Innlent

Varað við stormi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vindaspáin fyrir landið á hádegi á morgun.
Vindaspáin fyrir landið á hádegi á morgun. veðurstofa íslands
Veðurstofan varar við austan og norðaustan stormi sem gegnur yfir landið á morgun en gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi klukkan sex í fyrramálið. Á hádegi á morgun tekur síðan gul viðvörun gildi fyrir Vestfirði.

Á vef Veðurstofunnar segir að á Suðurlandi gangi í austan 15 til 23 með snörpum vindhviðum í fyrramálið og verði hvassast undir Eyjafjöllum. Storminum fylgir slydda og síðan rigning og hlýnandi veður en það á svo að lægja annað kvöld.

Á Suðausturlandi verður hvassast undir Öræfum og á Vestfjörðum verður hvassast norðan til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×