gegn hagsmunum þess. Framferði hennar og árásir á forystuna hafi leitt til þess að sameiningarviðræður Sjómannafélags Reykjavíkur við önnur sjómannafélög hafi farið út um þúfur. „Það þarf að kæfa þetta í fæðingu svo þetta verði ekki fordæmisgefandi. Nú er ég að undirbúa mál fyrir Félagsdómi en ég vona að menn taki sönsum. Miðað við það sem á undan er gengið er ég samt ekki bjartsýn. Það er klárlega kominn tími til að hreinsa til í félaginu og ég er enn vissari um það en áður,“ segir Heiðveig. Hópur félagsmanna í Sjómannafélagi Reykjavíkur hefur krafist þess að félagsfundur verði haldinn hið fyrsta þar sem þessi mál verði rædd. Heiðveig segist alls ekki af baki dottin. „Ég er sannfærð um að snemma næsta vor munu sjómenn standa sameinaðir allir sem einn tilbúnari en nokkru sinni fyrr í samningaviðræður. Ég ætla að beita mér áfram af öllu afli til að það verði að veruleika.“ Í gær sendu fjórir verkalýðsleiðtogar frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæma vinnubrögð Sjómannafélags Íslands. Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, sem skrifar undir yfirlýsinguna ásamt Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, segir málið fordæmalaust. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og kannast ekki við að þetta hafi gerst áður í íslenskri verkalýðshreyfingu. Þarna er verið að reka hana úr félaginu vegna skoðana sem tengjast rekstri félagsins og bókhaldi,“ segir Aðalsteinn. Þá bendir Aðalsteinn á að þar sem Sjómannafélag Íslands hafi klofið sig út úr ASÍ geti Heiðveig ekkert snúið sér með málið. „Ef einhver hinna tæplega fjögur þúsund félagsmanna Framsýnar er ósáttur við okkur, þá getur hann leitað til ASÍ með sín mál. Svo skynja ég að konur séu ekki vinsælar í karlaheimi sjómanna. Þetta er annað dæmið sem ég verð vitni að nýlega um það.“ Í gær barst einnig yfirlýsing frá Sjómannafélaginu Jötni í Vestmannaeyjum en félagið dró sig út úr sameiningarviðræðum við Sjómannafélag Íslands um miðjan október. Þar segir að það geti ekki talist brottrekstrarsök að gagnrýna stjórnunarhætti yfirstjórnar stéttarfélags. Þá segir að ásakanir einar og sér hafi ekki leitt til frestunar sameiningarviðræðna heldur hafi fleiri ástæður komið til. Deilur innan Sjómannafélags Íslands séu eingöngu milli aðila þar.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Heiðveig leitar réttar síns og segist óttast að félagið verði gleypt í einum stórum bita Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlaði að bjóða sig fram til formanns Sjómannafélagi Íslands, hefur verið rekin úr félaginu. Hún segist ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því og ætlar að leita réttar síns. 31. október 2018 13:33 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57
Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00
Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59
Heiðveig leitar réttar síns og segist óttast að félagið verði gleypt í einum stórum bita Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlaði að bjóða sig fram til formanns Sjómannafélagi Íslands, hefur verið rekin úr félaginu. Hún segist ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því og ætlar að leita réttar síns. 31. október 2018 13:33