Borgin tekur meira en ríkið Eyþór Arnalds skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Það kemur sennilega flestum ef ekki öllum á óvart að Reykjavíkurborg tekur mun fleiri krónur af launum borgarbúa en ríkið. Þannig er hlutfall borgarinnar í skatttekjum borgarbúa 56% á meðan hlutfall ríkisins er 44% samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins. Tökum dæmi um faglærðan leikskólakennara en hann fær samkvæmt kjarasamningi 469 þúsund krónur í mánaðarlaun. Skattur af þessum launum er í kringum 109 þúsund krónur sem skiptast þannig að 45 þúsund krónur renna inn í ríkissjóð á meðan borgin fær 64 þúsund. Þ.e.a.s. 41% fer til ríkissjóðs á meðan 59% fara inn í borgarsjóð. Reykjavíkurborg getur ekki skorast undan þeirri ábyrgð að taka þátt í að bæta kjör borgarbúa enda eru fjárhæðirnar sem borgin fær talsvert stærri en þær sem ríkið fær. Það þýðir ekki alltaf fyrir borgarfulltrúa meirihlutans að benda á ríkið og kvarta yfir að fjármagn sé ekki nægjanlegt til þess að halda almennilega á mikilvægum málaflokkum. Útsvarslækkun ætti að vera framlag Reykjavíkurborgar í komandi kjaraviðræðum enda á launafólk mikið undir því að skattar lækki nú í stað þess að höfrungahlaupið fari af stað með verðbólgu. Við leggjum líka til að afslættir til aldraðra og öryrkja verði auknir en tekjutenging afsláttanna er tekjuskerðing fyrir bæði aldraða og öryrkja. Borgin á að leggja áherslu á að bæta kaupmátt Reykvíkinga með ábyrgum hætti og hætta að taka meira en nágrannasveitarfélögin af launum borgarbúa. Álögur eru í hæstu hæðum. Fasteignaskattar hækka mikið á milli ára, bæði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Ef borgarstjórn breytir ekki frá þeim forsendum sem hér er lagt upp með fer hækkunin lóðbeint út í leiguverð með tilheyrandi neikvæðum áhrifum, bæði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Útsvar er hæst á höfuðborgarsvæðinu af öllum sveitarfélögum á svæðinu. Launaskattur er hvergi hærri en í Reykjavík. Útsvarið var hækkað af Samfylkingunni og núverandi borgarstjóra í topp. Önnur sveitarfélög í kringum okkur taka talsvert færri krónur af launafólki. Snúum af þessari braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Það kemur sennilega flestum ef ekki öllum á óvart að Reykjavíkurborg tekur mun fleiri krónur af launum borgarbúa en ríkið. Þannig er hlutfall borgarinnar í skatttekjum borgarbúa 56% á meðan hlutfall ríkisins er 44% samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins. Tökum dæmi um faglærðan leikskólakennara en hann fær samkvæmt kjarasamningi 469 þúsund krónur í mánaðarlaun. Skattur af þessum launum er í kringum 109 þúsund krónur sem skiptast þannig að 45 þúsund krónur renna inn í ríkissjóð á meðan borgin fær 64 þúsund. Þ.e.a.s. 41% fer til ríkissjóðs á meðan 59% fara inn í borgarsjóð. Reykjavíkurborg getur ekki skorast undan þeirri ábyrgð að taka þátt í að bæta kjör borgarbúa enda eru fjárhæðirnar sem borgin fær talsvert stærri en þær sem ríkið fær. Það þýðir ekki alltaf fyrir borgarfulltrúa meirihlutans að benda á ríkið og kvarta yfir að fjármagn sé ekki nægjanlegt til þess að halda almennilega á mikilvægum málaflokkum. Útsvarslækkun ætti að vera framlag Reykjavíkurborgar í komandi kjaraviðræðum enda á launafólk mikið undir því að skattar lækki nú í stað þess að höfrungahlaupið fari af stað með verðbólgu. Við leggjum líka til að afslættir til aldraðra og öryrkja verði auknir en tekjutenging afsláttanna er tekjuskerðing fyrir bæði aldraða og öryrkja. Borgin á að leggja áherslu á að bæta kaupmátt Reykvíkinga með ábyrgum hætti og hætta að taka meira en nágrannasveitarfélögin af launum borgarbúa. Álögur eru í hæstu hæðum. Fasteignaskattar hækka mikið á milli ára, bæði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Ef borgarstjórn breytir ekki frá þeim forsendum sem hér er lagt upp með fer hækkunin lóðbeint út í leiguverð með tilheyrandi neikvæðum áhrifum, bæði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Útsvar er hæst á höfuðborgarsvæðinu af öllum sveitarfélögum á svæðinu. Launaskattur er hvergi hærri en í Reykjavík. Útsvarið var hækkað af Samfylkingunni og núverandi borgarstjóra í topp. Önnur sveitarfélög í kringum okkur taka talsvert færri krónur af launafólki. Snúum af þessari braut.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun