Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2018 06:45 Næstu skref verður ákveðin þegar olían er farin úr skipinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Illa gekk að dæla olíu úr norska sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags. Dæling hófst síðdegis í gær en var hætt skömmu síðar þegar í ljós kom að tækin réðu ekki við verkið. Vonast er til að öll olía verði komin úr skipinu í dag en það er háð veðurskilyrðum. Skipið rak upp í hafnargarðinn eftir að hafa lent öfugum megin við hafnarmunnann. Skipið var á leið með sement í Helguvík og átti síðan að halda áfram til Akureyrar. Áhöfn TF-GNÁ, þyrlu Landhelgisgæslunnar (LHG), bjargaði fjórtán skipverjum þá um nóttina. Skipið liggur enn ósnert á strandstað en talið er að gat sé komið á skrokk þess og sjór flæði inn í það. Þá hefur lítið magn olíu lekið út í sjó frá skipinu. Áætlað er að um hundrað tonn af olíu séu í skipinu og hefur verið ákveðið að ná henni úr skipinu áður en frekari björgunaraðgerðir hefjast. „Losun eldsneytis úr skipinu gekk mun hægar en vonir okkar stóðu til. Því var ákveðið að senda mannskapinn í hvíld inn á hótel, nýta nóttina til að útvega öflugri tæki og hefjast handa þegar dagar. Það er góð veðurspá og við vonumst til að tæma skipið í dag,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Skömmu eftir að dæling hófst í gær kom í ljós að dælurnar voru ekki nógu öflugar til verksins. Ástæðan fyrir því er hæðarmunur. Dælurnar liggja uppi á landi en Fjordvik nokkru lægra. „Kafarar munu kíkja og skoða skipið þegar dagur rennur upp. Þegar búið er að dæla olíunni af skipinu og meta stöðuna af köfurum þá verða teknar ákvarðanir um framhaldið. Næsti fundur um framgang mála er nú í hádeginu og þá vitum við betur hvernig staðan er og hvað skal til bragðs taka,“ segir Kjartan. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa LHG, kom gæslan að málum í fyrsta lagi við björgun skipverja. Varðskipin Þór og Týr voru á vettvangi um helgina en Týr fór á brott í gær. Þá flaug TF-SÝN yfir strandstað í gær til að skoða stöðu mála og kanna umfang olíulekans. „Þór verður áfram á svæðinu til halds og trausts og til að skipið geti brugðist snöggt við ef óskað verður eftir aðstoð hans,“ segir Ásgeir. Birtist í Fréttablaðinu Strand í Helguvík Tengdar fréttir Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39 Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Illa gekk að dæla olíu úr norska sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags. Dæling hófst síðdegis í gær en var hætt skömmu síðar þegar í ljós kom að tækin réðu ekki við verkið. Vonast er til að öll olía verði komin úr skipinu í dag en það er háð veðurskilyrðum. Skipið rak upp í hafnargarðinn eftir að hafa lent öfugum megin við hafnarmunnann. Skipið var á leið með sement í Helguvík og átti síðan að halda áfram til Akureyrar. Áhöfn TF-GNÁ, þyrlu Landhelgisgæslunnar (LHG), bjargaði fjórtán skipverjum þá um nóttina. Skipið liggur enn ósnert á strandstað en talið er að gat sé komið á skrokk þess og sjór flæði inn í það. Þá hefur lítið magn olíu lekið út í sjó frá skipinu. Áætlað er að um hundrað tonn af olíu séu í skipinu og hefur verið ákveðið að ná henni úr skipinu áður en frekari björgunaraðgerðir hefjast. „Losun eldsneytis úr skipinu gekk mun hægar en vonir okkar stóðu til. Því var ákveðið að senda mannskapinn í hvíld inn á hótel, nýta nóttina til að útvega öflugri tæki og hefjast handa þegar dagar. Það er góð veðurspá og við vonumst til að tæma skipið í dag,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Skömmu eftir að dæling hófst í gær kom í ljós að dælurnar voru ekki nógu öflugar til verksins. Ástæðan fyrir því er hæðarmunur. Dælurnar liggja uppi á landi en Fjordvik nokkru lægra. „Kafarar munu kíkja og skoða skipið þegar dagur rennur upp. Þegar búið er að dæla olíunni af skipinu og meta stöðuna af köfurum þá verða teknar ákvarðanir um framhaldið. Næsti fundur um framgang mála er nú í hádeginu og þá vitum við betur hvernig staðan er og hvað skal til bragðs taka,“ segir Kjartan. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa LHG, kom gæslan að málum í fyrsta lagi við björgun skipverja. Varðskipin Þór og Týr voru á vettvangi um helgina en Týr fór á brott í gær. Þá flaug TF-SÝN yfir strandstað í gær til að skoða stöðu mála og kanna umfang olíulekans. „Þór verður áfram á svæðinu til halds og trausts og til að skipið geti brugðist snöggt við ef óskað verður eftir aðstoð hans,“ segir Ásgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Strand í Helguvík Tengdar fréttir Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39 Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08
Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39
Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00