Innlent

Snjór yfir öllu á höfuð­borgar­svæðinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þessi mynd var tekin í borginni í nótt af fyrsta snjó vetrarins.
Þessi mynd var tekin í borginni í nótt af fyrsta snjó vetrarins.
Snjór er nú yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur. Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að snjórinn sé þó ekki mikill; föl liggi yfir öllu en snjórinn stoppar stutt við þar sem það hvessir í nótt og hlánar.

Þrátt fyrir að ekki sé kannski allt á kafi ættu ökumenn engu að síður að taka tillit til aðstæðna og gefa sér til dæmis tíma í morgunsárið til að skafa rúðurnar á bílnum.

Veðurhorfur á landinu:

Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 og víða él í nótt, en lægir og birtir til í dag. Austan 5-10 og stöku skúrir eða él syðst í kvöld, en hvessir í nótt og á morgun, víða 15-23 seinnipartinn og enn hvassari á stöku stað. Frost víða 0 til 5 stig í dag, en sums staðar frostlaust við ströndina. Hiti 1 til 8 stig seint á morgun, en sums staðar vægt frost N-lands.

Á þriðjudag:

Gengur í norðaustan 15-23 m/s þegar líður á daginn, hvassast syðst. Rigning sunnantil, en slydda eða snjókoma fyrir norðan og austan. Lengst af þurrt V-til. Hlýnar í veðri og hiti 0 til 6 stig um kvöldið.

Á miðvikudag:

Norðaustan 13-20 m/s og slydda NV-til, en annars austan 8-15 og rigning með köflum. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast SA-lands.

Á fimmtudag og föstudag:

Fremur hlý austanátt með vætu um mest allt land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×